Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 7. maí 1986 listatíminn-listatíminn-listatínd TENINGUNUM ER KASTAÐ Niðurlag umfjöllunar Haraldar Jóhannssonar um Pablo Picasso og verk hans 73. Pablo Picasso 1908, Ijós- mynd (stækka). Rubin, bls. 87. „Villingarnir" höfðu svipaðan áhuga á litlum afríkönskum skurðmyndum sem Picasso á fornum íberskum, en í stíl þeirra hafði hann málað andlitsmynd sína vorið 1907, fast á undan „Ungfrúnum í Avignon." (Mynd 58) André Derain hafði áskotnast lítil negrastytta 1904, og þess var minnst, að litlu síðar hafði Vlaminck vinur hans séð tvær slíkar styttur á bar og keypt þær. Pað mun þó hafa verið fyrir orð Henri Matisse, að vorið 1907 fór Picasso á Trocadero-safnið og sá þar allmargar negrastyttur undir gleri í sýningarborði. Lengi voru honum í minni þær hugrenningar, sem þær vöktu hjá honum, þótt hálfa leið til móts við þær hcfði hann gengið í dálæti sínu á hinum íbersku. Gagnstætt „villingunum" gekk hann á vit þessarar frumstæðu listar. Andlit tveggja „Ung- frúnna í Avignon," yst til hægri, mun hann hafa endurmálað með afrikönsku svipmóti, (þótt þrjátíu árum síðar kvæðist hann ekki muna til þess). Og svo hallar urðu my.ndir hans undir frumstæða afríkanska list, að næsta hálfa annað árið hefur verið nefnt negraskeið hans, (þótt Alfred H. Barr, jr. kalli myndir hans 1908 for-kúbiskar). Með honum máttu önnur áhrif sín þó meira. „Cezanne er faðir okkar allra,“ sagði Matisse, og sýning á 56 myndum hans í Salon d’Automne í október 1907 var Picasso og „villingunum“ mikill viðburður. „Hyggja þarf að sí- valningum, hringsviðum og keil- um í náttúrunni," hafði Cezanne skrifað Emile Bernard. Og á hinum tíðu fundum þeirra um veturinn mun Picasso hafa rætt annað eins mikið við Braque og Derain sem hugmyndir Cezanne um grunnform náttúrunnar, samspil forms og lita og of mikla deyfingu lita í fjarvíddarskyni. Vorið 1908 hélt Braque suður til Miðjarðarhafsstrandar, til L’Estaque, skammt undan Mar- seille, þar sem Cezanne hafði löngum málað. Picasso sat um kyrrt í París fram í ágúst, að þau Fernande fóru til La Rue de ■s. 68. „Kona (Fernande) og perur“, sumarið 1909, Rubin, bls. 133. Bois, lítils þorps, rétt við ána Oise, um 60 km norðan Parísar. í fyrsta sinn málaði hann þá franskt landslag. Á þeim mynd- um „er svo grunnt á baksviðinu, að fletir þess og forsviðs snertast, en tré, stígar og hús verða hlutkennd." (Penrose, 72. Wilhelm Uhde, Ijósmynd, Rubin, bls. 121. Picasso, bls. 142). Um eina þeirra hefur verið sagt: „í „Landslagi með mannverum", eins og mörgum mynda hans 1908, er náttúruleg- um formum umbreytt í horn- hvassar blakkir. Formbundin samhverfa í uppbyggingu, af- staða mannvera til landslags, eru sýnilega af klassiskum toga, - ef til vill Poussins, saman- dregnum í meginþætti að til- sögn Cezanne.“ (Alfred H. Barr jr. Picasso, bls. 62-63) (Mynd 59). Haustið 1908 bauð Braque 6 landslagsmyndir frá l’Estaque á haustsýninguna í Salon d’AUt- omne. Komu þær dómnefndinni á óvart, og hafnaði hún 2 þeirra. Dró Braque þá hinar til baka. Skærir litir „villinganna" voru á brott úr þessum myndum hans, og þær skiptust upp í reglulega fleti. Matisse, sem sæti átti í dómnefndinni, kallaði þá „litla teninga“ („les petits cubes“). í vetrarbyrjun hélt Kahnweiler sýningu á landslagsmyndum Braque frá sumrinu í söluskála sínum. Gagnrýnandi, Louis Vauxcelles, sem heyrt hafði orð Matisse, sagði þær mótaðar af „kúbisma.“ Var það heiti upp tekið. Og er þessi sýning Braque kölluð fyrsta kúbiska sýingin. í París lauk Picasso við „Landslag með brú“ og fleiri myndir frá La Rue des Bois. (Mynd 60). Og í nóvember, um það leyti er hann hélt Henri Rosseau samsæti, sneri hann sér að „Þremur konum“ og lauk við hana í janúar (Mynd 61). Meðal mynda hans síðar um veturinn voru „Ávextir í vasa“, (Mynd 62) . Um vorið málaði hann „Konu með blævæng“ (Mynd 63) og andlitsmynd af Clovis Sagotlistaverkasala. (Mynd64). I maí 1909 fóru Picasso og Fernande til Barcelona á fund foreldra hans. Meðan þau dvöldust þar, málaði hann and- litsmynd af Manuel Pallare’s, gamla skólafélaga sínum. (Mynd 65). Um sumarið voru j^au í Horta de San Juan, „þorpi Pallares“, en þar hafði Picasso mánuðum saman dvalist í boði hans 1898. Gekk hann nú lengra á þeirri braut, sem hann hafði 59. „Landslag meö mannver- um“, sumariö 1908. Barr, bls. 62. 65. „Manuel Pallarés", sumar- 69. „Ambroise Vollard", voriö 1910, Rubin, bls. 138. ið 1909, Rubin, bls. 129.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.