Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 49 Til minnar ástkæru Bergþóru. Enginn skyldi velkj- ast í vafa um að við elskuðum hvort annað. Þú kenndir mér að lifa einn dag í einu. Við lifðum í þessu andartaki. Til hvers að hafa áhyggjur af morgundeginum, kannski er hann hreinlega ekki til. Það sannaðir þú daginn áður en þú lést. Þú varst svo full af lífskrafti þetta eftirmiðdegi sem ég heimsótti þig á sjúkrahúsið. Það hvarflaði hvorki að þér né mér að þetta væri okkar hinsta stund saman. Þú skrif- aðir niður hvað ég ætti að koma með næsta dag til þín. Þú varst sannfærð um að eftir nokkra daga yrðirðu flutt á litla spítalann í Brovst og að ekki væri langt í að þú kæmir heim að nýju. Þú ljómaðir þegar þú sagðir „heim að nýju“, þú elskaðir Dúkku- húsið, heimilið okkar. Áður en ég kvaddi þig sagðirðu: „Mundu nú að knúsa og kyssa Jackpot frá mömmu.“ Jackpot var hundurinn okkar. Ég var í góðu skapi þegar ég keyrði heim. Ég hugsaði um nikótínplásturinn sem þú hafðir fengið á spítalanum, hann átti að fjarlægja löngunina í sígarettur. Þú varst svo ánægð með þennan plástur því þú varst sannfærð um að hann gæti hjálpað þér til að hætta að reykja. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að ég myndi ekki hafa áhyggj- ur af þér. Þér tókst að láta mér líða þannig að ég var sannfærður um að þú kæmir skjótt heim, þannig að það sem eftir lifði dags var ég áhyggju- laus og svaf rótt um nóttina. Klukkan sjö um morguninn vakti síminn mig. Hjúkrunarkona sagði mér að þú hefð- ir yfirgefið mig, að þú hefðir látist í svefni um nóttina. Elsku Bergþóra mín, þakka þér fyrir að hafa kennt mér að lifa og njóta dagsins í dag, að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum. Ég er sannfærður um að þú varst ekki með- vituð um að dauðann myndi bera að garði þegar hann kom og sótti þig. Við höfðum oft talað um dauðann. Við vissum að hann myndi koma til okkar einn daginn og sækja okkur. En svo lengi sem við lifðum myndum við elska hvort annað. Nú er líkami þinn ekki lengur hér, en þú lifir í hjarta Bergþóra Árnadóttir ✝ Bergþóra Árna-dóttir fæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1948. Hún lést á sjúkrahúsinu í Ála- borg í Danmörku 8. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hvera- gerðiskirkju 31. mars. mínu og sál þín er hér ennþá, ég finn svo sterkt fyrir henni. Ég er stoltur yfir því að þú þoldir mig í næstum því átján ár. Ég er stoltur yfir því að hafa búið með ein- um af merkustu lista- mönnum Íslands. Þú munt aldrei gleymast. Það sem þú hefur skapað með tónlist þinni mun lifa að eilífu. Heiðruð skal minning þín. Ég elska þig. Þinn Peter. Elsku vinkona. Þakka þér samfylgdina hér á Hótel Jörð. Þú skilur eftir þig perlustráða jörð af fallegum minningum í gegnum mörg ár. Takk fyrir samveruna nú í febrúar í Vogum, sem var okkur Sverri mjög dýrmætur tími. Þú barðist hetjulega í þinni baráttu með Hákarlabragð að leiðarljósi, enda þér líkt að fara eigin leiðir. Ég, Sverrir Rúnar og Arnar kveðj- um þig að sinni með ljóði eftir þig við lagið Lindu: Silfurtærri röddu hún söng um lífisins þrá, um sumarið og blómin og himinhvolfin blá. Hún átti glæsta framtíð og óskum stráða braut. Því yndisfagrar gjafir í vöggugjöf hún hlaut. En allt í einu dauðinn svo ógnvekjandi, grár, enda batt á hljóminn er glitraði sem tár. Mig langar svo að vita, góði Guð: – hvort gloppa sé í þínum himnamálum? Er það ekki vanhugsað að eyða svona lífi, eða ertu að safna hæfileikasálum? Hvar er gæska þín Guð? Gefðu svar, kæri Guð. Það er svo vont að skilja hvað vakir fyrir þér. Þú virðist oftast góður en stundum harla þver. Samt vil ég reyna að trúa, því tilgangslaust það er að temja sér að dæma því bið ég fyrir þér. Því mig langar svo að vita góði Guð: – hvort gagnslaust er að breyta reglum þínum? Þú gætir kannski pælt í að plotta betur næst og pínulítið fara eftir mínum. Ég veit að gæska þín Guð, getur breyst, kæri Guð. Megi Guð og alvaldið gefa fjöl- skyldu þinni og ástvinum styrk. Minning þín mun lifa. Eyrún. Þú samdir lag við ljóðið mitt, því legg ég blóm í kransinn þinn. Ég skil það ei, hve fórstu fljótt, þú flýttir þér í himininn. Í sæludraumi sveifstu héðan, þitt sungu englar lag á meðan. Nú hafðu mína hjartans þökk, þig heillar ennþá ljóðið mitt. Þú hreyfir létt þinn hörpustreng ég heyri úr fjarska lagið þitt. Það ómar blítt í aftanskini, sem ástarbros frá horfnum vini. (Hugrún) Það er með sorg í hjarta að ég skrifa þessi kveðjuorð um Bergþóru Árnadóttur vinkonu mína. Dauðinn kemur manni alltaf að óvörum, mér datt ekki í hug að hennar tími væri kominn. Þó vissi ég að hún var veik, en hún vildi ekki tala um veikindi sín, uppgjöf var ekki hennar stíll, svo hún bar sig alltaf vel. Aðeins fjórum dög- um fyrir andlát hennar töluðum við saman í síma og vorum líka í tölvu- sambandi. Ég hef þekkt Bergþóru í u.þ.b. 16 ár. Á þessum árum höfum við Gísli heimsótt hana og Peter mörgum sinnum og gistum við þá oftast. Þau bjuggu í litlu þorpi á Norður-Jótlandi, og litla notalega húsið þeirra heitir „Dúkkuhúsið“ Alltaf tóku þau okkur opnum örmum, og oft var glatt á hjalla og spjallað um heima og geima. Brandarar Peters voru líka vinsælir, og mikið hlegið af þeim. Þær eru líka kærar minningarnar frá árunum sem Árni og Alla Magga, foreldrar Berg- þóru, bjuggu í litlu þorpi í nágrenni við þau Peter. Þá var spilað og sungið og alveg óskaplega gaman að vera með þeim öllum. Við Bergþóra vorum ólíkar á margan hátt, höfðum ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum, ekki sömu kröfur eða óskir til lífsins. En frá fyrstu kynnum mynduðust ákaf- lega sterk bönd á milli okkar og var það fyrst og fremst tónlistin og söng- urinn, sem tengdi okkur þessum böndum. Ég veit að okkur þótti mjög vænt um hvor aðra. Þegar ég kynnt- ist Bergþóru, var ég nýbyrjuð á söng- ferli mínum og ansi græn, alltaf studdi hún mig og gaf mér góð ráð af reynslu sinni. Var óspör á að hrósa mér og gladdist innilega með mér þegar vel gekk. Við sungum oft sam- an fyrir mörgum árum síðan og smullu raddir okkar vel saman. Alltaf var spennandi að heyra álit Bergþóru á nýjum lögum sem ég hafði samið. Lögin hennar eru svo falleg og hríf- andi og hún var ansi klár að spila á 12 strengja gítarinn sinn, það var öf- undsvert og aðdáunarvert að sjá og heyra. Hún var líka góður penni og hefði átt að skrifa mikið meira en hún gerði. Hún samdi fallegt ljóð fyrir mig fyrir tveimur árum. Ljóð sem mér þykir mjög vænt um. Ég vona að hún sé ánægð í himninum með lagið sem ég samdi við það nokkrum dög- um eftir að hún lést. Nú, meðan ég skrifa þessi kveðjuorð til þín kæra Bergþóra, syngur þú fyrir mig og mér finnst ansi sárt að heyra rödd þína og vita að ég get ekki hringt í þig og talað við þig. Lögin Móðursorg, Sumarið sem aldrei kom, Eftirskrift og Hveragerði snerta mig alltaf sér- staklega djúpt, þú syngur þau með svo mikilli tilfinningu og innileik. Sár söknuður nístir, en minningarnar ylja og ég veit að lög þín og ljóð munu lifa og hrífa þjóð okkar um ókomna fram- tíð. Gísli sendir þér kærar kveðjur og þakkar þér fyrir samfylgdina. Bergþóra hefur nú haldið á vit nýrra verkefna í tónlistinni á æðri til- verustigum. Nú getur hún aftur sungið og spilað á gítar með pabba sínum og sungið dúett með fleiri ís- lenskum tónlistarmönnum í engla- kórnum í himnaríki. Kæri Peter, Alla Magga, Jón Tryggvi, Birgitta, barna- börn, systkini og allir sem eiga um sárt að binda, ég bið þess að geisli hækkandi sólar megi ylja og varpa birtu á ljúfar minningar um Bergþóru Árnadóttur. Guð geymi þig, kæra vinkona. Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir (Gullý Hanna), Danmörku. Sjarmi hennar var umvafinn vísna- söng. Hún hafði svo margt til brunns að bera, en það vildi flæða svolítið um víðan völl eins og oft gerist með al- vöru ævintýri. Hún var sjálf vísna- söngur, ljóð og lag af bestu gerð. Bergþóra Árnadóttir hefur verið köll- uð burt langt fyrir aldur fram. Henn- ar er sárt saknað. Við töluðum saman síðast í haust leið. Þá ákváðum við að halda tónleika saman í vor í Grímsey og víðar. Við tökum það seinna, eilífð- in hleypur ekkert. Hvar sem Bergþóra fór varð lág- lendið að fjalli. Hún var sterkur per- sónuleiki, sérstök, hlý og svo rík af æðruleysi að jaðraði við galdra. Á vísnavinaárunum setti hún mik- inn svip á það samfélag og sem betur fór nutu landsmenn einnig gáfu henn- ar með lögum og ljóðum sem hún lék í þáttum og á plötum sínum. Bergþóra Árna hafði sígildan tón, svolítið hása og seiðandi rödd, en svo örugga og mjúka í senn. Það var alltaf gott að hitta Berg- þóru, vita af henni, hugsa til hennar. Kynnum við hana fylgdi straumur sem gaf sig ekki þótt hún væri fjarri. Það er grábölvað að eiga ekki lengur von á henni á næsta horni Lækjar- torgs eða Ráðhústorgsins í Köben. En minningin lifir, söngvar hennar, brosmildi hennar og lífstaktur sem hélt sínu striki í gegn um þykkt og þunnt. Megi góður Guð fylgja henni um lendurnar miklu, styrkja börnin hennar og ástvini alla. Sjarmi hennar mun umvefja „sælli veröld“ vísna- söng. Árni Johnsen. Hinn 8. mars 2007 á Alþjóðlega kvenréttindadeginum, lést Bergþóra Árnadóttir, vinkona mín til 35 ára. Það gerist margt, sem ekki á að ger- ast og má ekki gerast, því þrátt fyrir veikindi hennar var ég viss um að fá að njóta nærveru hennar tíu og kannski tuttugu ár í viðbót. Samskiptin hafa alltaf verið mikil, þótt Begga væri í Danmörku og ég í Frakklandi. Ég á góðan bunka af skemmtilegum bréfum, sem hægt er að lesa aftur og aftur. Síðan skipt- umst við á tölvupósti og töluðum oft í síma, t.d síðasta kvöldið sem hún lifði. Ekki datt mér þá í hug að þetta yrði síðasta samtal okkar. Við hlökkuðum til vorsins, en þá ætlaði Begga að koma til Parísar og fara með mér til Belle-Ile, þar sem ég á heima. Vin- áttan er ekki sjálfgefin í lífinu og það er gott að hafa átt vináttu hennar. Hún var rífandi skemmtileg, full af lífskrafti og hafði gott skopskyn. Fátt óx henni í augum og aldrei fór hún í manngreinarálit. Hún hafði sterka út- geislun, var umburðarlynd og for- dómalaus, en með ákveðnar skoðanir. Í veikindum sínum sýndi hún mikið hugrekki og kvartaði aldrei. Nú eru það minningarnar og atvikin, sem ég held í. Það eru orð og nærvera henn- ar, sem gerði heiminn að betri og skemmtilegri stað. Prakkarastrikin á okkar yngri árum og svo allar ferð- irnar okkar til Þorlákshafnar. Í þeim ferðum varð lagið „Þorlákshafnar- vegurinn“ til og líka ræddum við lífið og tilveruna, sameiginleg áhugamál, gleði og sorgir. Hún var mikill dýra- vinur og löngum ræddum við um kettina okkar. Hún var alltaf til stað- ar fyrir mig, þegar ég þurfti þess með. Begga var mikil listakona, ein- stakur laga- og ljóðasmiður og fram- lag hennar til tónlistar á Íslandi er frábært. Plötur, kassettur og diskar, eru orðnar gatslitnar af notkun á mínu heimili. Við erum mörg, sem stöndum eftir full af söknuði og sorg, en líka rík af minningum og þakklæti yfir því að hafa kynnst Beggu, á með- an hún lifði meðal okkar. Og allt mitt líf, mun hún og tónlistin hennar vera í hjarta mínu. Elsku Peter, ættingjum hennar og vinum, votta ég samúð mína. Anna Dóra Theódórsdóttir. Látin er tengdamóð- ir mín Málfríður Sig- urðardóttir eða Fríða eins og hún var ætíð kölluð. Fríða hefur verið hluti af lífi mínu síðan ég var 16 ára unglingur. Ég hitti Fríðu fyrst þegar ég kom feimin og dálítið kvíðin í mína fyrstu heimsókn til væntanlegra tengdaforeldra á Stillholtið fyrir 39 árum síðan. Kynn- in eru því orðin æði löng. Ég hefði ekki þurft að vera kvíðin, því við fyrstu kynni tóku þau Fríða og Guð- mundur mér eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Það sem mér fannst einkenna Fríðu var mikill myndarskapur við allt heimilishald og heimilisstörf. Snyrtimennska var henni í blóð borin og blasti hvarvetna við á heimilinu. Kökurnar hennar bráðnuðu í munni Málfríður Sigurðardóttir ✝ Málfríður Sig-urðardóttir fæddist á Akranesi 29. ágúst 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 28. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 9. mars. og alltaf var hægt að ganga að því vísu að nóg væri til og í miklu úrvali. Af Fríðu lærði ég ýmislegt í þessum efnum og sumt af því hefur orðið að óhagg- anlegum hefðum á mínu heimili. Til dæm- is er enginn bolludagur nema ömmu Fríðu bollur séu bakaðar og fleira mætti telja. Fríða var nokkuð vel lesin, minnug og fróð um marga hluti. Hún hafði mikinn áhuga á ýmsum þjóðleg- um fróðleik og þekkti landið sitt ótrú- lega vel, ekki síst ef tekið er tillit til þess að hún var ekki mikið fyrir ferðalög. Þótti fremur óþægilegt að sitja í bíl eða flugvél. Okkur tókst þó einu sinni að ná henni með í þriggja daga ferð ásamt fjölskyldu minni norður á Strandir. Þangað höfðum við Birgir komið áður, en það hefði mátt halda að það sama gilti um hana, svo vel þekkti hún örnefni, bæjarnöfn og nefndi fólk sem hún hafði lesið um sem þarna bjó, rakti ættir þess og uppruna. Áhugi hennar á ættfræði var töluverður, ef hún hefði tileinkað sér tölvutæknina meðan heilsan leyfði hefði Íslendingabók fengið að finna fyrir því. Þetta var hins vegar ekki eina áhugamálið, tónlist af ýmsu tagi heillaði hana mjög, hún var músíkölsk og nánast alæta á tónlist, hlustaði á klassísk verk gömlu meistaranna, Bítlana og Bubba en lét þungarokkið eiga sig. Hún söng og starfaði í kirkjukórnum á Akranesi í tvo ára- tugi og hafði af því mikla lífsfyllingu. Áður en göngin komu undir Hval- fjörðinn var sjaldnast farið í heim- sókn á Akranes án þess að gista. Við Fríða sátum oft og spjölluðum fram á rauða nótt og bar þá margt á góma. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðfélags- málum og var í rauninni töluvert póli- tísk, þó ekki flokkspólitísk, réttlætis- kenndin var sterk og hún tók yfirleitt málstað þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. En oftast var þetta nú léttara hjal um daginn og veginn og stundum var kíkt í bolla. En nú þegar komið er að kveðjustund, vil ég þakka þér Fríða mín fyrir samfylgdina í öll þessi ár og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Guð- mundur, það var aðdáunarvert hvað þú annaðist hana Fríðu af mikilli alúð og dugnaði, einkum síðustu rúm tvö árin þegar halla fór undan fæti. Guð veri með þér og allri fjölskyldunni. Ragnheiður Hafsteinsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför frænda okkar, KOLBEINS ÞORLEIFSSONAR, Ljósvallagötu 16, Reykjavík. Hanna Signý Georgsdóttir, Bragi Guðmundsson, Hannes Guðmundsson, Hanna Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HÖRÐUR ANDRÉSSON, Blásölum 22, Kópavogi, lést að heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 8. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Laufey Linda Harðardóttir, Jóhannes Georgsson, Elfur Erna Harðardóttir, Jón Trausti Gylfason, Ragnheiður Martha, Alexandra og Jóhanna Linda Jóhannesdætur, Berglind Birta og Freyja Lind Jónsdætur, Björnveig Andrésdóttir, Hanna Andrésdóttir Cronin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.