Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hjörtur er látinn. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst. Hjörtur var mörgum góðum hæfileikum búinn. Hann var vel gefinn, listfengur og músíkalskur en hann átti einnig við ýmsa erfiðleika að stríða sem hann tókst á við af mikilli karlmennsku. Hann er okkur mikill harmdauði og mun ávallt lifa í minningunni sem góður, vel innrættur drengur. Blessuð sé minning hans. Foreldrar. HJÖRTUR SVEINSSON ✝ Hjörtur Sveins-son fæddist 21. september 1981. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Hjartar eru Sveinn Sveinbjörns- son og Margrét Samúelsdóttir. Bræður hans eru Sveinbjörn Sveins- son og Grétar Már Sveinsson. Dóttir Sveinbjörns er Ragnheiður Eva. Hjörtur ólst upp í foreldrahúsum í Kópavogi og gekk þar í grunnskóla. Hjörtur verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku bróðir minn hann Hjörtur er lát- inn. Líf þitt var aldrei beinn og breiður veg- ur heldur frekar grýttur fjallabaksveg- ur með stöku malbik- uðum kafla. Ég dáðist alltaf að þér elsku kallinn minn, hvernig þú tókst á vanda- málum þínum og varst stöðugt að leita leiða til að vinna bug á því meini er hrjáði þig, allt frá því að þú varst lítill polli. Ég mun sakna þess að rökræða við þig um hina og þessa hluti, allt frá tilgangi lífsins til ómerkilegra hversdagshluta. Þú hafðir svo sterka skoðun á öllum hlutum. Uppátækjum þínum voru engin takmörk sett. Ég minnist þess er þú varst kannski 14 ára og vaktir alla á heimilinu klukkan sex um morgun- inn, en þá hafðir þú eytt allri nótt- unni í að elda sauðalæri sem þú hafðir fengið gefins. Ennfremur minnist ég þess er þú komst heim úr lýðskóla í Danmörku með geisladisk í farteskinu sem allir voru svo stoltir af. Það að nú sértu farinn er svo Himnasólin bjarta, blíða brosir milt á glugganum. Hún er skærasta ljósið lýða, ljós, er eyðir skugganum. Brosmild vermir blómið smáa, bræðir niður klakahjúp. Roðar gulli hnjúka háa, himingeim og sjávardjúp. Þú ert valdið æðsta af öllu eldheit drottning þessa lands. Dýrðarljós frá himinhöllu, helgiboði frelsarans. (Magnús Sigurðsson.) Elsku Máni, við þökkum þér fyrir þann stutta en dýrmæta tíma sem við áttum með þér og geymum ótal marg- ar minningar um þig í hjörtum okkar. Pabbi og mamma. Meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að og sorgin gleymir engum. Það fengum við ástvinir Mána að reyna 7. ágúst síðastliðinn er klippt var skyndilega á lífsþráð hans í sorg- legu slysi. Tæpra 17 ára, fullur af lífs- orku og framtíðarvonum, sem við for- eldrar og nánustu ættingjar deildum með honum og hlökkuðum til að fylgj- ast með. Elsku Máni, lífið er svo MÁNI MAGNÚSSON ✝ Máni Magnús-son fæddist í Reykjavík 2. nóvem- ber 1988. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bryndís Héðinsdótt- ir og Magnús Sigur- geirsson. Foreldrar Bryndísar eru Héð- inn Hermóðsson ættaður frá Reyðar- firði og Hólmfríður Jónsdóttir ættuð úr Fljótum í Skaga- firði. Foreldrar Magnúsar voru Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir ljósmóðir, d. 3.2. 1974, ættuð úr Reykhólasveit og Sigurgeir Tómasson bóndi, d. 8.11. 1993, ættaður úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu á Mávavatni á Reykhólum. Systkini Bryndísar eru sjö og bræður Magnúsar eru þrír. Máni á tvö systkini, Sigmund, f. 1984, og Dísu Ragnheiði, f. 1992. Útför Mána fer fram frá Hjalla- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hverfult og lánið valt en þú varst hamingju- samur unglingur, áttir góða að og varst vin- margur. Við nafni þinn Máni Sigurjónsson átt- um ótal yndislegar stundir saman með þér og hlökkuðum ávallt til komu þinnar. Gott var ef frænka átti eitthvað í svanginn og svo var spjallað saman um heima og geima. Máni tók líka að sér að leið- beina nafna sínum um tölvunotkun og tókst með þeim góð samvinna um það. Síðan barst oft tölvupóstur og samskipti þar. Við eig- um eftir að sakna mikið tíðra heim- sókna og að heyra ekki allt í einu mót- orhjól bruna í hlað, lagt var á bak við hús og síðan birtist ungi maðurinn í sinni múnderingu, sem skilin var eftir í þvottahúsinu áður en komið var í eldhúsið sem mest var setið í. Máni var oft á Reykhólum bæði með for- eldrum sínum og á meðan afa hans naut við en þeir voru talsvert skap- líkir og áttu vel saman, gælunafn afa hans var „Höfðinginn minn“. Sú er trú mín að afi hans og amma hafi fengið að halda utan um hann við vistaskiptin. Máni elskaði að hjóla, fyrst voru það reiðhjól en síðan tóku öllu hrað- skreiðari og kraftmeiri farartæki við. Hann var mjög laginn við að halda sínum hjólum í lagi, gera við og laga, átti þá góða að þar sem faðir hans, bróðir og móðurbróðir leiðbeindu og réttu hönd ef með þurfti. Það var stutt í bílpróf, mikið rædd mál, spek- úlerað og bílar skoðaðir. Í sumar vann hann í Þörungaverk- smiðjunni á Reykhólum. Var hann vel liðinn í vinnu, stundvís og reglusam- ur. Þar áttum við líka góðan tíma saman og erum við mjög þakklát fyrir það og alla aðra tíma með honum sem eru margir því kynni okkar hófust við fæðingu þegar ég tók á móti honum, hélt honum undir skírn og passaði á góðum stundum. Í haust beið kokka- námið í Menntaskólanum í Kópavogi og hlakkaði öll fjölskyldan til. Máni hafði mjög gaman af veiðiskap og byrjaði snemma að veiða. Á ferðalög- um með fjölskyldu sinni þurfti oft að stoppa þar sem hægt var að renna fyrir fisk, þó urðu Reykhólar aðal- veiðistaður bæði Langavatn og þó sérstaklega Grundarvatn en þangað fórum við Máni minn margar góðar ✝ Brynjúlfur Sig-urðsson fæddist á Starmýri í Álfta- firði eystra 31. ágúst 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 4. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir húsmóðir og verkakona, f. á Rannveigarstöðum í Álftafirði eystra, 20.12. 1885, d. 2.10. 1975, og Sigurður Brynjólfsson, bóndi og verkamað- ur, f. á Geithellum í sömu sveit, f. 5.10. 1882 , d. 24.8. 1937. Bræður Brynjúlfs voru Jón, f. 1.9. 1915, d. 19.3. 1987, kvæntur Jónínu Jóns- dóttur frá Tóvegg í Kelduhverfi, f. 4.4. 1918, d. júní 1998, og Hjörtur, f. 9.10. 1916, d. 21.1. 1938. Sigurður og Kristín tóku í fóstur litla stúlku, Lilju, sem lést tveggja ára. Brynjúlfur kvæntist 8. ágúst 1943 Ingiríði Árnadóttur húsmóður og verkakonu, f. á Bakka á Kópa- skeri 19.1. 1918. Hún er ein 12 systkina frá Bakka á Kópaskeri, dóttir hjónanna Ástfríðar Árna- dóttur, f. 4.12. 1881, d. 5.7. 1960, og Árna Ingimundarsonar, f. 25.10. 1874, d. 3.6. 1951. Börn Brynjúlfs og Ingiríðar eru: 1) Ragnheiður Regína mjólkurfræðingur, f. 17.12. 1943, maki Jón M. Óskarsson raf- vélavirki og sjómaður. Börn þeirra eru: A) Inga Bryndís námsmaður, f. 10.2. 1964, maki Birgir Örn Arn- arson, f. 16.5. 1961, börn þeirra Jónatan, f. 1992, og Bryndís Stella, f. 1996. B) Brynjúlfur Jónsson, f. 14.2. 1965, maki Inga Dóra Stein- þórsdóttir, f. 18.6. 1964. Dóttir Ingu Dóru er Elísabet Rut Heimisdóttir, f. 1984. Börn Brynjúlfs og Ingu Dóru eru Jón Már, f. 1990, Ragn- Hann hugði á nám í dýralækning- um í Noregi en af því varð ekki vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Að námi loknu á Hvanneyri hóf hann störf hjá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga á Kópaskeri. Hann keypti sér dráttarvél árið 1945 og stundaði með henni vinnu fyrir bændur í sveitum við Öxarfjörð. Á þessum tíma kynntist hann Ingiríði, þau hófu sinn búskap á Bakka, fluttust síðan að Sigurðarstöðum á Sléttu þar sem þau bjuggu í nokkur ár áður en þau byggðu nýbýlið Brúnir út úr Sigurðarstöðum. Á Brúnum ráku þau sauðfjárbú á ár- unum 1954–1964 en þá brugðu þau búi og fluttu aftur til Kópaskers, nú með aðsetur í barnaskóla Núpa- sveitar. Brynjúlfur hóf verslunarstörf við Kaupfélag N-Þingeyinga og vann þar allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann vann á vetrum hlutastarf við gæslu á heimavist barnaskólans og aðstoð- aði nemendur við heimanám. Árið 1973 fluttu Brynjúlfur og kona hans í nýbyggt hús á Kópaskeri þar sem hann átti heima til dauðadags. Brynjúlfur var meðhjálpari í Snart- arstaðakirkju í 40 ár auk þess að syngja með kirkukórnum og fleiri kórum. Hann hafði góða söngrödd sem hann hélt allt fram á síðustu ár og hafði mikið yndi af söng. Hann átti auðvelt með að yrkja og eftir hann liggur mikið safn ljóða sem hann gaf þó aldrei út. Þá skrifaði hann einnig fjölda greina um menn og málefni sem birst hafa í blöðum, bókum og tímaritum. Brynjúlfur spilað á harmóniku og lék oft fyrir dansi á skemmtunum sem haldnar voru á Sléttu meðan þar var byggð í blóma. Brynjúlfur var einlægur náttúruunnandi og veiðimennska var honum í blóð borin. Hann var refaskytta til fjölda ára, sat í stjórn Verkalýðsfélags Presthólahrepps og í stjórn Félags aldraðra á Kópa- skeri. Útför Brynjúlfs fer fram frá Snartarstaðakirkju á Kópaskeri í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heiður Ásta, f. 1993 og Ástþór Vilmar, f. 2002. 2) Hulda Krist- ín, leiðbeinandi á leik- skóla, f. 13.1. 1946. Var gift Þresti Helga- syni kennara, f. 20.9. 1946, d. 25.7. 2004. Sonur Huldu, Úlfur Ingi Jónsson lyfja- fræðingur, f. 29.6. 1969, sambýliskona Marta Rúnarsdóttir, f. 1969. Börn Huldu og Þrastar eru Drífa Kristín sagn/listfræð- ingur, f. 2.6. 1976, sambýlismaður Karl Óskar Ólafsson, f. 1975, og Heiðar Þór eðlisfræðingur, f. 10.7. 1979. 3) Sigurður yfirlögreglu- þjónn/kennari, f. 18.7. 1954, maki Anna María Karlsdóttir bankamað- ur, f. 3.10. 1954. Börn þeirra eru: A) Herdís Þuríður, MA í íslensku, f. 7.7. 1976, maki Óli Halldórsson um- hverfisfræðingur, f. 1975, börn þeirra eru Halldór Tumi, f. 2001, og Elín Anna, f. 2003. B) Brynjúlfur lögreglumaður, f. 19.4. 1978, sam- býliskona Helga Björg Pálmadótt- ir, f. 1981. Dóttir Brynjúlfs er Emelíana, f. 1999. C) Karl Hannes námsmaður, f. 12.9. 1986. Brynjúlfur fæddist á Starmýri í Álftafirði eystra og átti þar heima til átta ára aldurs er foreldrar hans fluttust til Neskaupstaðar, en þar átti hann heima til þrettán ára ald- urs. Næst lá leið að Sigurðarstöð- um á Melrakkasléttu þar sem faðir hans gerðist bústjóri á búi sr. Hall- dórs, þáverandi prests í Presthól- um. Brynjúlfur vann við landbún- aðarstörf á Sigurðarstöðum og á Blikalóni, einnig í Borgarfirði vestra á námsárum sínum þar. Brynjúlfur gekk í barnaskóla í Nes- kaupstað og búfræðinámi lauk hann frá Hvanneyri árið 1941. Nú hefur afi Brynjúlfur ort sitt síð- asta kvæði. Ferðir hans á Skódanum austur á Sléttu verða ekki fleiri og enginn situr lengur í brúna hæginda- stólnum heima í Roðafelli. Við systk- inin eigum margar ljúfar minningar um afa Brynjúlf. Hann gaf okkur svo margt og kenndi okkur svo mikið. Það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp við sögur af álfum og huldufólki, fróðleik um byggð og náttúrufar Norðausturlands og frásagnir af lifn- aðarháttum fyrri tíma. Afi var mikið fyrir kveðskap. Hann kunni hafsjó af alls kyns kvæðum og hafði yndi af að fara með þau fyrir okkur. Á yngri ár- um fórum við oft hjá okkur þegar hann þuldi heilu vísnabálkana yfir okkur með byljandi röddu en með aldrinum lærðum við að meta þetta og dást að þekkingu hans. Sérstaklega kunnum við að meta kvæðin sem hann orti sjálfur en hann var mjög hagmæltur og iðinn við að yrkja. Afi var mikið náttúrubarn og kunni best við sig utandyra. Þegar við kom- um í heimsókn austur á Kópasker var amma gjarnan ein heima en afi í berjamó, á grenjum eða farinn í gönguferð upp á einhverja heiðina á Sléttu. Langt fram á níræðisaldur mátti á haustin sjá í iljarnar á honum uppi í Snartarstaðanúpi með berja- krukku í hendi, alveg heiðbláan um munninn. Afi var stoltur af sínu fólki og hann stóð þétt við hlið þess, hvort sem vind- urinn var í bakið eða fangið. Það var gott að leita til hans um ráð og álit og því var hægt að treysta að úrlausnir hans voru uppörvandi. Afi var vinmargur enda var hann afar jákvæður og bjartsýnn að eðl- isfari. Þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsi síðastliðinn vetur heyrð- ist hann aldrei kvarta yfir ástandi sínu heldur fór hann mikinn um ljúf- mennsku starfsfólksins og bragð- gæði matarins. Það er margt hægt að læra af afa Brynjúlfi og við systkinin erum innilega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að verja með honum. Okkur finnst viðeigandi að kveðja hann í hinsta sinn með vísu sem ort er í orðastað okkar allra. Ánægjustundirnar allar með þér mér æ munu lifa í minni. Þær kærleik og þakklæti kveikja hjá mér er kveð ég þig, afi, að sinni. Herdís Þ. Sigurðardóttir, Brynjúlfur Sigurðsson, Karl Hannes Sigurðsson. Þá er hann farinn, hann elsku afi. Það er erfitt að koma að því orðum hversu mikils virði hann var okkur og hversu mikið við munum sakna hans. Hann var sá besti afi sem hægt er að hugsa sér, alltaf svo kátur og glettinn, ástríkur og hlýr og áhugasamur um alla okkar hagi. Það var alltaf hægt að spjalla við hann um heima og geima og ævinlega mætti hann manni sem jafningja. Það sem maður minnist ekki síst þegar maður hugsar til afa er hversu innilega og einlæglega hann fagnaði manni alltaf þegar maður hitti hann. „Æ, komdu nú margbless- uð og sæl“, sagði hann, eða „æ, elsku kallinn“, um leið og hann kreisti okk- ur fast og klappaði á vanga okkar. Stundum átti hann það til að skæla sig glettnislega framan í mann eða gagga til manns eins og tófa og hlæja dátt þegar maður geiflaði sig á móti. Þeg- ar við komum sem börn til þeirra ömmu á Kópasker var það jafnan hans fyrsta verk að hlaupa niður í kaupfélag og ná í bláan ópal og kónga- brjóstsykur handa okkur. Svo fór hann með okkur í bíltúra og göngu- ferðir um Sléttuna, sem hann unni svo mikið, eða í berjamó upp í Snartar- staðanúp og sagði okkur hitt og þetta um lífið og náttúruna á þessum slóð- um. Það var þannig með afa, eins og allir vita sem þekktu hann, að þegar hann sagði frá eða fór með kvæði, hvort sem það var hans eigið eða eitt af þeim mörgu sem hann kunni utan- bókar, þá sátum við hugfangin og hlustuðum. Frásagnargáfa hans og orðkynngi vakti með manni bæði að- dáun og stolt. Stolt yfir að eiga svona magnaðan afa. Svo var hann líka ann- álaður söngmaður. Öll jólin sem þau amma eyddu hjá okkur í Kópavogin- um, áður en allt breyttist, eru okkur systkinunum ógleymanleg. Þegar afi tók undir í jólalögunum og sálmunum í útvarpinu á aðfangadag og söng- röddin hans bjarta hljómaði um húsið, komust allir í hátíðarskap. Það sem okkur er nú efst í huga er þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem afi kenndi okkur og gaf og þakklæti fyrir að fá að þekkja hann og hafa í lífi okkar svona lengi. Drífa Kristín, Heiðar Þór og Úlfur Ingi. Ég sem barn fékk marga sumarvist hjá afa og ömmu á Kópaskeri. Þá fékk ég að fara með móðurbræðrum mín- um um nærsveitir. Í Sléttuferðum sá ég fyrst þennan ágæta dreng, Brynj- úlf, hljóðlátan, hógværan mann. Ég komst að því seinna, að hann var mjög snjall á harmonikku og iðkuðu þeir bræður, Hjörtur og Brynjúlfur, þetta allmikið. Hagorður var hann með ágætum. Flugu oft vísur okkar á milli. Svo þróaðist ástarlíf þar nyrðra, að Brynjúlfur fékk móðursystur mína, Ingigerði, sem eiginkonu. Þau reistu sér bú í útjaðri Sigurðarstaða á Sléttu, Brúnir. Þar eignuðust þau börnin, Ragn- heiði, Huldu og Sigurð. Öll afar vel gerð börn og mannvænleg. Björn, sonur minn, var svo sæll að fá að vera á Brúnum og njóta lífsins undir hand- arjaðri Ídu og Brynka. Nú seinni ár, eftir að hafa misst foreldra mína, þá fann ég ættarstuðninginn frá Ídu og Brynka. Mörg símtöl átti ég við þau um áraraðir. Dáðist ég mjög að hve vel Brynjúlfur náði sér eftir öll þau áföll er á honum dundu. Þar kom best fram hve sálarstyrkur hans var mik- ill. Allt sem okkur fór á milli gaf mér ætíð betra mat á hans stórbrotnu manngerð. Aldrei heyrði ég hnjóðs- yrði í annars manns garð frá honum. Frænka, ég þakka þér að veita mér þá ánægju að kynnast þessu vamm- lausa náttúrubarni, Brynjúlfi. Brynjúlfur, ég kveð þig með þess- um orðum: Þakka ég þér kvæðamaður þola rausið auma mitt. Frá þér fer ég kátur glaður. Fagurt þakka orðið þitt. Sértu allra sælastur. Árni Einarsson. BRYNJÚLFUR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.