Tíminn - 12.05.1981, Qupperneq 15
Þriðiudagur 12. maí 1981
15
mermingarmáli
Jarðfræði og
Ijósmyndun
■ KJARVALSSTAÐIR
Vestu rsalur
Ljosmyndasýning. Björn
Rúriksson 1.-17. maí 1981 63
myndir þar af 30 loft-
myndir teknar úr flugvél
Myndavélar Nikon
Filmur, Kodachrome 64 og
25
ísland í lituðum Ijósmynd-
um
Það má segja sem svo, að við
séum alltaf að finna Island, finna
eitthvað nytt, sem við vissum
ekki af áður, eða höfðum ekki
komið auga á fyrr. Meðal annars
kemur þecta fram i svonefndum
Islandslýsingum og ber þar að
sjálfsögðu hæst ferðabækur yms-
ar, sem ýmist snérust um hag
bænda og hjda þeirra, kosti jarða,
hlunnindi og f járeign. Svo komu
aðrir og rituðu um náttúru lands-
ins, jurtir og jarðfræði og lika
menn er sögðu kátinusögur af
landinu, af frumbyggjum þess,
sem sumirhverjir gengu til allrar
algengrar vinnu og kunnu þó
latinu og grisku meira en aðrir
menn i Norður-Evrópu og landið
varð að hálfgildings þjóðsögu.
Það mun hafa verið Gunnar
Hannesson, sem einna fyrstur
byrjaði að sýna stórkostlegar lit-
myndir, eða yfirlitsmyndir af
landinu i sérstakri birtu, þótt
vitanlega kæmu fleiri við sögu, og
nU hefur enn einn bætst við, en
það er Björn RUriksson, sem er
vist viðskiptafræðingur, sem er
að læra jarðfræði núna, en ljós-
myndum hefur verið áhugamál
hans lengi og hUn hlýtur að hafa
hagnýtt gildi fyrir fræðin lika, þvi
á miklum yfirlitsmyndum má sjá
viðáttnr hrauna og berglög, en
það er sérstök saga.
Björn Rúriksson
Björn RUriksson er maður á
góðum aldri, og hefur að sögn
tekið ljósmyndir frá barnæsku.
Hann hefur hlotið nokkurn frama
i þeirri grein. Hefur meðal annars
sýnt myndir i NIKON Center i
New York, sem er mikill heiður
og vöktu myndir hans talsverða
athygli og einnig hefur hann sýnt i
Newark myndlistarsafninu i New
Jersey, en það safn var stofnað af
menningarmanninum John
Cotton Dana, sem einnig lagði
grundvöllinn að hinu fræga bóka-
safni. Allt er þetta mikill heiður
og hlutu myndir Björns RUriks-
sonar lofsamlega dóma að sögn,
■ Björn Rúriksson.
Og áfram var haldið að lýsa.
Fyrstu málararnir komu, Þórar-
inn B. Þorláksson. Sigurður mál-
ari, Jón, Asgrimur og Kjarval og
loks kom ljósmyndin.
Málararnir lýstu einkum lands-
lagi og fólki. Lofsungu landið með
ættjarðarskáldunum, en ljós-
myndararnir fyrstulýstu fólki.at-
vinnuli'fi, hUsakosti og þjóöhátt-
um, og unnu ómetanlegt starf,
eins og reyndar hinir lika og loks
dró að þvi að byrjað var að
mynda þetta land i smæstu at-
riðum. Það nýjasta er að nota
flugvélar við að lýsa landinu, svo
við megum sjá hvernig það kem-
ur fuglinum fyrir sjónir, og eins
hvernig það hefur orðið að steini
endur fyrir löngu.
þar á meöal i sunnudagsblaði
New York Times, en þar segir
gagnrýnandinn m.a. að Björn
RUriksson sé sérfræðingur um
jarðfræði Islands og að sU þekk-
ing hans hafi verið honum hjálp
viö ,,að finna þær sérstæðustu og
faliegustu landlagsmyndir, sem
ég hefi séð”.
Og eins er þess að geta að ljós-
myndir Björns hafa einnigbirst i
frægum blöðum, innlendum og
erlendum.
Björn RUriksson fer ekki dult
með að ljósmyndir hans eiga að
vera hlutiaf jarðsögu landsins. A
leiðbeiningarblaði, fylgir jarð-
fræðileg skilgreining á mótifinu
og er það fróðlegt. Þar segir t.d. á
einum stað:
„Athyglisvert er að virða fyrir
sér þessar tvær sfðustu myndir,
þar sem þær standa hlið við hlið.
Myndirnar eru óneitanlega keim-
likar, en reginmunur er á mynd-
un þessa tveggja náttúrusmiða.
Dalurinn t.h. er dæmigerð ásýnd
lands sem mótast hefur af öflum
á yfirborði jaröar, en myndunin
t.v.á Langasjávarsvæðinu er aft-
ur á móti ásýnd lands sem fyrst
og fremst hefur verið sköpuð af
öflum neðan yfirborðs jarðar”.
Þetta er merkilegt mál, og sýn-
ir ljóslega að það getur verið
fróðlegt að fá leiðarvisi með land-
myndum. Maður skynjar þær á
allt annan hátt.
Um listrænu hliðina er það að
segja að þarna er sem i nýju is-
lensku kvikmyndunum, sem svo
mikla athygli vekja heima og er-
lendis, að landið leikur vel. Ægi-
fegurð þess, samspil frosts og
funa, uppblástur, dælur og tún,
eða bithagar og fyrst og fremst sú
nekt, sem er nánast óþekkt i
mörgum löndum, vekja athygli.
Sumstaðar minnir það á Tunglið.
An efa nýtur Björn þess á
sýningum sinum erlendis meira
en hér heima, hversu óvenjulegt
og fagurt þetta land er. Þarna er
að finna margar afbragðsgóöar
myndir, en á hinn bóginn vantar
talsvert upp á myndbygginguna
sjálfa, svona frá listrænu sjónar-
miði séð.
Einnig skortir talsvert á að
beðiö sé eftir ögurstund sólar, þvi
sumir staðir verða aðeins
myndaöir rétt á ákveðinni
minútu, og sú minúta kann að
vera á einum degi, þvi ljósspilið
byggir á sólinni, sem verður að
vera á vissum stað, til að opin-
berunarbókin opnist.
t sumum myndum Björns
Rúrikssonar er ég ánægður með
samvinnuna við sólina en i sum-
um myndunum er hann aðeins
heppinn með veður, það er bjart-
viðri og augun sjá milur.
Telja má þó að ljósmyndaran-
um séu þessi sannindi ljós. Nær-
myndirsýna það en þar er áfalls-
horn sólar, birtan, notuð til þess
að skýra og lýsa myndefnið og
gjöra það að sérstökum veruleika
á mynd. Annað er jarðfræði.
Með þessari stór-sýningu hefur
Björn Rúriksson skipað sér i röð
meiriháttar myndasmiða hér-
lendis og með nánari greiningu á
listrænni ljósmyndum af lands-
lagi og jarðfræðimyndum, ætti
hann að ná langt, og auðvitað get-
ur þetta tvennt farið prýðilega
saman, þótt þarfirnar séu ekki
ávallt hinar sömu.
Sýningu Björns lýkur 17. mai
1981
Tilkynning um litar-
merkingu á sauðfé
Við viljum minna á litarmerking-
arskyldu á afréttarfé samkvæmt
ákvörðun Sauðfjársjúkdóma-
nefndar í eftirtöldum sýslum:
V-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu,
Arnessýslu, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu,
Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, V-Húna-
vatnssýslu, A-Húnavatnssýslu, auk þess
bæirnir Melar og Fagrabrekka, Bæjar-
hreppi, Strandasýslu.
Ákvörðun þessi var tekin með stoð i lögum
um vamir gegn útbreiðslu næmra sauð-
fjársjúkdóma og útrýmingu þeirra nr.
23/1956 og nr. 12/1967, ennfremur sam-
kvæmt ákvæðum reglugerða frá 18/7 1957
og 24/11 1978. Stuðst er einnig við lög um
afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 42/1969
með breytingum nr. 43/1976.
Einnig er hér með varað við, að sleppa fé
á afrétt nú i vor fyrr en girðingar hafa
verið lagfærðar. Ber að hafa samráð við
fulltrúa Sauðfjárveikivarna á hverjum
stað um þetta.
Sérstaklega var minnt á merkingar-
skyldu á fé frá riðubæjum, og alvarlega
er varað við að sleppa af húsi fé með riðu-
einkennum.
Sauðfjárveikivarnir
Bændahöllinni, Reykjavík
Dagur óskar eftir
að ráða
frá og með næstu áramótum eftirtalda
starfsmenn i prentsmiðju:
Setjara, vanan pappirsumbroti.
Starfsmann við tölvusetningu.
Offsetljósmyndara og prentara.
Skrifíegar umsóknir sendist skrifstofu
Dags fyrir 1. júni nk. Nánari uppl. gefur
Jóhann Karl Sigurðsson i sima 24167.
Dagur, Tryggvabraut 12, Akureyri.
Heyblásari
10 h.a. heyblásari m/3ja fasa 220 volta raf-
mótor til sölu.
Upplýsingar i sima 18627 og 92-7561 eftir
kl. 20.
Sauðfjárbúskapur
í Gufudalssveit A-Barðastrandarsýslu eru
jarðirnar Brekka og Fjarðarhorn lausar
tii ábúðar ef um semst.
Upplýsingar hjá eigendum og oddvita
Gufudalshrepps.
Verð eftir
lækkun:
kr.2.50
HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON