Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 27
rust með HMCS Skeena í október 1944 og hetjulegu björgunarafreki Einars Sigurðssonar og fleiri
tjudáð
Morgunblaðið/ Jim Smart
slunnar fundu skrúfuna af HMCS Skeena og er hún orðin minnisvarði í Viðey.
KANADÍSKI tundurspillirinn HMCS Skeena strandaði
við Viðey 24. október 1944 í aftakaveðri. Í áhöfn Skeena
voru 213 manns. 
Skipinu hafði verið lagt við akkeri milli Engeyjar og
Viðeyjar. Akkerið hélt ekki í veðurofsanum og rak skip-
ið upp að vesturenda Viðeyjar. Skipverjar fengu skipun
um að yfirgefa skipið og 21 skipverja á tveimur björg-
unarflekum rak 8 km inn eftir Kollafirði þar sem heim-
ilisfólki á Mógilsá, vegfarendum og hermönnum tókst
að bjarga sex mönnum á lífi. Fimmtán fórust.
Skipunin um að yfirgefa skipið var afturkölluð og
þeim 198 sem héldu kyrru fyrir um borð tókst að bjarga
með undraverðum hætti. Þessi björgun er stærsta
björgunarafrek við Íslandsstrendur í mannslífum talið.
Hennar var hvorki getið í fréttum fjölmiðla né lögreglu-
skýrslum því atburðurinn taldist hernaðarleyndarmál.
Tvær bækur hafa verið ritaðar um sjóslysið. Kan-
adamaðurinn Isaac Unger, sem missti bróður sinn í
slysinu, ritaði bókina Skeena Aground, sem kom út
1992. 
Óttar Sveinsson skrifaði síðan bókina Útkall - hern-
aðarleyndarmál í Viðey, sem kom út í fyrra. Þá er unnið
að gerð heimildarmyndar um þennan atburð.
Fjölmennasta björgunin
Lúðurþeytari og fánaberar úr kanadíska sjóhernum heiðruðu minningu þeirra sem fórust í sjóslysinu.
Skeena á strandstaðnum við vesturodda Viðeyjar.
muldur
þú???
ar að
í ullar-
mömmu
dur var
lfsagt
. Þeir
nn víni. 
sagt að
a þreytt-
því að
una. Hún
gunum,
aunina.
daginn
i vel ekki
ð var að
m ekki
ð hann
ið fyrir
í Hval-
ft verið
nsliti og
úkra-
og nutu
, fjarri
MCS
S
kipsfélagarnir þrír af
HMCS Skeena eru komn-
ir á níræðisaldur en segj-
ast aldrei gleyma nóttinni
örlagaríku fyrir 62 árum þegar
skip þeirra strandaði við vest-
urenda Viðeyjar í ofsaveðri. Sjór-
inn gekk látlaust yfir skipsflakið,
stormurinn hvein og kuldinn nísti í
niðamyrkrinu. Það gekk á með
slydduhríð sem lamdi eins og hagl-
él. Olían úr rofnum tönkunum
flaut á sjónum og klesstist á það
sem fyrir varð svo allt varð klístr-
að, hált og svart. 
Félagarnir eru á einu máli um
að hetjudáð Einars Sigurðssonar
skipstjóra hafi skipt sköpum um
björgun 198 manna frá borði.
Kunna þeir honum ævarandi þakk-
ir fyrir og heiðra minningu hans
og annarra björgunarmanna.
Rommið hélt mér gangandi
Norman Perkins var yfirkyndari
um borð í HMCS Skeena.
?Þetta var versti stormur sem
ég hef nokkru sinni lent í um æv-
ina. Hræðileg nótt. Þegar þetta
var afstaðið voru fimmtán félagar
okkar fallnir í valinn,? sagði Perk-
ins. Hann kvaðst sannfærður um
að ef Einari hefði ekki tekist að
komast með björgunarlið á strand-
staðinn um nóttina hefðu mun
fleiri týnt lífi. ?Ég hef aldrei síðan
getað gleymt nafni Einars Sigurðs-
sonar og get aldrei gleymt því eða
fjölskyldu hans.?
Skipverjarnir voru dregnir í land
á björgunarflekum. Norman kvaðst
ekki muna hvort hann hafi verið
lengi að jafna sig eftir volkið.
?Líklega hef ég verið það, en
þegar maður er ungur er allt svo
auðvelt. En ég skil ekki enn og get
vart trúað því að við skulum hafa
gengið alla leið frá enda eyjarinnar
og þangað sem Einar lenti land-
gönguprammanum. Yfir svona
landslag og eftir nótt eins og þá
sem við höfðum verið um borð í
Skeena.?
Í landi var ekki mikill viðbún-
aður, skipbrotsmanna biðu hvorki
þurr föt né teppi. ?Um leið og ég
kom upp á klettabrúnina ofan við
fjöruna fékk ég rommsnafs. Hann
hélt mér gangandi upp á hólinn
þarna og þar fékk ég annan snafs,?
sagði Perkins og benti austur á
eyna. ?Rommið hélt mér gangandi
alla leið til Reykjavíkur.? Leighton
Steinhoff sjóliði var tvítugur og
tundurskeytamaður á HMCS
Skeena. Hann sagði að Skeena
hefði tekið þátt í innrásinni í
Normandí á D-degi, sökkt sjö skip-
um og orðið bæði fyrir árásum
flugvéla og kafbáta.
Þetta var slæmur endir
?Við höfðum komist af úr öllum
þeim hildarleik, en enduðum svo
með því að skipið dró akkerið hér
og strandaði. Við misstum hér
fimmtán menn. Það var slæmur
endir,? sagði Steinhoff. 
Á dekkinu voru virkar djúp-
sprengjur, tvær raðir í skut og sín
röðin með hvorri síðu skipsins.
Steinhoff fékk fyrirmæli um að
taka hvellhetturnar úr sprengj-
unum og gera þær óvirkar. Ella
var hætta á því að ef skipið ylti
myndu sprengjurnar springa og
valda dauða eða limlestingum allra
nærstaddra. ?Ég batt kaðal um
mittið. Ég var ungur þá, aðeins tví-
tugur, en hentist fram og aftur um
dekkið. Það þurfti nokkur handtök
til að losa hvellhetturnar, svo henti
ég þeim fyrir borð. Félagar mínir
spurðu hvort ég ætlaði ekki um
borð í fleka, en ég neitaði því.
Sagðist hafa fengið skipun um að
taka hvellhetturnar úr djúp-
sprengjunum.?
Steinhoff segist oft hafa leitt
hugann að slysinu, ekki síst eftir að
haldin var minningarathöfn þegar
60 ár voru liðin 2004. Hann kom þá
hingað ásamt félögum sínum. 
?Við komum á fund hjá Land-
helgisgæslunni og þar sagði ég
þeim að ég hefði kastað öllum
hvellhettunum úr djúpsprengj-
unum í sjóinn. Þeir höfðu ekki haft
hugmynd um það. Svo hringt í mig
á sunnudagsmorgni. Það var þá
Landhelgisgæslan. Þeir sögðust
ekki hafa fundið neinar hvellhettur
og spurðu hvað ég hefði hent
mörgum fyrir borð. Ég sagðist
ekki hafa hugmynd um það eftir
sextíu ár! En þeir höfðu fundið
skrúfuna af skipinu. Þess vegna er-
um við hér í dag.?
Steinhoff fékk lungnabólgu og
brjósthimnubólgu í kjölfar slyssins
og þurfti að dvelja í sex mánuði á
heilsuhæli. Eftir það hætti hann
herþjónustu. Hann sagði að sín
hefði beðið að fara til Japans, þegar
Skeena strandaði. Í staðinn endaði
hann heima í Kanada.
Einn af þeim heppnu
Ted Maidman var 19 ára sjóliði
og vann við byssur skipsins.
?Skipherrann okkar vildi halda
sjó og bíða af sér veðrið, en fékk
skipun um að koma hér inn og
leggjast við akkeri. Hér var grunn-
sævi og akkerið hélt ekki. Við lent-
um í klettunum og strönduðum. Ég
lenti í sjónum en þegar ég áttaði
mig á því að skipið sat fast fór ég
aftur um borð. Mér var svo bjargað
frá borði daginn eftir. Ég var einn
af þeim heppnu. Fiskimaðurinn
(Einar) stóð sig gríðarlega vel. Þeir
höfðu lent hinum megin á eynni og
komið svo yfir að strandstaðnum.
Línum var komið út í skipið og okk-
ur var bjargað þannig.?
Maidman sagði að vistin um borð
hefði verið erfið. Skipverjar voru í
nagandi óvissu um hvort þeim yrði
bjargað og biðu flestir á dekkinu
milli vonar og ótta.
?Við vorum allir löðrandi í olíu,
tankarnir höfðu rifnað og olían var
um allt. Við urðum að bíða í kuld-
anum á dekkinu. Þetta var hrylli-
leg, hryllileg nótt,? endurtekur
hann. ?Við vissum ekki hvort okkur
yrði bjargað eða ekki. Það var of
mikið brim til að björgunarskip
kæmust nálægt okkur. Við urðum
að bíða þess að björgunarmenn
kæmust í eyna og til okkar. Mig kól
á fótunum en að öðru leyti slapp ég
vel.
Eitt af því besta við að koma aftir
er að hitta Íslendingana. Þeir hafa
verið dásamlegir. Við höfum aldrei
kynnst jafn yndislegu fólki og mót-
tökurnar hafa verið höfðinglegar.
Þeir hafa tekið okkur eins og kóng-
um.?
Þrír skipverjar af
tundurspillinum
HMCS Skeena heiðr-
uðu minningu Einars
Sigurðssonar, skip-
stjóra á Aðalbjörgu
RE-5, og látinna
skipsfélaga sinna við
afhjúpun minnisvarða
í Viðey í gær.
Skipsfélagarnir við minningarskjöldinn um björgun áhafnarinnar af HMCS Skeena í október 1944. Skjöldurinn
er við hlið skipsskrúfunnar. F.v. Leighton Steinhoff, Norman Perkins og Ted Maidman.
?Þetta var hryllileg, hryllileg nótt?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52