Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ KristmundurJóhannesson fæddist á Giljalandi í Haukadal í Dala- sýslu 28. desember 1923. Hann lést að- faranótt 6. júlí síð- astliðins. Hann var sonur hjónanna Jó- hannesar Jónsson- ar, f. 1888, d. 1978, og Sigurbjargar Sigurðardóttur, f. 1892, d. 1965. Krist- mundur var næst- yngstur sex systk- ina, hin eru Sigurður, f. 1916, d. 1947, Jón, f. 1918, Jósef Jón, f. 1919, d. 1987, Kristín, f. 1921, d. 1923, og Ingibjörg, f. 1926. Kristmundur kvæntist 6. júlí 1968 Sigríði Bjarnadóttur, f. 1937, frá Hamri í Svínavatnshreppi. Foreldrar Sigríðar voru Bjarni Halldórsson, f. 1901, d. 1983, og Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 1911, d. 1981. Börn Kristmundar og Sigríðar eru Sigurbjörg, f. 1968, gift Pétri Guðsteinssyni, þau eiga þrjá syni; Bjarni, f. 1969, kvæntur Áshildi Björnsdóttur, þau eiga fimm syni; Hallur, f. 1973, kvæntur Aðalheiði Hönnu Björnsdóttur, þau eiga tvo syni; og dóttir Sigríðar og uppeldis- dóttir Kristmundar, Jóhanna Guðrún Gísladóttir, f. 1960, í sam- búð með Fernand Lupion, Jóhanna á þrjár dætur, einn son og eitt barna- barn. Kristmundur ólst upp og átti heimili á Giljalandi alla sína tíð, nema seinustu árin dvöldu þau Sig- ríður í Búðardal. Hann hlaut kennslu í farskóla og tók síð- an landspróf á Núpi í Dýrafirði. Hann stundaði kennslu með hléum til 1966, meðal annars í Hörðudal og Miðdölum, norður í Þingeyjarsýslu, í Landeyjum og var eitt ár skólastjóri í Búðardal. Kristmundur stundaði búskap allan sinn starfsaldur, fyrst í fé- lagi við föður sinn og bróður sinn Jósef. Kristmundur hætti búskap 1991 og sonur hans Bjarni tók þá við búi. Kristmundur tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum í heima- byggð. Hann sat m.a. í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar, Ræktunarsambands Suðurdala, Búnaðarfélags Haukadalshrepps og var virkur í starfi Framsókn- arflokksins í áratugi. Útför Kristmundar fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, nú ertu ekki hérna leng- ur, þú ert kominn til englanna. Og við trúum því varla, því þú hefur allt- af verið til. En í gærkveldi þegar við komum til ömmu var þig hvergi að finna, svo við bræðurnir fórum að myndunum sem við gáfum þér í jóla- gjöf 2003, þar sem annars vegar er mynd mér (Degi Mána) sitjandi í fanginu á þér, heima hjá þér og ömmu, þar sem við vorum að ræða jólagjafirnar. Og hins vegar af mér (Halli Kristni) og þér afi, þar sem við stöndum saman á ströndinni úti á nyrsta odda Danmerkur, Skagen, þegar þið amma komuð til Danmerk- ur og fóruð í frí með okkur sumarið 2003, það var svo gaman að ferðast með ykkur um Danmörku. Í ár komum við til Íslands til að vera hjá ykkur í okkar fríum og við bræðurnir höfum notið þess að hlusta á sögurnar þínar um tröll og vætti sem búa í fjöllum og hólum á Íslandi. Það var jú bara nokkrum dögum áður en þú fórst til englanna sem þú og Dagur Máni voruð að ræða um hversu stór tröllin í fjöll- unum umhverfis Giljaland væru og hvað þau tækju sér fyrir hendur. Elsku afi, nú teflum við ekki oftar, en ég skal halda áfram að æfa mig. Við komum alltaf til með að sakna þín afi, en minning þín lifir með okk- ur. Elsku amma, pabbi, Sigurbjörg, Bjarni, Jóhanna og aðrir aðstand- endur, það er gott að vita að afi er núna hjá englunum. Kveðjur, afastrákarnir Hallur Kristinn og Dagur Máni. Við bræðurnir vorum svo lánsamir að fá að alast upp við hliðina á afa og ömmu. Okkur langar að kveðja hann afa með nokkrum orðum. Afi gaf sér alltaf tíma til að sinna okkur strák- unum, hann tók ófáar skákir við okk- ur strákana og hann kenndi okkur öllum afastrákunum mannganginn. Það minnisstæðasta er samt allar sögurnar sem hann sagði okkur, það voru reyndar allskonar sögur og æv- intýri en við báðum oftast um trölla- sögu. Það voru ófá kvöld sem afi kom inn í herbergi og svæfði okkur með sögu. Eftir að við fluttum úr sveitinni var það fastur liður þegar við fórum að heimsækja afa og ömmu eða þau komu í heimsókn að fá afa til að tefla við okkur og biðja um sögu fyrir svefninn. Það var ekki amalegt að fá að alast upp með manni sem vissi næstum allt sem okkur datt í hug að spyrja um. Við eigum eftir að sakna þess sárt að fá ekki afasögu fyrir svefninn aftur. Einu skiptin sem afi sussaði á okk- ur strákana voru þegar hann hlust- aði á fréttirnar, það voru einu skiptin sem hann vildi ekki að við værum með læti eða hávaða. Takk fyrir allar sögurnar og allar góðu stundirnar. Elsku afi, megi guð geyma þig, og passa og hugga ömmu. Guðni Freyr, Kristbjörn Snær, Bjarni Rúnar, Sigurjón Tryggvi og Jóhann Atli. Fallinn er frá bóndinn og heiðurs- maðurinn Kristmundur Jóhannes- son, frá Giljalandi. Kynni okkar eru ekki gömul, það var hans frábæra kona Sigríður Bjarnadóttir sem kom þeim á. Þá tvo vetur sem ég fór og vann á heilsugæslunni í Búðardal var mér alltaf boðið í kaffi á heimili þeirra eftir vinnu. Eitt og annað var þá rætt, margs spurt og um margt fræðst. Kristmundur var fróður, les- inn og fylgdist vel með. Hafði gaman af fólki, ættum þess og bjástri. Tók vel eftir, grúskaði og setti á minnið. Hann minnti mig á þá tíð þegar frétt- ir bárust með fólki, ekki á öldum ljós- vakans. Enda kunni hann líka marg- ar góðar kímnisögur af mönnum og konum sem gaman var að heyra hann segja frá. En fyrst og síðast var hann bóndi og finnst mér sem þessar vísur úr kvæði eftir Hugrúnu lýsi vel ævistarfi þessa horfna bónda, er unni skepnum, landinu og fólkinu sem þar býr. Og vorið er komið með gróandans gjöf, glaðlyndir fuglarnir sunnan um höf, þá nýgiftu hjónin þau byrja að búa, með bjargfastri lífsorku á jörðina trúa. Örstutt þó verður oft einyrkjans nótt, hver annsríkisdagurinn líður svo fljótt. Þúfunum fækkar með fullhugans dáð, með fangbrögðum kænskunnar herfað og sáð, stungið og mokað og mulið og þakið. Má hann ei gugna, þótt verki’ hann í bakið. Enn bíða verkefnin víðtæk og mörg, þótt vel hafi ræst úr með heimilisbjörg. Árin þau líða með gleði og grát, hinn gráhærði leggur ei árar í bát, hann vinnuna stundar um árstíðir allar, árvakur líka þá deginum hallar. Í vetrarins hamförum berst hann sem björn, en bót er, að nú á hann efnileg börn. Þekkir þú einstaklings þroska og braut? Þekkir þú dalbóndans sigur og þraut? Hefirðu séð, hvernig gróðurinn grætur af gleði og þakklæti um hásumarnætur? Fellur um einyrkjans enni og brár eitthvað, sem líkist þér regnskúratár. (Hugrún.) Elsku Silla. Votta þér og þínum mína dýpstu samúð. Birna. Það er stutt síðan ég fékk símtal frá Kristmundi. Hann var að biðja mig um að koma og heimsækja sig vestur í Búðardal en það hafði staðið til í nokkurn tíma. Samtalið þróaðist skjótt eins og ávallt þegar rætt var við Kristmund yfir í að ræða landsins og heimsins gagn og nauðsynjar. Þannig voru flest okkar samtöl í gegn um árin. Var með ólíkindum hversu vel Kristmundur var heima í öllum málum og fylgdist vel með stefnum og straumum. Til viðbótar vitneskjunni komu svo einnig leit- andi og gagnrýnar spurningar og skoðanir. Málefnin sem Kristmund- ur gat velt upp voru óteljandi. Ávallt þegar eitt hafði verið rætt til nokk- urrar hlítar velti hann upp nýju og nýju og nýju. Gátu umræður staðið langt fram eftir nóttu. Kristmundur var félagslyndur maður, mikill sauðfjárbóndi og mað- ur samvinnu. Hann valdist til setu í stjórnum og til að sinna trúnaðar- störfum. Kristmundur stundaði kennslustörf á yngri árum. Í raun og veru var hver samverustund með Kristmundi kennslustund því miklu fróðari fór maður af hans fundi en þegar á var mætt. Mín fyrsta minning um Kristmund var þegar ég kom með föður mínum Pétri Guðjónssyni árið 1963 í fyrsta sinn að heimili Kristmundar að Gilja- landi í Haukadal. Var okkur fyrst boðið til stofu í veitingar og vinskap en síðan fórum við fram á Hauka- dalsskarð og á fjöllin þar um kring. Í kjölfar þessarar heimsóknar þróað- ist mikil og sterk vinátta milli Krist- mundar og föður míns. Ávallt síðan hefur þetta tvennt, vinskapurinn og fjöllin, verið það aðdráttarafl sem stýrt hefur okkar ferðum á fund Kristmundar og fjölskyldu hans að Giljalandi. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði – hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (Matthías Jochumsson.) Ég kveð góðan vin með trega og færi fjölskyldu hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurjón Pétursson. Það er oft þungbúið að sjá inn eftir Haukadal í Dölum vestur. Ræður því Geldingafellið, sem rís snarbratt innst í dalnum og er á mörkum Dala og Stranda. Þar uppi er misviðra- samt og þokusælt, enda stutt í Hrútafjörðinn og Holtavörðuheið- ina. Undir þessu fjalli er jörðin Gilja- land, sem um árabil hefur verið innsta jörð í byggð í Haukadalnum. Þar bjó síðastur sjálfseignabænda Kristmundur Jóhannesson ásamt konu sinni Sigríði Bjarnadóttur og þarna fæddust og ólust upp hjá þeim börn þeirra þrjú, Bjarni, Hallur og Sigurbjörg. Fyrir átti Sigríður dótt- urina Jóhönnu, sem einnig ólst upp á bænum frá því Sigríður flutti þangað 8. nóvember 1966. Því fylgdi oft eftirvænting og til- hlökkun, er ekið var inn Haukadal- inn. Í fyrstu snerust þessar kenndir einkum um rjúpuna í fjallinu, en eftir því sem árin liðu fóru rjúpurnar að skipta minna máli, en samverustund- irnar við Kristmund og Sigríði fengu meira vægi. Má segja að undir það síðasta hafi þau hjón verið komin með vinninginn, því eftir rjúpnafrið- un var eftir sem áður farið í rjúpu, en nú án veiðitóla. Dugði að telja rjúp- urnar á þakinu á bílskúrnum hjá Kristmundi niðri í Búðardal milli þess að þjóðmálin voru krufin. Kristmundur var mikill samræðu- snillingur svo leitun var að hans jafn- oka. Hann fylgdist með dægurmál- um og hafði gaman af að kafa ofan í þau og kryfja til mergjar. Hann var stálminnugur og vel lesinn, bæði á fornar sagnir og nýjar. Mikla trú hafði hann á andlegu atgervi for- feðra vorra og var ekki í minnsta vafa um að lögsögumaður á hverjum tíma hefði kunnað lögbókina utan að og allar sagnir verið í munnlegri geymd. Talsverðar áhyggjur hafði hann af framtíð íslensk þjóðernis og hikaði ekki við að tjá sig um þá hluti, sem meirihluti manna þorir ekki lengur. Þau hjón fluttu þann 7. nóvember 1999 niður í Búðardal og var það 33 árum eftir að Sigríður kom fyrst að Giljalandi. Fyrst tók sonur þeirra Bjarni við búskap á jörðinni, en síðar venjulegir leiguliðar. Gætti Krist- mundur þess er hann ritaði ábúðar- samninga að ákveðin kvöð væri skil- merkilega skráð í viðkomandi samning um rjúpnaveiði okkar veiði- félaganna á jörðinni eins og verið hafði. Þannig sýndi hann í verki vin- áttu og tryggð, sem eftirminnileg er. Eitt af því sem Kristmundur tók sér fyrir hendur eftir að hann brá búi var að starfa við víkingabæinn Ei- ríksstaði. Klæddist hann þar serk í líkingu við það sem betri bændur klæddust á víkingaöld. Fór honum þetta vel þótt ekki væri hann byggð- ur eins og lýst er í Laxdælu um vaxtalag Hrúts Herjólfssonar og þeirra kappa, sem urðu stafnbúar á langskipum. Má frekar ætla að Kristmundur hafi um líkamslag frekar líkst þeim, sem hægar fóru, beittu vitsmunum og skynsemi frek- ar ofurkappi og báru sáttarorð milli manna. Verður mér helst hugsað til Njáls á Bergþórshvoli í þessu sam- bandi. Allavega var Kristmundur jafnskegglaus og honum var lýst og örugglega mannasættir. Man ég ekki til þess að hann hafi sagt hnjóðsyrði um nokkurn mann og ekki held ég að hann hafi aflað sér óvildarmanna. Þeir sem komnir eru á miðjan ald- ur hafa á einhvern hátt raðað sam- ferðamönnum sínum eftir mikilvægi. Kristmundur var hjá mér búinn að vera lengi mikilvægur og þegar menn hafa þann sess í lífi einhvers krefst það reglulegra endurfunda. Síðustu stundir okkar saman voru viku fyrir andlátið og átti ég ekki þá von á að leiðir væri að skilja, svo hress og glaðvær var þessi vinur minn þá. Hann fékk sér vel af bakk- elsi, rjóma og sykri, sem hann sagði eiginlega vera bannvöru þar sem hann hreyfði sig lítið. Reyndar sagð- ist hann varla hreyfa sig meir en það sem hvern dag þyrfti til að leita að gleraugunum sínum. Ég held að Kristmundur sjálfur hafi fundið á sér að farið var styttast hjá honum. Má ráða það af ýmsu. Nú er þessu lokið og ekki annað eftir en að þakka þá góðu samferð, sem við áttum. Ólafur Sigurgeirsson. Ekki eru mörg ár síðan ég átti því láni að fagna að kynnast Kristmundi Jóhannessyni. Þau kynni sýndu mér að þar fór traustur maður, framsýnn og bar hag samfélagsins fyrir brjósti. Þó kynni okkar hafi ekki ver- ið löng myndaðist á milli okkar gagn- kvæmt traust. Það traust hefur reynst mér mikils virði á umbrota- tímum í sveitarfélagi okkar. Krist- mundur hafði mikla framsýni og trú á sínu byggðalagi. Okkar skoðanir fóru saman um það, að þar sem er at- vinna og þar sem hægt er að skapa störf, þar er og verður fólk. Til að byggja upp sterkt samfélag er það grundvöllurinn. Í krefjandi starfi er mikilvægt að eignast vin og kunningja sem hægt er að leita til og ræða málin við. Mann sem hlustar á og kemur síðan fram með sín sjónarmið eins og leið- beinandi. Þannig vinur og kunningi reyndist Kristmundur mér. Mörg voru málin, sem við ræddum. Upp- byggingin í Haukadal, sumarbú- staðabyggð á Laugum í Sælingsdal, ferðaþjónustan og margt, margt fleira. Kristmundur hafði skoðanir og var leiðandi, sem gamall kennari. Eitt af þeim málum, sem Krist- mundur sýndi mikinn áhuga, var endurbygging og uppbygging slátur- hússins í Búðardal. Um það mál hafa verið skiptar skoðanir. Í því máli reyndist hann mikill hvatningarmað- ur. Kristmundur sá ekki bara störfin sem sköpuðust heldur mikilvægi þess að í þorpinu, Búðardal, væru öflug og stöndug fyrirtæki. Slík fyr- irtæki yrðu til þess að efla samfélag- ið til framtíðar. Kristmundur vildi fylgjast með og það gerði hann alveg fram til þess síðasta. Á okkar síðasta fundi var gefin stutt skýrsla um stöðu mála, sem átti að ræða frekar á okkar næsta fundi, sem ekki varð. Kæra Sigríður. Kynnin við ykkur hjón hafa verið mér mikils virði. Ég votta þér og fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðri stundu. Haraldur L. Haraldsson. KRISTMUNDUR JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.