Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 37 ✝ Guðný Bene-diktsdóttir frá Garði í Aðaldal, fæddist í Garði 21. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 16. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Bald- vinsson bóndi, Garði, f. 5. júlí 1884, d. 4. ágúst 1969, og Matthildur Hall- dórsdóttir húsfreyja og jurtalit- unarfrumkvöðull frá Kálfaströnd, f. 23. febrúar 1886, d. 11. febrúar 1974. Systkini Guðnýjar eru og voru Halldór húsasmiður, f. 30. mars 1919, d. 25. október 1959, Skafti búnaðarráðunautur, f. 16. mars 1925, Hólmfríður banka- starfsmaður, f. 5. október 1928. Hálfsystir Guðnýjar er Gerður Benediktsdóttir bóndi, f. 20. jan- úar 1920. Hinn 16. maí 1948 giftist Guðný Skarphéðni Guðmundssyni, f. 22. nóvember 1909, d. 4. febrúar 1992. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Marinó Ólafsson land- póstur og Anna Jónasdóttir hús- freyja. Börn Guðnýjar og Skarphéðins eru: 1) Benedikt 21. maí 1961, er Héðinn, viðskipta- fræðinemi í Dublin, f. 26. nóv- ember 1987. Valdimar og Íris slitu samvistum. Skólaganga Guðnýjar var, eins og þá tíðkaðist til sveita, í far- skólum, en að því loknu stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað í tvo vetur. Guðný starfaði mikið við búskap foreldra sinna í Garði og auk þess má nefna ráðskonustöður, einn vetur við Al- þýðuskólann á Laugum í Reykja- dal og tvo vetur á Reykjanesi við Ísafjarðadjúp. Hún var kaupakona eitt sumar á Torfastöðum í Biskupstungum og kaupakona á Æsustöðum í Húna- þingi. Hún réð sig seinna í vinnu við Langholtsbúið í Reykjavík og þar kynntist hún manni sínum Skarphéðni. Guðný og Skarphéðinn bjuggu í Garði frá árinu 1948, en árið 1962 fékk Skarphéðinn heilablóðfall sem hann náði sér aldrei af. Kjarnakonan Guðný hélt þá bú- skap áfram með ráðsmönnum og barnungum sonum sínum. Hún rak síðar félagsbúið Garði með Guðmundi syni sínum meðan kraftar leyfðu. Síðastliðin tæp þrjú ár hefur hún dvalið á Sjúkrahúsi Húsavík- ur við góða aðhlynningu og á starfsfólk bestu þakkir skilið. Útför Guðnýjar verður gerð frá Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan15. byggingatæknifræð- ingur/húsasmíða- meistari, f. 8. janúar 1949. Dætur Bene- dikts og Sesselju Hermannsdóttur rit- ara, f. 16. september 1950, eru: a) Guðný Valborg skrif- stofumaður, f. 22. júní 1975, býr í Lúx- emborg, sambýlis- maður hennar er Ingi Sölvi Arnarson flugumsjónarmaður, f. 11. apríl 1978, son- ur þeirra er Baldvin Bragi, f. 20. febrúar 2006. b) Guðrún Matt- hildur líffræðingur, f. 21. júlí 1980, sambýlismaður hennar er Ívar Örn Árnason líffræðingur, f. 12. apríl 1982. Benedikt og Sess- elja slitu samvistum. Sambýlis- kona Benedikts er Ingveldur Har- aldsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. nóvember 1953. 2) Halldór bif- vélavirki/búfræðingur, f. 19. des- ember 1951. 3) Guðmundur bú- fræðingur/bóndi, f. 24. júní 1954, sambýliskona Guðmundar er En- rice Ernst kennari, f. 17. júní 1979. 4) Valdimar Hólm lífeyrisráðgjafi/ iðnrekstrarfræðingur, f. 18. nóv- ember 1959. Sonur Valdimars og Írisar Sævarsdóttur kennara, f. Kæra vinkona, já Guðný mín, það varst þú mér, kær vinkona og að leið- arlokum vil ég þakka þér vináttuna og tryggðina alla tíð. Þakka þér allar stundirnar við eldhúsborðið í Garði, allar veitingarnar þar fyrr og síðar, sem alltaf voru veittar af höfðings- skap, eins og þín var von og vísa. Ég minnist samtala okkar, það var nokkuð sama um hvað þau snerust, þú varst alls staðar vel heima, fróð um flest. Hrossin sást þú út, hvað í þeim bjó og úr gat orðið. Við ræddum svo fjölmargt og átt- um svo góðar stundir saman, hvort sem var í Garði eða í Skriðu, að ógleymdum skemmtiferðum okkar, upp í Mývatnssveit, út í Kinn eða til Akureyrar. Ég gleymi ekki, þegar ég kom heim eftir tveggja mánaða dvöl í París fyrir nokkrum árum og hóf að segja þér frá öllu, sem ég upplifði þar. Þá varst þú alveg með allt á hreinu hvað sú borg hafði upp á að bjóða, söfnin, frægu göturnar, að ógleymdum tískuverslunum, sem þú vissir líka hvað hétu. Að ég væri að tala um eitthvað sem Guðný í Garði hafði ekki heyrt um áður, nei, ó nei, ekki nú aldeilis. Þetta sýndi hvað þú varst víðlesin og hve mikillar þekk- ingar þú hafðir aflað þér og þetta dæmi er bara eitt af ótalmörgum um þinn fróðleik, sem ekki verður tíund- aður frekar hér. Guðný mín, þakka þér hlýjuna og umhyggjuna, sem þú sýndir mér og Jóhannesi alla tíð, spurningarnar þínar, sem mér þótti svo vænt um, munu hljóma um ókomna tíð: Hvað er að frétta úr Skriðunni? Hvernig hefur hann Jóhannes það núna? Ég kveð þig með orðum Einars Benediktssonar: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Kolbrún Úlfsdóttir. Það er svo skrýtið hvernig bara hversdaglegir hlutir og hin og þessi samtöl frá gömlum dögum koma upp í hugann eftir símtalið frá pabba. Amma er búin að kveðja. Það er erfitt að koma fyrir öllum minningunum í einni grein því mann langar að segja svo margt. Ég fór alltaf í sveitina til ömmu frá 8 til 16 ára aldurs. Vann þar sem kaupakona seinni árin. Fyrir mig í dag er þetta ómetanlegur tími, að hafa fengið að kynnast sveitalífinu, og gaf okkur ömmu mikinn tíma sam- an. Það voru oft langir dagar í sveit- inni þegar rigndi, svo maður fann upp á ýmsum hlutum að dunda sér við. Amma var mikil handverkskona, hún saumaði mikið og prjónaði. Þeg- ar ég var yngri sat ég tímunum sam- an við að gramsa í gegnum efnisbút- ana hennar og saumadót og hannaði mín eigin föt á dúkkurnar. Hún hjálp- aði mér svo að sauma þau saman í saumavélinni. Það var alltaf nóg að gera í sveit- inni. Þegar minningarnar streyma fram sé ég fyrir mér sól og sumar, hlýtt úti, heyskapurinn á fullu og amma sat heldur ekki með auðar hendur. Ég finn lyktina og bragðið af sérstaka sköndlabrauðinu hennar sem var vel sykruð kaka bökuð úr ferskum broddi úr nýborinni kú. Soð- ið brauð, kleinur og randalínur, bak- að í tonnatali, og svo var alltaf soðin rabarbarasulta. Við stóðum tímunum saman við að skera rabarbara úr garðinum og sjóða og setja á krukkur og merkja. Margra ára birgðir voru soðnar hvert sumar en allt borðað samt. Alltaf fórum við tvær saman í berjamó vestur í fjall, týndum heilu föturnar af aðalbláberjum. Svo var nauti heimaslátrað og ég man að ég skar niður mörinn og við hjálpuð- umst að við að bera hausinn af naut- inu úr skúrnum, við héldum sín í hvort eyrað. Ömmu var ekki fisjað saman. Ég var yfirkúahirðirinn og því sótti ég kýrnar á hverjum morgni, en aldrei sendi amma mig út matar- lausa. Yfirleitt var hún búin að hræra skyr og setja skálar og skeiðar til- búnar á borðið þegar ég kom fram á morgnana. Ef ekki þá fékk ég rús- ínur og súkkulaði í poka sem var að- eins vinsælla hjá mér en 3 hrá egg hrærð í mjólk. Hún lét mig einnig hafa glas út í fjós sem ég handmjólk- aði í á hverjum morgni og drakk úr. Amma fór aldrei til útlanda en hana dreymdi um fjarlæg lönd og ferðalög. Það gafst aldrei tími til þess frá sveitalífinu. Hún las alltaf dönsku blöðin, fylgdist með sjónvarpi og sló garðinn með orfi og ljá. Hún sagði mér sögur frá lífinu í gamla daga og kenndi mér gamlar vísur. Alltaf á jól- unum kom pakki að norðan fullur af heimatilbúnu konfekti og fullkomnu handverki frá ömmu; dúkkur, prjón- uð og saumuð föt á dúkkurnar mínar. Amma sagði við mig á hverju sumri að ef ég skyldi vakna einn morguninn og ekki hún, þá ætti ég ekki að vera leið. Hún væri búin að lifa vel og lengi og ég ætti ekki að gráta. Það eru 20 ár síðan. Elsku amma, ég veit þú ert hvíldinni fegin og ég vona að þú sért komin til fjar- lægra landa eins og þig dreymdi um. Ég mun sakna þín og gömlu daganna okkar mikið. Ég hef engu gleymt sem þú kenndir mér og börnin mín munu fá að kynnast þér í gegnum minning- arnar. Góða ferð amma mín. Guðný Benediktsdóttir tvö. Elsku amma. Ég heimsótti þig á hverju sumri. Ég var ekki lengi í senn en þó í nokkrar vikur. Ég hlakkaði alltaf jafnmikið til að koma í sveitina, hitta öll dýrin sem fjölgaði með hverju árinu og fá bakkelsið hennar ömmu. Oft á dag barstu dýrindismat, kökur, tertur og brauð á borð og fylgdi heimagerða rabarbarasultan ætíð með, óháð því hvað var á boðstólum. Ekki má gleyma bestu mjólk í heimi sem var drukkin með öllu. Þú sagðir mér sögur af pabba þeg- ar hann var lítill og bræðrum hans. Sögur af huldufólkinu sem býr í klettinum úti á túni gegnt eldhús- glugganum. Þegar ég rölti heim úr fjósinu eða reiðtúrnum eftir skemmtilegan og annasaman dag varst þú oftar en ekki í eldhúsglugganum brosandi og veifandi, ég vissi að þú beiðst með bakkelsi á eldhúsborðinu. Bless elsku amma mín og þakka þér fyrir allt. Guðrún Matthildur Benediktsdóttir Guðný Benediktsdóttir eins og innfædd, slík var ást þeirraá staðnum. Ragna fór fljótlega að starfa með eldri borgurum í öflugu tómstundastarfi og afraksturinn lét ekki á sér standa. Yndislegar gjafir bárust vítt og breitt og báru list- fengi frænku minnar vitni. Ég veit að í erfiðum veikindum hennar var félagsskapurinn við fólkið og útrásin fyrir sköpunar- gleðina henni mikils virði. Nú er komið að leiðarlokum í þessari veröld, en ég gæti allt eins trúað að þær systur Ása, Ragna og mamma sitji saman við hannyrðir á öðrum stað. Amma Pálína lítur brosandi eftir og sér að það sem hún innprentaði þeim ungum hérna megin hefur varðveist, þær vanda sig og gera allt vel. Ég kveð frænku mína og þakka henni samfylgdina gegnum árin. Hrefna Kristbergsdóttir. Hrefna Kristbergsdóttir Á svona stundu fer maður á flug aftur í tímann og minningar hellast yfir mann. Mér er minnisstæðast þegar þið Baldur buðuð mér gist- ingu í Álakvíslinni, á þeim tíma leigði ég herbergi úti í bæ, var eitt- hvað veikur og ykkur Baldri fannst það ómögulegt að ég væri einn og veikur úti í bæ. Ég fékk að gista í gestaherberginu en það leið ekki á löngu þar til ég færði mig yfir í herbergið ská á móti, þannig að þessi veikindi mín enduðu á því að við Þóra urðum par. Þó að nokkrir árekstrar hafi verið á milli okkar til að byrja með, þá er það löngu gleymt og grafið. Þegar ég flutti til ykkar borðaði ég bara draslmat og var mjög matvandur, þú kenndir mér að borða íslenskan mat og stendur þar upp úr íslensk kjötsúpa og plokkfiskur sem þú gerðir af- bragðsvel. Það góða í þínu fari var hreinskilni og komst þú þínu á framfæri án þess að móðga viðkom- andi. Í öll þessi ár hafið þið Baldur staðið eins og klettur við hliðina á okkur Þóru, oft höfum við á aðstoð þurft að halda, t.d. vegna drengj- anna okkar, sem voru mikið hjá ykkur, hvort sem þið bjugguð vest- ur í bæ, í Laugargerðisskóla eða Borgarnesi. Strákarnir búa að því alla ævi. Það var alltaf gott að tala við þig um alla hluti, þú dæmdir aldrei neinn, það er fáum gefið. Æðruleysið kemur fyrst upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Einnig varstu með lúmskan húmor, sem ég hafði gaman af. Það er mikill sökn- uður sem fylgir því að þú sért farin frá okkur en jafnframt léttir fyrir þig að þurfa ekki að berjast lengur við sjúkdóminn sem hafði sigur að lokum. Strákarnir okkar Þóru sakna líka ömmu Rögnu, en eru sáttir við að amma þurfi ekki að þjást meira. Nú ertu komin til engl- anna og er ég viss um að þú sért búin að stofna föndurklúbb, enda gaf föndrið þér mikið og allir í kringum þig fengu að njóta þess. Elsku Ragna það er með trega sem ég kveð þig. Takk fyrir allt. Einar Hermannsson. Elsku Ragna, nú ertu farin leið- ina löngu en minningin um þig mun lifa í huga mér. Þær voru þrjár systurnar, Ragna, Dídí og mamma Ása. Ragna var yngst þeirra og síðust til að kveðja þennan heim. Þær voru ákaflega samrýndar og mikill sam- gangur á milli heimila þeirra og bróður þeirra, Halldórs. Um helgar fórum við systkinin með mömmu og pabba í bíltúr til Reykjavíkur í heimsókn til ömmu og afa í Mel- gerði, þar sem Ragna bjó ásamt fjölskyldu sinni. Við börnin lékum okkur saman og iðulega fengum við að gista. Ekki þótti mér verra þeg- ar Ragna kom með fjölskylduna í sveitasæluna á Álftanesi og Inga, Ingólfur og Gugga gistu hjá okkur. Samgangur minnkaði þegar allir voru orðnir fullorðnir en þegar ég eignaðist mín börn fórum við Valli að heimsækja Rögnu og Baldur meira. Sérstaklega minnist ég hversu gaman Andra og Dagnýju þótti að heimsækja þau í Lauga- gerðisskóla. Mamma hafði farið með Dagnýju þangað einhverju sinni þegar hún heimsótti þau og fannst Dagnýju svo gaman. Þar var dekrað við hana. Baldur fór með hana í sund og á hestbak, sem er eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. Ragna spilaði við hana og föndraði með henni. Þau voru eins og afi og amma. Dagný hændist mjög að Rögnu, sérstaklega eftir að mamma dó. Hún hikaði ekkert við að heimsækja Rögnu og Baldur ein, hvort sem var í Laugagerðisskóla eða Borgarnes. Ég minnist Rögnu sem glaðrar konu sem alltaf var brosandi og jákvæð, þrátt fyrir að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Hún var blíð og góð og sérstaklega bóngóð. Glæsileg kona var Ragna og ungleg, bæði á líkama og sál. Það var ekki fyrr en síðasta daginn sem ég sá hana að mér fannst Ragna hafa elst. Það var daginn sem baráttan var að tapast í löngu stríði við illvígan sjúkdóm. Þrátt fyrir þessa baráttu var hún eins og ég minnist hennar frá æsku alla tíð. Elsku Baldur, Inga, Gugga, Ing- ólfur, Maja og Þóra Björk, ég sam- hryggist ykkur innilega en veit að góðar minningar um Rögnu eiga eftir að fylgja okkur öllum um alla framtíð. Pálína Sveinsdóttir. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (V.Briem) Það eru forréttindi að hafa átt þig að vini í gegnum árin, konu sem var með stórt hjarta, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og gleðja aðra með fallegum munum sem þú gerð- ir sjálf – þú varst listamaður í þér. Við hjónin kynntumst Rögnu og Baldri fyrir nokkuð mörgum árum, þá í gegnum sameiginlegt áhuga- mál sem voru hestar. Það voru farnar margar útreiðar og það var ekki farið af stað nema Ragna og Baldur kæmu því þá var ferðin full- komin því að betri vini var ekki hægt að hugsa sér. Það var alltaf gaman hjá okkur – við náðum svo vel saman – og svo allar stundirnar sem við áttum með ykkur hjónum í Laugagerðisskóla, Borgarnesi og Skorradalnum – það var mikið spil- að, spjallað og sungið þegar við hittumst og rifjaðar voru upp gaml- ar minningar og þá voru hestar of- arlega í huga. Það væri hægt að halda endalaust áfram að rifja upp góðu minningarnar sem við áttum með þér en við viljum minnast Rögnu, sem við kveðjum nú í dag, konu sem hafði svo margt að gefa; kærleika, vinskap, gleði, hláturinn og ekki síst kraftinn sem hún Ragna hafði þó oft væri hún mjög veik.Við erum aldrei búin undir að kveðja en fyrirheit Drottins um ei- líft líf gefa okkur von um endur- fundi í dýrð eilífðarinnar. En við kveðjum Rögnu í þökk fyrir sam- fylgdina og trausta vináttu á lífsins vegi. Felum við hana þeim Guði sem gaf henni lífið og biðjum góðan Guð að styrkja Baldur, börnin, tengdabörn og aðra ættingja og vini. Karl og Emilía. Ljúf og fölskvalaus rós er fölnuð, eftir stranga og langa baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hún bar af stakri hugprýði og reisn til efsta dags. Við tímamót hrannast upp góðar minningar frá umliðnum áratugum, þar sem Ragna var æ brosmild, gefandi og með mjög góða nærveru. Viljum við hjón þakka órofa tryggð, gæsku og gleði sem frá henni hefur stafað í firð fortíðar, er gengið var af græskuleysi um gleð- innar dyr. Megi minning um mæta konu milda söknuð og fylgja okkur um ókomna tíð. Vottum Baldri og afkomendum okkar dýpstu samúð. Far í friði á ódáinsakra eilífðar. Rut og Friðgeir. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.