Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar  Blaðbera vantar í Hveragerði Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00 Sölumaður Við leitum að öflugum og sjálfstæðum sölu- manni í fullt starf. Góð laun. Áhugasamir sendi inn svar á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „S—19195“ fyrir 27. okt. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulags- stofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Upphéraðsvegur, 931, Fellabær — Ekkjufell, Fljótsdalshéraði Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er ein- nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 24. nóv- ember 2006. Skipulagsstofnun. Húnaþing vestra Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002—2014 Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 5. október 2006 að auglýsa til kynningar eftirfarandi breytingu á aðalskipu- lagi Húnaþings vestra 2002—2014. samkv. 1. málsgrein 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum: Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breyttrar legu Hringvegar um Hrútafjörð og staðsetning- ar á nýju verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsuppdrátturinn mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Klappar- stíg 4 á Hvammstanga frá 23. október 2006 til 5. desember 2006. Einnig er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykja- vík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingatillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 5. desember 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinga- tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Sveitarstjóri Húnaþings vestra. Félagslíf  MÍMIR 6006102319 I Innsetning Stólmeistara  HEKLA 6006102319 VI  GIMLI 6006102319 III I.O.O.F. 19  18710238  F.L. I.O.O.F. 10  18710238  Fl. ✝ Jóhann Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. febrúar 1930. Hann varð bráðkvaddur 16. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Halldór Guðmundsson tog- arasjómaður og Sol- veig Jóhannsdóttir húsmóðir. Jóhann var yngstur fjög- urra bræðra, elstur var Óskar, f. 1924, d. 1991, næst- ur var Friðrik, f. 1925, d. 2002, þá Guðmundur J., f. 1927, d. 1997. Hinn 29. október 1957 kvæntist Jóhann eiginkonu sinni Kristínu Þorsteinsdóttur, f. 7. febrúar 1932, d. 8. nóvember 2004. Jó- hann og Kristín eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Solveig Jó- hannssdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, f. 1. júlí 1957, giftist Herði Zophaníassyni. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hrönn, f. 1974, sambýlismaður hennar er Þorsteinn Lýðsson. Börn þeirra eru Solveig Þóra, f. 2002, og Jök- ull Ernir, f. 2005. b) Erna, f. 1983. 2) Þorsteinn Jó- hannsson, jarðfræð- ingur, f. 14. janúar 1963, kvæntist 12. ágúst 1989 Katrínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 1991, b) Páll, f. 1993, og c) Pétur, f. 1997. Jóhann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og prófi í efnaverkfræði frá Háskól- anum í Köln í Þýskalandi. Eftir að Jóhann lauk námi vann hann sem sérfræðingur hjá Síldarverk- smiðjunni á Vopnafirði 1961, hjá rannsóknastofu Fiskifélags Ís- lands 1962–1965 og hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins 1965–75. Jóhann var forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða 1975–85 og sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins frá 1985 þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Útför Jóhanns verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mágur minn Jóhann Guðmunds- son er látinn. Hann var yngstur fjög- urra bræðra, sjómannssona sem bjuggu á Ásvallagötu 65 í Reykjavík sín æskuár. Þegar ég kom inn í fjöl- skylduna var Jóhann nýbúinn að ljúka stúdentsprófi og leið hans lá til náms í efnaverkfræði í München í Þýskalandi. Kynni okkar Jóhanns, sem var yngstur þeirra bræðra, voru hæg til að byrja með en að loknu námi Jóhanns og þegar Kristín Þor- steinsdóttir kona hans bættist í hóp- inn urðu kynni okkar meiri. Þau eignuðust tvö börn, Sólveigu og Þor- stein. Þá urðu ferðirnar fleiri í Árbæ- inn en þar höfðu þau byggt upp sitt heimili. Guðmundur J. eiginmaður minn var mikill vinur þessa bróður síns og voru áhugamál þeirra og vin- skapur æ ríkari sem árin liðu. Jó- hann vann mestan sinn starfsaldur hjá Fiskistofu Íslands og Hollustu- vernd ríkisins við sitt fag. Nú eru þeir allir fallnir frá synir sjómannsins á Ásvallagötunni og er þeirra sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Ég sendi börnum og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan mann lifa. Elín Torfadóttir. Í dag kveðjum við Jóhann Guð- mundsson, efnaverkfræðing, góðan samstarfsmann okkar frá dögum Hollustuverndar ríkisins. Jóhann vann hjá Hollustuvernd ríkisins í hálfan annan áratug við mengunar- varnir, fyrst og fremst við eftirlit með fiskmjölsverksmiðjum. Þetta var á miklum breytinga- og umbótatímum í umhverfismálum fyrirtækja. Jó- hann þekkti mjög vel mjöl- og fisk- iðnaðinn og sú þekking og reynsla sem hann bjó yfir nýttist vel í starfi. Hann fylgdist með og stuðlaði að miklum breytingum í mengunarvörn- um hjá fiskmjölsverksmiðjunum um land allt og var lykilmaður Hollustu- verndar ríkisins á því sviði. Hann vann mikilvægt brautryðjandastarf, ekki síst við að stuðla að minni lykt- armengun, en hún var víða viðvar- andi vandamál í sjávarplássum. Hver man nú lengur eftir peningalyktinni? Jóhann Guðmundsson á mikinn heiður skilið fyrir þær miklu framfar- ir sem náðst hafa í mengunarvörnum á þessu sviði. Jóhann var laginn við að koma sínu í gegn og gerði það af skynsemi og mannlegri hlýju. Hann vissi einnig að best væri að setja fram og fylgja eftir kröfum um umbætur í umhverfismálum í góðum árum þeg- ar fyrirtækin hefðu meiri efni og ættu auðveldara með að leggja eitthvað af mörkum. Þannig tókst honum fyrir hönd Hollustuverndar ríkisins að ná hvað mestum árangri miðað við að- stæður á hverjum tíma. Jóhann var fastur fyrir, hafði ákveðnar skoðanir og varði þær. Hann var mikill og glettinn sögumað- ur og hafði gaman af að segja sögur frá gamla tímanum, m.a. frá starfs- árunum hjá Síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði. Hann var margfróður og hafði víða tengsl. Ætíð skein í gegn góðvild og glettni í umfjöllun hans um menn og málefni. Þessir skapgerðareiginleikar hjálpuðu til við mannleg samskipti og nýttust vel þegar þoka þurfti erfiðum verkefnum áfram. Við erum þakklát fyrir ánægjuleg- ar og gefandi samverustundir og vottum aðstandendum Jóhanns inni- lega samúð okkar. Fyrrverandi samstarfsmenn á Hollustuvernd ríkisins. Jóhann Guðmundsson Mér var brugðið við sviplegt fráfall Birgis frænda míns. Auk þess að vera bræðra- synir og nánast jafnaldrar áttum við ýmislegt sameiginlegt þótt fleira hafa verið með ólíkum hætti í lífshlaupi okkar. Fyrstu árin bjuggum við í sama húsi og síðan lágu leiðir aftur saman á unglingsárunum þegar við unnum í byggingarvinnu á vinnustöð- um feðra okkar sem báðir voru húsa- smiðir. Á skellinöðrutímabilinu fórum við víða saman en síðan skildi leiðir. Birgir hafði marga skapgerðareig- inleika föðurættarinnar, s.s. óþrjót- Birgir Kristinsson ✝ Birgir Krist-insson fæddist í Reykjavík hinn 7. september 1958. Hann lést á heimili sínu hinn 11. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 20. október. andi dugnað, keppnis- skap og vandvirkni þar sem málamiðlanir eru sjaldnast rétta lausnin. Á yngri árum var hann jafnan léttur og stutt í gamansemi. Á síðustu ár- um þegar leiðir lágu aft- ur saman var hann alltaf jafn liðlegur og áreiðan- legur, til dæmis þegar ég leitaði eftir hjálp hans sem rafvirkja. Það breyttist ekki þó að hann bæri með sér erfiða bar- áttu við sjúkdóm, þunglyndi, sem ekki hafði tekist að vinna bug á og reyndist að lokum banvænn. Þrátt fyrir það birti yfir honum þegar hann stoltur sagði frá velgengni dætra sinna sem voru honum greinilega hjartfólgnar. Um leið og ég kveð kæran frænda sendi ég Katrínu eiginkonu hans, dætrunum Þorbjörgu og Kristínu og öðrum nánustu aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur Ó. Guðmundsson. Sem strákur hugsaði ég oft til þess dags með skelfingu þegar afi myndi deyja. Ég huggaði mig við það að með tilkomu nútíma tækni og vís- inda gæti afi orðið 105 ára, jafnvel 110. Föstudaginn 13. október rann þessi dagur upp. En sú mikla sorg sem ég hafði búist við lét að mestu leyti á sér standa. Í stað þess fylltist ég þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja afa í 30 ár. Þakklæti fyrir að hann skyldi fá að halda full- um sönsum og geta haft eitthvað fyr- ir stafni allt til síðasta dags. Þakk- Eyjólfur Valgeirsson ✝ Eyjólfur Val-geirsson fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu hinn 12. apríl 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. október. læti fyrir að hann skyldi fá að deyja með fullri reisn. Að skrifa eftirmæli um fólk var eitt af mörgu sem afi var einkar laginn við. Þegar hann varð níræður gerði hann upp sitt eig- ið lífshlaup í löngum og snjöllum brag. Þó svo allur sá bragur ætti vel við sem hans eigin eft- irmæli verður eitt vers látið nægja hér. Þótt ævidagar endi senn ég í sátt við Guð og menn með elfi tímans áfram renn út úr lífsins flaumi. Liðin ævi líkust góðum draumi. Það er mín ósk að sem flest okkar geti yfirgefið þennan heim jafn sátt við okkar lífshlaup og æðrulaus og afi var. Takk afi. Eyjólfur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.