Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Grettir Björns-
son harmoniku-
leikari fæddist á
Bjargi í Miðfirði 2.
maí 1931. Hann lést
á blóðlækningadeild
Landspítala ? há-
skólasjúkrahúsi 20.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Margrét Jón-
ína Karlsdóttir, f.
1893, d. 1991, og
Björn Jónsson,
bóndi á Torfastöð-
um í Miðfirði, f.
1905, d. 1982. Fósturfaðir Grettis
var Arinbjörn Árnason, f. 1904, d.
1999. Systkini Grettis eru Anna
Axelsdóttir, f. 1918, Karl Jóhann-
es Axelsson, f. 1920, d. 1943, Páll
Axelsson f. 1922, d. 1988, Sigur-
geir Axelsson, f. 1926, d. 2001,
Árni Arinbjarnarson, f. 1934, Jón
Gunnar Björnsson, f. 1950, Marinó
Björnsson, f. 1951, Sigurður Ingvi
Björnsson, f. 1954, og Árni Björns-
son, f. 1960.
Grettir kvæntist 1. janúar 1952
Ernu S. Geirsdóttur, f. í Reykjavík
10. maí 1934. Foreldrar hennar
voru Geir Jón Helgason lögreglu-
þjónn, f. 1908, d. 1984, og Regína
Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1909,
d. 1987. Börn Grettis og Ernu eru;
1) Geir Jón, f. 8. febrúar 1951. Eig-
inkona hans er Bertha Kristín
hennar var Karl Gottlieb Senstius
Benediktsson, f. 1. júlí 1933. Þau
skildu. Dóttir þeirra er Rakel, f. 5.
ágúst 1984. 3) Regína Erna, f. 18.
maí 1957. Eiginmaður hennar er
Klaus Nielsen, f. 16. júní 1955.
Börn þeirra eru Fenja, f. 6. mars
1989, Júlíus, f. 26. september 1993
og Emma, f. 16. nóvember 1995. 4)
Grettir, f. 6. maí 1958. Eiginkona
hans er Jenný Stefanía Jensdóttir,
f. 15. desember 1958. Börn þeirra
eru Jens, f. 3. júlí 1976 og Íris Rut,
f. 8. desember 1990.
Grettir ólst upp hjá móður sinni,
á Bjargi fyrstu 2 árin. Árið 1933
giftist Margrét Arinbirni Árna-
syni, frá Neðri-Fitjum. Ári síðar
flytjast þau til Hafnarfjarðar og
síðar til Reykjavíkur. Grettir lauk
gagnfræðaskólanámi. Þar að auki
stundaði hann klarinettunám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík og
harmónikunám í einkatímum.
Hann fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til Kanada árið 1952. Eftir
níu ára búsetu þar fluttist hann
heim til Íslands ásamt konu sinni
og fjórum börnum. Grettir hefur
alla tíð unnið sem harmónikuleik-
ari, við hljómsveitarstörf og harm-
ónikukennslu. Einnig hefur hann
spilað inn á allmargar hljómplötur
og samið harmónikulög og unnið
til margra verðlauna. Grettir hef-
ur m.a. verið kjörinn heiðursfélagi
Félags harmónikuunnenda í
Reykjavík. Grettir var húsamálari
að mennt og vann við þá iðngrein
alla tíð ásamt spilamennskunni.
Útför Grettis fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Jónsdóttir, f. 9. októ-
ber 1952. Börn
þeirra eru a) Erna
Margrét, f. 12. ágúst
1975. Eiginmaður
hennar er Hjalti Þór-
arinsson, f. 29. jan-
úar 1975. Börn
þeirra eru Andrea
Ósk, f. 13. mars 2000,
og Þórarinn Orri, f.
11. janúar 2004. b)
Orri, f. 15. október
1977, unnusta Lilja
Guðrún Liljarsdóttir,
f. 24. mars 1986. c)
Geir Jón, f. 22. janúar 1984, d)
Kristín Eva, f. 17. okt. 1988. Áður
átti Geir Jón son, Svein Þóri, f. 19.
október 1971. Móðir Sveins Þóris
er Lísbet Sveinsdóttir, f. 10. októ-
ber 1952. Sonur Sveins Þóris og
Margrétar Ragnarsdóttur er
Ragnar Steinn, f. 1. april 1996.
Börn Sveins Þóris og Sveinbjarg-
ar Þórhallsdóttur eru Diljá, f. 3.
apríl 1999 og Lísbet, f. 21. febrúar
2002. Unnusta Sveins Þóris er
Tinna Hrafnsdóttir, f. 25. ágúst
1975. 2) Margrét, f. 8. janúar 1955.
Fyrri eiginmaður hennar var
Kjartan Örn Sigurðsson, f. 26.
mars 1953. Þau skildu. Börn
þeirra eru Grettir, f. 3. júní 1973,
unnusta Wenche Follaug, f. 11.
janúar 1970, og Sigurður, f. 31.
mars 1978. Seinni eiginmaður
Mín fyrstu kynni af Gretti og hans
fjölskyldu var þegar ég kom inn á
heimili þeirra og heyrði tengda-
mömmu ávarpa manninn sinn
?Björnsson? eða ?Pabbi? og hann á
móti sagði ?Mammí? eins og börnin
segja við mömmu sína í Kanada.
(Seinna lærði ég heilmargt um Kan-
ada.) Það leyndi sér ekki að á þessu
heimili ríkti sterkt og skemmtilegt
fjölskyldusamband. Ég hafði aldrei
kynnst manni sem var svo spurull og
mér leið eins og ég væri sérstök í
hans augum. Hann fylgdist með öllu.
Og þegar börnin okkar hjónanna litu
síðan dagsins ljós hvert af öðru hafði
hann yndi að vita út í smáatriði um
hagi þeirra. ?Bjargsættin?, sagði
hann stoltur ef hann kom auga á eitt-
hvað í fari barnsins sem honum lík-
aði. ?Nei,? þrætti amman á móti og
sagði að barnið fengi þetta frá sinni
fjölskyldu. Grettir var síhamingju-
samur með sín sérstöku hljóð og
orðatiltæki sem komu öllum til að
brosa og skilja hvað hann átti við ?
en er svo erfitt að koma á prent. Má
e.t.v. segja að hann hafi verið lífs-
skemmtikraftur sem naut hverrar
stundar. Menn fengu sérstök heiti
eins og Gíjón (Geir Jón) eða Karrí
(Kjartan Sigurðsson). Hestarnir
fengu nöfn eins og ?Frúarhesturinn?
eða ?Trippalingurinn?. Meira að
segja ákveðin leið að Urðarbakkan-
um sem fékk heitið ?Grettisleið? því
Grettir sonur hans valdi alltaf að
fara þá leið. Og svo var minnisstæð
brú sem fékk heitið ?Geirsbrú? en
við skulum ekki fara út í þá sálma!
Það var fallegt að fylgjast með sam-
bandi þeirra hjóna og það alveg til
hinstu stundar hvernig tengda-
mamma var hjá honum öllum stund-
um. Og þau fáu augnablik sem hún
var ekki hjá honum vildi hann fá að-
stoð við að hringja í hana og heyra
röddina hennar ? eitthvað sem virt-
ist vera meira virði en öll veraldleg
gæði.
Það var gaman að gefa honum að
borða. Kökurnar mínar vöktu sér-
staklega gleði hjá honum. Í fjöl-
skylduboðum var hann alltaf fús að
taka upp nikkuna og veita gleði og
hafði sérstaka eiginleika að vita
hvernig hægt væri að koma öllum í
rétt skap. Sjálfur naut hann hverrar
stundar.
Ég vil þakka þér, Grettir, fyrir
lagið sem þú tókst óvænt í brúðkaupi
okkar Geirs Jóns, ?Love me tender?.
Þú endurtókst það aftur 25 árum síð-
ar þegar þú birtist óvænt í Lækj-
arbrekkunni þegar við héldum upp á
silfurbrúðkaupið okkar ? við mikinn
fögnuð allra túristanna í salnum.
Þegar við fengum bústað á leigu
léstu þig aldrei vanta að kíkja og þá
auðvitað með nikkuna við mikinn
fögnuð annarra í bústöðunum í kring
sem nutu góðs af. Minningin þegar
við í síðasta skiptið sem við fórum út
að borða á Lækjarbrekkunni verður
minnisstæð þegar þú fékkst þér
humarsúpuna, stóðst upp og varst
kominn inn í eldhús að ræða við
starfsfólkið í eldhúsinu baksviðs.
Grettir, ég þakka fyrir stundirnar
á Iðu, Þingvöllum og víða annars
staðar ásamt góða veðrinu sem virt-
ist alltaf fylgja þér. Það var svo gam-
an sjá hvernig þú naust lífsins. Topp-
urinn voru jólin á Urðarbakkanum.
Þau verða óhugsandi án þín. Hug-
ulsemi þín lýsti sér best þegar á dán-
arbeðinum og léstu Geir Jón mann-
inn minn ekki eyða of miklum tíma
uppi á spítala og vildir að hann drifi
sig heim til konu sinnar og fjöl-
skyldu. Ég vil þakka þau skipti sem
þú málaðir hjá okkur og varst snögg-
ur að því og yndislegt að fylgjast
með hversu faglegur þú varst á þínu
sviði. Ég mun sakna þinna líflegu
samræðna. Þú varst sannarlega
hrókur alls fagnaðar og það verður
tómlegt að heyra ekki fleiri sögur frá
þér. Þú varst gjöfull, Grettir, og ég
er þakklát fyrir það. Vonandi mun
Guð gefa að ég geti á einhvern hátt
endurgoldið þér.
Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, 
Bertha.
Þó kveðjustundin sé tregafull og
tárvot, þarf ekki að kafa djúpt í
minningarbrunninn til að finna
huggun í gáskafullri gleði og hlát-
urómum Húnvetningsins, heims-
borgarans og harmonikkusnillings-
ins, tengdaföður míns.
Velferð og umhyggja fyrir stór-
fjölskyldunni skipaði alltaf fyrsta og
síðasta sess í lífi hans. Áður en farið
var að vitja hrossa á sunnudags-
morgnum var hann iðulega búinn að
taka símapúls á allri fjölskyldunni,
og skipti þá ekki máli þó símtölin
næðu yfir heimsálfur og höf. Það var
gott að vakna eldsnemma á sunnu-
dagsmorgnum við skellihlátur og há-
værar sögur, þegar þeir feðgar og
nafnar skiptust á að segja hvor öðr-
um frá hversdagslegum hlutum sem
í meðfæddri sögusnilld beggja urðu
að bestu skopsögum sem kitluðu
hláturtaugarnar. Einlægur áhugi
fyrir velferð og hamingju allra fjöl-
skyldumeðlima var það sem skipti
mestu máli.
Þau hjónin Erna og Grettir ásamt
dóttur sinni Margréti voru ákafir
hestaunnendur og var hestamennsk-
an stunduð af mikilli ástríðu. Fyrir
okkur hjónin, sem á þessum árum
vorum aðallega upptekin af jökla-
ferðum voru það þvílík forréttindi að
vera boðið að taka þátt í hápunkti
hestasportsins, hestaferð um Löngu-
fjörur. Okkur leið eins og rjóma-
fleyturum, því undirbúningur og
skipulagning slíkra ferða tekur
marga mánuði og svo fengum við
bara að hoppa beint inn í rjómann.
Ekki var tekið annað í mál en að ég
fengi Frúarhestinn, þegar Grettir sá
hversu óttalegur viðvaningur ég var
í reiðmennsku.
Það var haldið inn í bjarta sum-
arnótt á háfjöru, og ægifagrar
Löngufjörur riðnar næstum því til
London. Seint um nóttina þegar hóp-
urinn kom í náttstað, ölvaður af nátt-
úrufegurð og einstakri upplifun, var
nikkan dregin fram og slegið upp
balli þar sem rællinn, skottísinn og
Sprett úr spori voru spiluð eins og
Gretti var einum lagið.
Það lá alltaf í loftinu að við hjónin
myndum fullnægja útþránni, feta í
fótsporin og flytjast vestur um haf til
borgarinnar fögru, Vancouver í Kan-
ada. Þó það kunni að hljóma fjar-
stæðukennt, höfum við trúlega aldr-
ei notið meiri og betri samveru-
stunda við ykkur, elsku Erna og
Grettir, en einmitt þessi 7 ár sem við
höfum dvalið hér í skjóli Kletta-
fjallanna. Erna er ein af 8 systkinum
sem sneri alfarin heim aftur til Ís-
lands 1960 og sú ákvörðun reyndist
síðar vera mín mesta gæfa í lífinu.
Þrisvar sinnum, um tveggja mánaða
skeið í senn, komuð þið til dvalar í
Grettisbæli á Skorsteinahæðum og
samstundis fylltist húsið af fjörugu
fólki, ættingjum og gömlum vinum,
sem alls ekki höfðu gleymt hjónun-
um glæsilegu og harmonikkusnill-
ingnum sem fyrir hálfri öld hreppti
fyrstu verðlaun í Musical festival í
B.C. Engin lýsingarorð á ég til að
lýsa þeirri sælutilfinningu sem 
hríslast um þegar ég rifja upp þessa
samveru við elskulega tengdafor-
eldra og það sem er enn betra að ég
veit með vissu að sú tilfinning er
gagnkvæm.
Gagnrýnislaust umburðarlyndi
Grettis og væntumþykja við barna-
börnin uppskar ást og virðingu,
fjörugs æskufólks. Grettir var ekki
gefinn fyrir að prédika, en hafði ein-
stakan hæfileika að koma til skila
leiðbeiningum og góðum ráðum.
?Hann afi er rosalega djúpur,? sagði
sonur okkar eitt sinn, er hann hafði
uppgötvað að stutt skoplegt tilsvar
afa fól í sér góð ráð og mikla lífsspeki
til handa ungum manni.
Elsku Grettir, ég vildi geta beðið
þig um eitt Tíco Tíco enn, flotta lagið
sem þú spilaðir alltaf fyrir mig af
mikilli innlifun, svo nikkan hristist
og skalf undir snilldartöktum fingra
þinna. Að leiðarlokum lofa ég því að
hlátrasköll og fyndnar sögur, munu
halda áfram að óma og létta okkur
lífið, þó undirleikinn vanti og skarðið
verði aldrei fyllt.
Úr djúpum míns hjarta þakka ég
þér fyrir alla samveruna og bið Guð
að blessa þig og varðveita minningu
þína.
Þín tengdadóttir 
Jenný Stefanía.
Það er ekki hægt að minnast afa
öðruvísi en með bros á vör.
Ein af mínum fyrstu minningum
af honum afa mínum er sú að við
frændsystkinin lágum í röð á stofu-
gólfinu heima hjá ömmu og afa. Afi
skreið á milli okkar og spurði:
,,Hvort viltu uppstroku eða niður-
stroku?? Ég heyrði það á ópunum og
hlátrinum í frændum mínum að nið-
urstrokan var skömminni skárri.
,,Niðurstroku? sagði ég hikandi en
jafnframt hlæjandi eins og þegar
einhver er alveg að fara að kitla
mann. Afi læsti stóru harmonikku-
höndunum sínum um andlitið á mér
og strauk þéttingsfast niður eftir
því, þannig að nefið á mér flattist út
til beggja hliða. Orri bróðir hafði val-
ið uppstroku og ég er ekki frá því að
nefið hans sé enn örlítið uppbrett.
Afi var skemmtilegur jólasveinn, í
orðsins fyllstu merkingu. Um jóla-
tímann ferðaðist hann á milli leik-
skóla í gervi jólasveins og spilaði á
,,nýju? fínu nikkuna sína. Þessa með
öllum gimsteinunum á. Eitt skiptið
fékk ég að fara með honum. Við vor-
um tveir bræður, Grýlusynir, og
heilluðum yngstu kynslóðina upp úr
skónum. Afi sat og spilaði öll
skemmtilegu jólalögin á meðan ég
söng hástöfum og gekk í kringum
jólatréð með krökkunum. Ég held að
þá hafi afi gert sér grein fyrir skorti
á sönghæfileikum hjá sonardóttur
sinni. Hann minnti mig aftur á þann
skort þegar ég bað hann um að spila
undir hjá mér í brúðkaupinu mínu.
Þrátt fyrir að honum hafi ekkert lit-
ist á blikuna gerði hann það sem ég
bað um. Tónlistaratriðið okkar sló
rækilega í gegn. Þakka þér fyrir afi.
Ég á margar góðar minningar um
afa. Sú síðasta er þó ein sú besta. Ég
er svo fegin að ég kom heim frá Bost-
on í maí þegar ég frétti af veikindum
afa. Við áttum góðar stundir saman
með börnunum mínum. Daginn sem
ég kvaddi afa bað hann mig um að
skutla sér upp í hesthús. Þar sé ég
hann fyrir mér þegar ég loka aug-
unum. Ánægður í rauðu lopapeys-
unni sinni með pottlokið á höfðinu
standandi á milli hestanna með bros
á vör, veifandi.
Bless og góða ferð afi, nú geturðu
verið eins lengi úti í hesthúsi og þú
vilt. Þín 
Erna.
Elsku afi, ég mun aldrei gleyma
dögunum sem þú varst hjá okkur hér
í Kanada. 
Á hverjum morgni beiðstu við
dyrnar í brúnu þykku úlpunni, með
þennan risastóra hallærislega kú-
rekahatt, sem ég veit ekki hvar þú
grófst upp, tilbúinn að labba með
mér og Gutta í skólann. Þegar við
vorum komin hálfa leið hljóp ég á
undan þér því ég gat ekki hugsað
hvað hinir krakkarnir myndu halda
þegar þau sæju þig með þennan hatt.
En þér var alveg sama og eftir skól-
ann beiðstu eftir mér brosandi og
ákafur að heyra hvernig dagurinn
minn hefði verið. 
Á afmælinu mínu spilaðir þú alltaf
á harmonikkuna og krakkarnir í
skólanum sögðu mér hvað þeim hefði
fundist það flott og sérstakt. 
Ég þakka þér fyrir öll góðu ráðin
sem þú gafst mér, jafnvel þó að ég
hafi ekki mikið hugsað um þau þá,
mun ég aldrei gleyma þeim nú.
Ég þakka Guði fyrir allan tímann
sem við áttum saman, þrátt fyrir að
þú hafir verið tekinn frá okkur allt of
fljótt.
Ég elska þig, afi minn, og nú getur
þú tekið Gutta með í gönguferðir um
himininn.
Þín 
Íris Rut Grettisdóttir.
Minningar um æskuárin streyma
fram, þegar ég hugsa til áranna, þeg-
ar við Grettir hálfbróðir minn vorum
að alast upp. Á uppeldisárum okkar
voru erfiðir tímar í þjóðfélaginu.
Lífskjörin voru erfið og ekki of mikið
úr að spila. Tíðir flutningar fjöl-
skyldunnar milli staða til að hafa of-
an í sig og á.
Við Grettir áttum það sameigin-
legt að njóta góðs uppeldis á æskuár-
um okkar, þar sem kærleiki og alúð
ríkti. Frá unga aldri blundaði neisti
tónlistarinnar með okkur. Við nutum
þeirra forréttinda að fá tækifæri til
að rækta þann neista, þrátt fyrir erf-
ið ytri kjör. Fengið var selló og við
sendir saman í sellótíma. Auðvitað
gekk Gretti betur að höndla sellóið,
enda eldri að árum. Svo kom harm-
ónika til sögunnar og fóru piltar að
spreyta sig á að spila á harmóniku,
sem síðar urðu tvær á heimilinu.
Grettir var stóri bróðir og hann
stjórnaði og vildi ráða yfir litla bróð-
ur. Hann var jú hinn sterki. Við æfð-
um okkur saman á tvær harmónikur.
Við áttum að spila í barnatíma út-
varpsins, sem var í beinni útsend-
ingu og ekkert mátti fara úrskeiðis.
Stundum var ekki einhugur um túlk-
un eða leikmáta. Þá var ekki settur
fundur um málið til að finna lausn
heldur voru hljóðfærin lögð til hliðar
en kraftarnir látnir ráða, sem end-
uðu náttúrulega á einn veg. Hinn
sterki réð og sá litli hljóp í fang móð-
ur sinnar. Síðan var náð sáttum og
æfingin hélt áfram uns lagið var
tilbúið til flutnings.
En Grettir fór í einkatíma til að
læra og æfa sig á harmónikuna og
eins og kunnugt er varð hann snill-
ingur á það hljóðfæri. Litli bróðir
gafst upp og fór að læra á fiðlu og
síðar á píanó og orgel. Seinna á lífs-
leiðinni fékk ég tækifæri til að spila
með Gretti við ýmis tækifæri í fjöl-
skylduboðum, þá á fiðlu og hann á
harmóniku. Hann var ávallt hinn
sterki með stjórnandaeðlið í sér og
hafði forystuna. En nú voru piltarnir
orðnir þroskaðri og samvinnan end-
aði á glöðum og samstilltum nótum.
Þegar Grettir bjó í Vancouver í
Kanada fékk ég tækifæri til að búa
hjá þeim hjónum, Gretti og Ernu,
sumarlangt. Ég var varla lentur,
þegar Grettir fór að stýra dvöl minni
þar. Hann var í fararbroddi fyrir
karlakór sem kallaður var ?Strönd-
in? og skipaður Vestur-Íslendingum
búsettum á svæðinu. Grettir söng
þar 1. bassa. Það vantaði stjórnanda,
því stjórnandi kórsins hafði veikst.
Grettir skipaði mér að koma á næstu
æfingu og stjórna. Fékk ég þann
heiður síðan að stjórna þessum heið-
ursmönnum með íslenskt blóð í æð-
um allt sumarið. Það þurfti að und-
irbúa ættjarðarlögin til að syngja á
Íslendingadögum þarna í Vestur-
heimi og heimsækja öldrunarheim-
ilin í borginni. Grettir var þarna í
fararbroddi með skipulagningu og
framkvæmd eins og honum einum
var lagið.
Grettir var sterkur karakter og
hrókur alls fagnaðar á mannamót-
um, einkum þegar harmónikan var
við höndina. Hann hreif fólk með sér
og það var aldrei dauft eða drunga-
legt þar sem Grettir kom að. 
Ég minnist bróður míns með þökk
fyrir samfylgdina frá unga aldri. Við
Lydía sendum Ernu og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
ykkur og styrkja.
Árni Arinbjarnarson.
?Við getum þá skriðið, strákur,?
sagði Grettir frændi við mig, þegar
mér leist ekkert á að reyna að kom-
ast út í bíl, sem var fastur í skafli fyr-
ir neðan Fornahvamm í iðulausri
norðan stórhríð fyrir margt löngu.
Erindið út í bíl var að bjarga harm-
onikunni í hús. Og honum varð ekki
haggað og fram og til baka skriðum
við yfir ísilagt hlaðið og hljóðfærinu
var borgið.
Ég var svo lánsamur að fá að
kynnast Gretti vel á þessum tíma.
Ég var rótari og bílstjóri fyrir hann
og hljómsveitina hans í nokkur ár og
margar ferðir fórum við út á land og
allar voru þær ævintýri, hver á sinn
hátt.
Það var alltaf svo fjörlegt í kring-
um Gretti. Ég held að hann hefði
GRETTIR 
BJÖRNSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60