Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 28. júni 1978
Mývatnssveit:
VERÐUR NÆSTA HRINA
í KRINGUM 10. JÚLI?
— Fátt sem bendir til að þá verði eldgos
GEK— „Eftir þvi sem nU horfir
má búast við næstu hrinu i Mý-
vatnssveit i kringum 10. jUli
næst komandi," sagöi Guö-
mundur Sigvaldason forstööu-
maður Norrænu eldfjalla-
stöövarinnar i samtali við blm.
Timans i gær.
Sagöi Guðmundur, að landris
á Kröflu- og Mývatnssvæðinu
væri nú komið i svipað horf og
fyrir hrinuna i janúarmánuot
siðast liðnum. Fyrir rúmri viku
fór að draga Ur hraöa landrisins
og má segja að ris hafi nU
nánast stöðvazt.
Svipaö gerðist fyrir hrinuna i
janúar s.l. þvi þá fór að draga Ur
landrisi 20 dögum fyrir sjálfa
skjálftahrinuna. Að sögn Guð-
mundar, hefur jaröhiti aukizt
jafnt og þétt bæöi á LeirhnjUks-
og Námafjallssvæöinu.
Þannig  hefur  vatnshitinn  i
Grjótagja aukizt Urþvi að vera i
kringum 41 gr. á Celsius I 60 gr.
a Celsius.
Það kom fram i máli Guð-
mundar Sigvaldasonar, að ekki
eru neinar sérstakar vís-
bendingar um að eldgos verði á
svæðinu l næstu hrinu. Sagði
Guömundur að fyrir tvö siðustu
eldsumbrot á Kröflusvæðinu
hefði orðið vart breytinga á
efnasamsetningu gufuUt-
streymis nokkru áöur en hrin-
urnar byrjuöu. Engra slikra
breytinga hefur oröið vart við
mælingar þar nyrðra nU.
Hólmavík:
í slátt
Kás- Loksins er veðrið farið að
batna og hlýna hjá okkur sagði
Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjori
á Hólmavik, i stuttu samtali við
Timann i gærdag og er þetta
raunar fyrsti almennilegi hlý-
indadagurinn á þessu sumri.
Aðspurðursagði Jón, að spretta
væri enn mjög takmörkuö, og
sum staðar nokkurt kal i tUnum.
Von væri þó fyrir þvl, að eitthvað
rættist úr þessu ef hlýindin
héldust áfram, en hitt væri þd
ljóst, að langt yrði i slátt.
Allir bátar á Hólmavik eru
komnir á „skak" og hafa þeir
aflað nokkuð pokkalega. I ár
byrjuöu þeir óvenjusnemma, og
þvi dauði timinn I stytzta lagi,
sagði Jón að lokum.
Frá sveitar -
stjórnar-
kosningum i
Skagaíirði
AS-Mælifelli Að þessu sinni komu
fram tveir listar i sveitar-
stjórnarkosningum i Akrahreppi.
Af B-lista hlutu kosningu: Fri-
mann Þorsteinsson, Syðri-Brekk-
um, Gunnar Oddsson, Flatar-
tungu, Jóhann Lárus Jóhannes-
son, Silfrastöðum og Pálmi
Runólfsson á Dýrfinnsstöðum. Af
D-lista hlaut kosningu Jón Gisla-
son, Réttarholti, Til sýslunefndar
var kjörinn Konráð Gislason á
Frostastöðum af B-lista.
t Lýtingsstaðahreppi var kosn-
ing óhlutbundin og voru þessir
kosnir: Marinó Sigurðsson, Alf-
geirsvöllum, Jóhannes Guð-
mundsson, Ytra-Vatni, Guðrun
Lára Asgeirsdóttir, Mælifelli,
Rósmundur Ingvarsson, Hóli og
Borgar Simoriarson, Goðdölum.
Til sýslunefndar var kjörinn séra
AgUst Sigurðsson, Mælifelli.
í Seyluhreppi var kosning
einnig óhlutbundin. Kjörnir voru
séra Gunnar Gislason, Glaumbæ,
Benedikt Benediktsson,
Stóra-Vatnsskarði, Siguröur
Haraldsson.Grófargili, Guðmann
Tóbiasson, Varmahlið, Halldör
Benediktsson, Fjalli. Til sýslu-
nefndar var kjörinn Jónas Har-
aldsson, Völlum.
Ætlaað
aka á milli
Hallgrímskirkjuturns og
Iðnskóla
Eins og öllmu ætti að vera
kunnugt þá verður haldin hér
á næstunni heljarmikil sirkus-
sýning og eru flestir sirkus-
manna komnir hingað til
lands.
t sambandi við þessa sýn-
ingu hefur verið ákveðið að
fitja upp á fifldirfsku utanhúss
annað kvöld ef veður leyfir,
þvi að nú er i athugun að
nokkrir meðlimir sirkussins
sem nefna sig Cimarro bræð-
ui', haldi smá sýningu fyrir
borgarbúa. Atriði þeirra er
fólgiðiþviað akaá mótorhjóli
eftir streng, sem komið hefur
verið fyrir hátt yfir jörðu og I
þessu sambandi þá kemur
helzt til greina að lina verði
strengd á milli Hallgrims-
kirkjuturns og turnsins á Iðn-
skólanum og munu þá þessir
fifldjörfu bræður aka eftir lln-
unni og leika listir sinar.
Tlm amynd Rdbert
Póstbruni í
Reykjavík
ígær
GEK — Um klukkan 16 I gærdag
var kveikt i póstkassa i pósthús-
inu i PósthUsstræti i Reykjavik.
Póstkassi sá sem hér um ræðir er
innanhúss en bréfalúga kassans
opnast Ut i lkið skot sem myndast
á mótum gömlu lögreglustöðvar-
innar og pósthUssins.
Talið er að talsvert af bréfum
sem i kassanum voru hafi brunnið
og þvi er þeim sem létu bréf i
hann eftir hádegiö i gær bent á að
fylgjast með þvi hvort þau berist
á áfangastaði næstu daga.
Auk bréfanna urðu nokkrar
skemmdir inni i pósthUsinu. Ekki
hafði i gærkvöldi tekizt að hafa
upp á þeim sem þetta spellvirki
unnu.
Sýning
Vigdísar
opin til
mánaðar-
móta
Sýning Vigdlsar Kristjáns-
dóttur „Islenzkar jurtir og blóm"
sem sett var upp i Bókasafni Nor-
ræna hússins i tilefni Listahátiðar
I Reykjavik 1978 verður opin tii
mánaðamóta.
Sýningunni átti aö ljúka 18.
þessa mánaðar, en vegna mik-
illar aðsoknarhefur veriö ákveðið
að hún verði opin i tvær vikur til
viðbótar. A sýningunni eru 16
vatnslitamyndir af Islenzkum
vUliblómum.og vorutiu þeirratil
sölu. Allar myndirnar seldust
fyrstu daga sýningarinnar. Þá
eru og seld kort i bdkasafninu
með myndum eftir Vigdisi, og
áritar listakonan kortin, þegar
syningargestir óska eftir þvi.
Sýningin er opin á venjulegum
opnunartima Bókasafns Norræna
hússins, þ.e.a.s. frá kl. 14-19 dag-
lega, nema á sunnudögum, þá frá
kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis.
veiðihornið
Mjög  góð  veiði  i
Grimsá
Veiði f Grimsá hófst nokkru
síðar i ár en venja er eða þann
24. júni. Það var happdrættis-
hollið, sem hóf veiði að venju i
Grimsá og fyrsta sólarhringinn
veiddust 31 lax á 5 stangir og á
hádegi á mánudag höfðu veiðzt
64 laxar. Stangveiðifélag
Reykjavíkur heldur árlegt
happdrætti og l. vinningur er
fyrstu 3 veiðidagar i Grímsá.
Vinningshafinn ab þessu sinni
var Hans óliver Friðriksson,
hUsvörður, og bauö hann nokkr-
um vinum sinum I veiðiturinn.
Sjálfur veiddi hann 8 laxa.
— 64 laxar á tveimur og hálf-
um degi er mjög góð byrjun og
við gerum okkur miklar vonir
um mjög góða veiði i Grimsá i
sumar. Ain er full af laxi, um
400 laxar hafa komib i gegnum
teljarann, sagði Friðrik
Stefánsson hjá Stangveiöifélagi
Reykjavikur.
60% aukning á veiði í
Elliðaám
Ahádegiigærhöfðuveiðzt 152
laxarí Elliðaam frá þvi að veiði
hófst þann 10. jiini. Að sögn
Friðriks Stefánssonar er þetta
mun meira en haföi veiðzt á
sama tima I fyrra, þá hafði
veiðzt 91 lax, þétta er þvi um
60% aukning. Það hefur gerzt
oftar en einu sinni nu að veiðzt
hafa um 20 laxar á einum degi i
Elliöaám, en það gerðist ekki i
júnimánuði i fyrra. Mjög góðar
laxagöngur hafa nU gengið i
ána.
400 laxar úr Norðurá
A veiðisvæði I og II i Noröurá
höfðu veiðzt 304 laxar á hádegi i
fyrradag og  a  svæðinu  fyrir
neðan Stekk, Norðurá IV, þar
sem veitt er á eina stöng höföu
veiözt um 100 laxar um hélgina,
svo aö héildarveiðin i Noröurá
er um 400 laxar. Veiðin er mjög
svipuð og hún var i fyrra, en
sérstaklega kalt hefur verið i
ánni i jUni.
óvenju smár lax i netin
-NU eru komnir um 200 laxar i
netin og er þaö svipuð hausatala
og verið hefur, en laxinn hefur
veriðóvenjusmár. Þetta viröist
vera smálaxaár, eins og viö
köllum það, sagði Kristján í
Ferjukoti i gær.
Kristján sagði að mikill Iax
hefði gengið i ána um helgina,
en áin er nú óvenju vatnslitil
vegna kuldanna i vor. Laxinn
sér vel og forðast netin.
Meðalþyngdiná netaveiðalaxi
er nú 3.5 til 4 kg., en venjulega
er hún yfir 4 kg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20