Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Karlssonfæddist á Belgsá í Fnjóskadal í Suður- Þingeyjarsýslu 2. desember 1928. Hann lést í Kaup- mannahöfn 2. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónasína Soffía Sig- urðardóttir húsmóð- ir, f. 10. maí 1897, d. 28. júní 1947, og Karl Kristjánsson bóndi á Belgsá, f. 12 mars 1891, d. 4. maí 1929. Stefán kvæntist 13. september 1958 Helgu Ólafsdóttur, f. 4. júní 1937. Þau skildu. Dóttir þeirra er Steinunn, f. 26. maí 1961, gift Arth- uri Morthens, f. 27. janúar 1948. Dætur Steinunnar og Tryggva Þór- hallssonar eru Helga, f. 21. júlí 1982, Anna, f. 24. nóvember 1984, og Halla, f. 6. febrúar 1988. Sonur Arthurs af fyrra hjónabandi er Ólafur Arnar, f. 26. febrúar 1974, kvæntur Halldóru Sigtryggsdóttur, f. 28. ágúst 1975. Börn þeirra eru landi 1970–1994 og forstöðumaður sömu stofnunar og prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands 1994–1998. Eftir að Stefán náði eft- irlaunaaldri hélt hann áfram fræði- störfum til síðasta dags. Hann vann að útgáfu Guðmundar sögu góða fyrir Hið íslenska fornritafélag á Ís- landi og fyrir Stofnun Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn þar sem hann dvaldi iðulega langdvölum. Stefán tók virkan þátt í ýmiss konar félagsstörfum. Hann var for- maður Íslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn 1963–1967 og formaður Félags íslenskra fræða 1971–1975. Þá var Stefán varaformaður út- varpsráðs 1972–1975 og varafor- maður Örnefnanefndar 1998–2002. Stefán skrifaði fjölda ritgerða og greina í bækur og tímarit, einkum um íslensk handrit, málsögu og texta. Þá gaf hann út Islandske orig- inaldiplomer indtil 1450 (Editiones Arnamagnæanæ A 7), 1963, Sagas of Icelandic Bishops: Fragments of Eight Manuscripts (Early Icelandic Manuscripts in Facsimile VII), 1967, og Guðmundar sögur biskups I (Edi- tiones Arnamagnæanæ B 6), 1983. Stefán var heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla og við Háskóla Íslands. Útför Stefáns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Petra Ósk Hafsteins- dóttir, f. 27. janúar 1999, Haraldur Ingi, f. 4. júní 2003, og Arna Sigríður, f. 20. janúar 2006. Stefán fluttist til Akureyrar med móð- ur sinni 1929 eftir að faðir hans fórst í snjó- flóði. Þar ólst hann upp með móður sinni, móðursystkinum og ömmu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948 og hélt að því loknu til náms í Kaupmannahöfn. Stefán lauk magistersprófi í norrænni textafræði frá Kaupmannahafn- arháskóla 1961. Hann var stunda- kennari við MA 1951–1952, Sam- vinnuskóla Íslands 1954–1955, Kaupmannnahafnarháskóla 1961– 1969 og við Háskóla Íslands 1981– 1994. Stefán hóf störf við Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmanna- höfn 1957 og var sérfræðingur þar 1962–1970. Hann var sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar á Ís- Móttökurnar á Víðimel voru alltaf hlýjar og afi Stefán stóð á stigapall- inum og beið brosandi þegar við syst- urnar komum í heimsókn. Brosið hans afa náði alveg til augnanna og af honum stafaði einstök hlýja. Afi var líka vitrasti maðurinn sem við þekkjum og gat alltaf bent á sjón- armið sem við hefðum ekki séð þegar við settumst hjá honum í eldhúsinu að spjalla, hvort sem rætt var um mál- efni líðandi stundar eða löngu liðna tíma. Halla var svo heppin að hafa afa okkar til hjálpar við íslenskunámið fyrir jólaprófin. Þrátt fyrir að afi hefði nóg að gera gaf hann sér mikinn tíma til þess að grúska í bókum og greinum til þess að finna nákvæm- lega það sem gæti komið að gagni. Hann var til staðar að hjálpa en gaf henni líka tíma til þess að átta sig á hlutunum sjálfri. Svona var hann afi okkar örlátur og vildi allt fyrir okkur gera. Helga og Anna fengu vel að kynnast því hversu mikill höfðingi afi var þegar þær bjuggu hjá honum um nokkurra vikna skeið fyrir þremur árum. Afi lagði sig mjög mikið fram um að vel færi um okkur, og átti til dæmis alltaf til kók í ísskápnum þótt hann drykki það ekki sjálfur. Allt þar til Banda- ríkjamenn réðust inn í Írak og afi hætti snarlega að kaupa bandarískar vörur en keypti í staðinn handa okkur appelsín. Þannig var afi, alltaf tilbúinn að taka afstöðu og sýna hana í verki. Stundum kom fyrir að við hittum hann í mótmælagöngu og stundum kom líka í ljós að hann hafði tekið þátt í mótmælum þar sem okkur fannst að við hefðum átt að vera. Alltaf var hann vel á nótunum í umræðunni í samfélaginu og líklega lýsir honum vel að Draumaland Andra Snæs lá á náttborðinu hans þegar hann dó og bókamerkið skammt framan við miðju. Næstu jól verða einmanaleg. Afi Stefán átti stærstan þátt í því að gera jólin að því sem þau voru með laufa- brauðsskurði, sauðahangikjöti og bara með því að vera afi Stefán. Við munum þó alltaf búa að hefðunum sem hann kenndi okkur og halda minningu hans í heiðri. Við söknum afa Stefáns sárt og hefðum auðvitað viljað hafa hann lengur hjá okkur. Efst í huga er þó þakklæti fyrir allt sem hann kenndi okkur og óteljandi góðar minningar. Elsku afi, takk fyrir allt. Helga, Anna og Halla. Vorið er komið, birtan er dásamleg og gróðrinum fer fram dag frá degi. Væntingar okkar eru miklar um ánægjulegt sumar en óvænt berast fregnir um að æskuvinur minn og skólabróðir Stefán Karlsson hafi lát- ist í Kaupmannahöfn, en þar var hann við fræðistörf sín. Þegar við kvöddumst áður en Stefán hélt utan vonaðist ég til að sjá hann í Höfn síð- ari hluta júnímánaðar. Mennirnir ráðgera en Guð ræður. Við Stefán röktum báðir ættir okk- ar í Fnjóskadalinn og vorum þar sam- an í sveit í Fjósatungu einn sumar- part fyrir tæpum sjötíu árum. Alla tíð síðan hefur vinátta okkar verið bróð- urleg og traust. Stefán fæddist á Belgsá í Fnjóskadal, en þar bjuggu foreldrar hans Jónasína Sigurðar- dóttir og Karl Kristjánsson. Þegar hann var kornabarn fórst faðir hans í snjóflóði. Síðar ólst hann upp á Ak- ureyri hjá móður sinni og móður- systkinum. Þegar fjölskylda mín flutti á Ytribrekkuna í nágrenni við fjölskyldu Stefáns fjölgaði samveru- stundum okkar. Síðar urðum við heimagangar hvor hjá öðrum. Við gengum í Skátafélag Akureyr- ar og störfuðum þar af miklum áhuga. Á sumrin var farið í tjaldútil- egur og fjallgöngur, en að vetri til var farið í Fálkafell, oftast á skíðum. Fé- lagsfundir voru haldnir í skátaheim- ilinu Gunnarshólma og þar lærðum við margt sem ég tel að hafi komið sér vel á lífsleiðinni. Við urðum svo for- framaðir að verða sveitarforingjar og tókum að okkur að stjórna og kenna yngri skátum. Svo komu menntaskólaárin en á þeim árum mótast unglingar oft örast og bindast vináttuböndum við skóla- systkini sín. Sá tími er öllum eftir- minnilegur. Stefán var afburða náms- maður, jafnvígur í málum, stærðfræði og eðlisfræði en valdi stærðfræðideildina mér til mikillar ánægju. Við vorum fjögur bekkjar- systkin sem áttum heima á Brekk- unni, Ólöf, sem var í máladeild, og við, Stebbi, Gummi og Ommi, í stærð- fræðideild. Við strákarnir lásum sam- an en þó var nú ýmislegt fleira brall- að. Nokkur sumur unnum við saman í byggingarvinnu þegar nýja sjúkra- húsið var reist. Eftir stúdentspróf skildi leiðir í bili. Stefán fór til Hafnar en við Ólöf, kona mín, fórum í Há- skóla Íslands. En tengslin rofnuðu ekki því Stebbi var duglegur að skrifa. Fáum árum síðar urðum við aftur nágrannar þegar við Ólöf fluttum til Hafnar þar sem ég lauk verkfræði- námi. Stefán útvegaði okkur íbúð við Strandboulevarden, stutt frá Nor- disk Kollegium þar sem hann bjó, og var alltaf jafn viljugur að hjálpa og aðstoða okkur. Stefán var inspektor í stærðfræði- deildinni og í forustu félagsstarfs skólans, alltaf var hægt að leita til Stebba, hann gat varla neitað nokk- urri bón. Stefán hefur verið foringi okkar MA-stúdenta sem útskrifuð- umst 1948 alla tíð og skipulagt und- irbúning og framkvæmd afmælishá- tíða okkar. Það eru ófá bréfin sem við bekkjarsystkinin höfum fengið frá Stebba Karls við slík tækifæri og nú síðustu árin vegna þess að árgang- urinn hefur hist og drukkið saman kaffi fyrsta fimmtudag hvers mánað- ar nema yfir hásumarið. Á þessari stundu er þakklæti efst í huga bekkj- arsystkinanna, þakklæti fyrir að efla samstöðu okkar og eiga saman ánægjustundir. Stefán Karlsson hef- ur alla tíð verið góður félagi og trygg- ur vinur. Blessuð sé minning hans. Við Ólöf sendum Steinunni og fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Karl Ómar Jónsson. Stefán hitti ég fyrst í maímánuði 1942. Ég hafði komið til innritunar til innntökuprófs í Menntaskólann á Ak- ureyri og beið á ganginum, feiminn og uppburðarlítill unglingur, sem aldrei fyrr hafði til Akureyrar komið, nema í fylgd foreldra minna, og þekkti ekkert til staðhátta í þessum merkilegasta skóla Norðurlands. Hvar var kennarastofan? Þar átti ég að skrá mig í prófið. Þá kemur arkandi inn ganginn snaggaralegur, glaðbeittur strákur og snýr sér beint að mér og heilsar með handabandi og spyr hvort ég ætli að skrá mig í inntökupróf, segist vera í sömu erindum, hvort við ættum ekki að verða samferða inn á kenn- arastofuna. Þarna var Stefán Karlsson lifandi kominn. Hann áttar sig strax á ráð- leysi mínu og kemur mér vafninga- laust til hjálpar. Hann var sannur skáti, alltaf viðbúinn að veita aðstoð ef þörf krafði. Við gengumst undir prófin ásamt mörgum öðrum og sátum í sama bekk næstu þrjá vetur í gagnfræðadeild- inni, en þá skildi leiðir, ég fór í mála- deild, en Stefán í stærðfræðideild. Að loknu stúdentsprófinu 1948 fór Stef- án til náms erlendis, í íslenskum fræðum lengst af í Kaupmannahöfn en ég settist í lagadeild Háskóla Ís- lands. Vík varð því milli vina um ára- bil, en aldrei slitnaði vinabandið sem tengdi okkur saman og hófst með handabandinu góða framan við kenn- arastofuna í MA í maí 1942 og entist hnökralaust alla ævi okkar. Fyrir nokkrum árum tókum við bekkjarsystkinin að frumkvæði Stef- áns að hittast mánaðarlega yfir kaffi- bolla í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar og rifja þar upp m.a. gamlar minningar okkar frá skólaárunum. Þar var hann eins og ávallt hrókur alls fagnaðar, glaður og reifur í góðra vina hópi og við hin ekki í minnsta vafa um að Stefán yrði allra karla elstur og myndi lifa okkur flest. En enginn má sköpum renna og nú er vinur okkar fallinn frá. Hann mætti síðast í bekkjarkaffið okkar í byrjun mars, en ætlaði í apríl til Kaupmannahafnar og dveljast þar um sinn við fræðistörf sín. Ég ræddi síðast við hann í síma um miðjan apríl og ákváðum við að tala betur saman um jólin. Með Stefáni Karlssyni er horfinn sjónum okkar einstakur úrvalsmað- ur. Án þess að sækjast eftir því varð hann forvígismaður okkar bekkjar- systkinanna alla tíð og engum ráðum bekkjarins sem útskrifaðist 1948 þótti ráðið til lykta nema í samráði við hann. Stefán Karlsson var mikilsvirtur fræðimaður sem orð fór af víða um lönd. Okkur öllum sem áttum hann að vini og skólafélaga var hann ætíð þessi ljúfi, skemmtilegi og broshýri félagi, sem alltaf var reiðubúinn að rétta hjálparhönd hverjum sem með þurfti. Ég og Halldóra, kona mín, sendum dóttur hans og öllum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Baldvin Tryggvason. Þegar gamlir vinir falla í valinn verður manni tregt tungu að hræra. Stefán kvaddi skyndilega og óvænt, og því verður enn greinilegra hver harmur er kveðinn að vandamönnum hans og öllum hans mörgu vinum. Ótölulegir eru þeir sem áttu honum að þakka vinsamlegt samneyti, vin- áttu og skemmtan, og fjölmargir þakka honum mikla og margháttaða fræðslu og aðstoð. Nú eru senn liðnir sex tigir vetra síðan við Stefán kynntumst fyrst úti í Kaupmannahöfn, tveir þingeyskir sveitadrengir. Þá var hann nítján vetra, nýbakaður stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, kom- inn til Hafnar að nema dönsku við há- skólann; ég kominn þangað til að leggja stund á handritafræði og út- gáfukonstir hjá Jóni Helgasyni, hin- um mikla öldungi norrænna fræða. Sjálfur hvarf ég heim til Íslands eftir fjögurra ára Hafnarvist, en Stefán dvaldist þar nær óslitið í tvo tugi ára. Þá hafði hann lokið háskólaprófi í „nordisk filologi“ sem svo er nefnd, og hefur á íslensku kallast norræn málfræði eða textafræði. Og þá var hann dýpra sokkinn í íslensk hand- ritafræði heldur en mér auðnaðist nokkru sinni að verða; raunar leyfi ég mér að segja að hann hafi komist svo langt að verða mesti handritafræð- ingur sem Ísland hefur nokkru sinni átt. Einu sinni dvaldist ég nokkra daga hjá þeim hjónum Stefáni og Helgu seint á Hafnarárum þeirra. Á kvöldin töluðum við Stefán látlaust um íslensk handrit, og þótti mér hið mesta hunang að hlýða á fróðleik hans. En þar kom að Helga húsfreyja kvartaði um þetta nokkuð einhæfa umræðuefni. Þá svaraði Stefán og stundi við: „Ég get ekki talað um neitt annað en handrit.“ Eftir að hann fluttist heim til Íslands kom reyndar í ljós að hann gat talað um sitthvað fleira en handritin. En ávallt voru þau hans kærasta umræðuefni; og í tengslum við handritarannsóknir sín- ar öðlaðist hann yfirburða þekkingu á íslenskri tungu og bókmenntum að fornu og nýju. Hann var eins og lif- andi alfræðabók sem heimamenn og gestir Árnastofnunar leituðu til varð- andi fjölbreytileg efni á sviði handrit- anna. Á prenti liggur margt eftir hann um fræði þessi, og annað lætur hann eftir sig í vönduðum spjald- skrám, en því miður hverfur nú mikil þekking með honum undir græna torfu. Í rannsóknum Stefáns hygg ég að frumlegast og merkilegast hafi verið það sem kalla mætti „rithandafræði“. Á ungum aldri bjó hann til prentunar safn fornra skjala sem varðveitt eru í frumriti (Islandske originaldiplomer indtil 1450). Í framhaldi af þeirri út- gáfu og þeirri þekkingu sem hann hafði öðlast notaði hann síðan ein- falda, en snjalla aðferð til að finna hverjir hefðu skrifað hin ýmsu bréf (en ritararnir eru aldrei nefndir í bréfunum); og síðan tókst honum iðu- lega að uppgötva sömu rithendur í öðrum skrifum, t.d. í handritum fornra íslenskra sagna. Þetta var líkt og gestaþraut sem í fyrstu mátti virð- ast óleysanleg, en greiddist smátt og smátt og þandist út eins og mikið net. Æ fleiri skrifarar fornra handrita urðu kunnir með nafni, og mannfræð- in hjálpaði til að finna deili á þeim. Eftir tilteknum einkennum í skrift röðuðust handritin síðan saman í flokka eða „skriftarskóla“ sem aftur mátti tengja við tiltekin héruð og lær- dómssetur. Ólafur Halldórsson mun hafa orðið einna fyrstur til að beita sömu aðferðum sem Stefán í rithand- afræðum, en þeir hafa verið nánir samverkamenn langa ævi. Síðan hafa yngri menn bæst í hóp rithanda- fræðinga, bæði íslenskir og erlendir, og þessi aðferð eða fræðigrein hefur aukið stórmiklu við þekkingu vora á íslenskum bókmenntum frá fyrri tím- um – og á eftir að gera enn meira gagn á ókomnum árum. Með allri sinni þekkingu var Stefán frábærlega hjálpsamur maður, fórn- fús og yfirlætislaus. Ég gat þess hversu reiðubúinn hann var ætíð til að svara daglegum spurningum varð- andi margvísleg vandamál fræðanna. En hann lét ekki þar við sitja. Ef eftir var leitað eða honum þótti þörfin kalla átti hann til að vinna með mönn- um langtímum saman, mánuðum og jafnvel árum saman, við torveldar út- gáfur miðaldarita. Þegar verkinu lauk mátti öllum ljóst vera að hann átti í því meginþátt, einmitt þann þáttinn sem krafðist mestrar þekk- ingar og vandvirkni. En hann var ófá- anlegur til þess að láta nafn sitt standa á titilblaðinu við hlið hins út- gefandans sem notið hafði leiðsagnar hans og fyrirmæla svo árum skipti. Honum var nóg að vita að hann hafði greitt flækjuna „sem hann gat það best“. Við Sigríður vorum bæði bundin Stefáni bróðurlegum vináttuböndum allt frá ungum aldri. Ótaldar eru þær ánægjustundir sem við áttum síðar saman, á heimilum okkar eða annars staðar í hópi góðra vina, ekki síst með öðru samstarfsfólki Árnastofnunar þar sem Stefán var jafnan hrókur alls fagnaðar, og þessa minnumst við nú með innilegri þökk. Nú er sem dimm- ur skuggi hafi lagst yfir Árnastofnun við fráfall hans. En andi hans skal lifa þar innan veggja, andi hinna sönnu hugvísinda sem telur sér skylt að hafa það jafnan er sannara reynist; og minningin mun lifa um hinn góða dreng og merkilega mann. Við hjónin sendum Steinunni, dætrum hennar og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Jónas Kristjánsson. Þegar Stefán Karlsson kom til Kaupmannahafnar tvítugur stúdent ætlaði hann sér í dönskunám í Há- skólanum með það fyrir augum að gerast menntaskólakennari í heima- landi sínu að námi loknu. Hann hefði án efa orðið góður og vinsæll kennari sem hefði unnið dönskukennslu á Ís- landi ómetanlegt gagn, sem ekki hefði verið vanþörf á um miðja tutt- ugustu öld. En áhugi Stefáns beindist fljótt inn á aðrar brautir, ekki síst fyr- ir áhrif frá kennurum hans, sem skildu að þessi ungi Íslendingur væri efni í fræðimann. Þá var Jón Helga- son prófessor við Hafnarháskóla og jafnframt forstöðumaður Árnasafns. Handritasafnið var þá til húsa í Há- skólabókasafninu í einu herbergi sem var í senn handritageymsla og vinnu- herbergi forstöðumanns og þeirra fáu stúdenta, danskra og íslenskra, sem höfðu það sem íhlaupavinnu að skrifa upp texta úr handritum. Út- gáfustarfsemi Árnasafns var af skornum skammti, safnið var fátækt, vanrækt og fáum kunnugt, eins og Jón Helgason tók til orða í grein sem hann skrifaði 1950. En í byrjun sjötta áratugarins hófst deila sem stóð í Danaveldi í fimmtán ár, út af þeirri kröfu Íslend- inga að íslenskum handritum í opin- berum söfnum í Kaupmannahöfn yrði skilað heim til Íslands. Deilan leystist með handritalögunum 1965, sem í raun réttri skiptu handritasafni Árna Magnússonar í tvennt, þannig að starfsemin gæti haldið áfram óhögg- uð í báðum löndum. Það má segja að handritamálið, svo leiðinlegt og erfitt sem það var að mörgu leyti, hafi orðið til mikillar blessunar fyrir handritarannsóknir í báðum löndunum. Árið 1956 var stofnað Det arnamagnæanske insti- tut og handritin flutt í betri húsa- kynni í Proviantgården, birgða- geymslu Kristjáns konungs fjórða, við hlið Konunglega bókasafnsins, þar sem auk handritageymslunnar var bæði lestrarsalur, sérstakt vinnu- herbergi forstöðumanns, viðgerðar- verkstæði handrita og ljósmyndunar- klefi, að ógleymdu herbergi fyrir STEFÁN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.