Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 23. mars 2006  FIMMTUDAGUR8
Í GARÐINUM HEIMA
HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR
Einhvers staðar er á prenti tilvitnun 
í tilsvar myndhöggvarans dansk-
íslenska, Bertels Thorvaldsen, þegar 
hann var spurður hvaða blóm ættu 
að vera á borðum í væntanlegri heim-
sókn Danadrottningar: ?Blóm? - Eru 
til önnur blóm en rósir?? Þetta tilsvar 
þótti bera vott um hinn hástemmda 
fegurðarsmekk meistarans og eins 
hversu upphafinn hann var og ósnert-
ur af hinum gráa hversdagsleika. 
Þetta var um hávetur einhvern tíma í 
kring um 1840 og hvergi nokkrar rósir 
að fá í öllu Danaveldi. Ekki voru þar 
gróðurhúsin þá.
Tákn virðingar og væntumþykju
En öldin er önnur nú: Jafnvel í dimm-
asta skammdeginu hér uppi á Íslandi 
standa rósir í miklum blóma í raflýst-
um gróðurhúsum. Dag hvern eru þar 
uppskornir bílfarmar af fegurstu rósum 
sem fanga athygli okkar og kaupþrá í 
blómabúðunum. Og við kaupum rósir 
til að skrýða heimili okkar og vinnu-
staði árið um kring. Rósirnar eru tákn 
vináttu, virðingar og væntumþykju og 
eru viðeigandi við hvert tækifæri í ævi 
okkar. Jafngildar hvort sem um er að 
ræða fögnuð og ást, gleði eða sorg. 
Fáar tegundir ræktaðra plantna 
eru komnar eins langt frá hinum nátt-
úrulega uppruna sínum og rósirnar 
sem við þekkjum best sem afskornar 
í blómvöndum. Og enda þótt menn 
hafi ræktað rósir í þúsundir ára, eru 
rósir nútímans til muna frábrugðnar 
þeim rósagerðum sem þær eiga ættir 
sínar að rekja til. Evrópumenn hafa 
ræktað rósir svo langt aftur sem sögur 
ná og þær voru í miklu uppáhaldi hjá 
Forn-Egyptum. Rómverjar fluttu rósir 
frá Egyptalandi yfir til Rómar og þegar 
hin fagra og ómótstæðilega drottn-
ing Egypta, Kleópatra, var að stíga 
í vænginn við Júlíus Cesar og síðar 
Markús Antóníus sá hún til þess að öll 
umgjörð ástarhreiðranna, væri þakin 
blöðum ferskra rósablóma. Þaðan er 
komin trúin á að rósir styrki ástina 
milli karls og konu og allt sem þeirri 
tilfinningu tengist.
Fimmþúsund ára saga og La 
France
Enn eldri sagnir eru um rósarækt frá 
Persaveldi. En Kínverjar hafa sennilega 
vinninginn, því að í Kína eru til meira 
en fimmþúsund ára gamlir rósalistar 
sem í engu gefa eftir hinum glæsilegu 
rósakatalógum frá voldugustu rósa-
framleiðendum nútímans hvað úrvalið 
varðar. Og það voru einmitt kínverskar 
rósir sem lögðu grundvöllinn að þeim 
rósum sem ræktaðar eru í gróður-
húsunum okkar hér uppi á Íslandi. 
En þarna eigum við líka Frökkum 
ýmislegt að þakka. Því að um 1864-65 
rakst garðyrkjumaðurinn Jean-Bab-
tiste Guillot á sjálfsáinn rósarunna í 
gróðrarstöð sinni í Lyon. Plantan bar 
allt öðruvísi blóm en allar aðrar rósir 
sem stóðu í kring um hana. Blómin 
voru stór, mjög fyllt, fagurbleik og 
ilmandi. Blómknúpparnir sérkennilega 
typptir, greinarnar kröftugar og báru 
sig vel. Nágrannaplönturnar voru af 
kínverskum uppruna og í þeim hópi 
sem kallast enn ?terósir? en til hliðar 
við þær stóðu rósir sem borist höfðu 
frá eynni Reunion og voru kallaðar 
?bourbonrósir?. Jean-Babtiste velti 
þessum nýja rósarunna fyrir sér og 
kynnti hann fyrir rósavinum vítt um 
þá veröld sem hann þekkti til. Öllum 
bar saman um að hér væri mikil 
nýlunda á ferðinni. Sérfræðingar settu 
nýju rósina í sérstakan flokk sem þeir 
kölluðu ?teblendingsrósir? og gáfu 
nýjunginni yrkisheitið La France.  Hér 
á landi var þessi rós mjög í hávegum 
höfð í lok nítjándu aldar og allt fram 
undir miðja hina tuttugustu. Græðl-
ingar gengu húsmæðra á milli undir 
heitinu ?Lafransrós? og enn munu vera 
til eintök hjá söfnurum og líklega í 
Grasagarðinum í Laugardal.
Eftir að þessi fyrsta ?teblend-
ingsrós? var uppgötvuð fór mikið 
kynblöndunar og ræktunarstarf af stað 
og fyrr en varði óx úrvalið. Hundruð 
teblendingsrósa komu fram og síðan 
hafa þær verið yfirgnæfandi í ræktun 
afskurðarrrósa.
Bertel Thorvaldsen, Kleópatra, Júlíus 
Cesar og fimm þúsund ára Kínverjar
Baðherbergi bjóða upp á enda-
lausa möguleika.
Baðherbergi getur verið hvort 
sem er skápur sem þú ferð bara 
inn í af nauðsyn eða þín persónu-
lega vin í hversdagseyðimörkinni. 
Hengdu upp myndir í 
glerramma eða annað veggskraut. 
Það gefur herberginu stíl og 
fágun. Spegill með ramma er ólíkt 
hlýlegri en venjulegur spegill og 
gólfmottur geta gefið tóninn í 
hvaða litaþema sem þú vilt hafa á 
herberginu. 
Til að ganga skrefinu lengra 
færðu þér græna plöntu, sem ann-
aðhvort stendur á gólfinu eða 
hangir á vegg, og fallega kerta-
stjaka sem eru til dæmis hengdir 
mishátt á veggi.
Lokahandbragðið getur svo 
verið ljósdeyfir eða sérhönnuð 
lýsing og að sjálfsögðu handklæði 
með ísaumuðum upphafsstöfum.
Betra bað
Það getur aukið notagildi baðherbergisins 
að gera það notalegt.
Fallegur leðursófi 
er mikið húsprýði. 
Það getur verið 
erfitt að ná 
óhreinindum úr 
leðri en í flestum 
tilfellum dugar eftirfarandi ráð.
Nuddaðu leðursápu á leðrið með 
rökum klút, þar til hún byrjar að 
freyða. Strjúktu sápuna í burtu með 
öðrum rökum klút og þurrkaðu með 
handklæði. Að endingu er leðurá-
burður borinn á með klút. 
Þessi aðferð virkar vel í mörgum 
tilfellum en stundum er betra að fá 
fagfólk til að hrinsa leðrið. Til dæmis 
ef um er að ræða bjór-, súkkulaði-, 
blóð- eða málningarbletti.
Leður hreinsað
RÉTT HANDTÖK VIÐ HREINSUN 
LEÐURHÚSGAGNA.
ráð }

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80