Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNINGARGESTUM kann að bregða við og halda að þeir séu um það bil að hnjóta um, eða stíga ofan á tærnar á svörtum karlmannsskó sem birtist skyndilega neðst á sjónhimn- unni þegar gengið er inn í F-sal á efri hæð Hafnarhússins. Þetta reynist vera verkið Par (2005) eftir Hrein Friðfinnsson (f. 1943) sem er þarna við innganginn. Hreinn hefur verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum og öðlast viðurkenningu á al- þjóðlega vísu. Yfirlitssýning á verk- um hans stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur og eru þar sýnd sömu verk og á sýningunni sem sló öll að- sóknarmet í hinu virta Serpentine- galleríi í Lundúnum nú í sumar. Sam- hengið er auðvitað annað núna: sam- spil við annars konar sýningarrými og heimalandið, sem svo mjög hefur mótað tilurð verkanna og þar sem margir þekkja til verka listamanns- ins. Á sýningunni, sem er í sölum E og F, má sjá ljósmynda- og textaverk, lágmyndir, skúlptúra auk þess sem fundnir hlutir af ýmsu tagi mynda uppistöðuna í mörgum verkanna. Skórinn virðist í fyrstu stakur, af vinstri fæti – en reynist eiga sér sam- svörun í fleiri en einum skilningi auk þess að vísa í skó sem listsögulegt myndefni manna eins og van Gogh, Magritte og Warhol. Samhverfa/ andhverfa, spegilmynd, samræmi, endurtekning, jafnvægi: þetta eru lykilatriði í þeirri hljóðlátu, hárfínu íhugun sem verkin eru sprottin af. Val og uppsetning verkanna end- urspeglar einnig slíkar áherslur. Til dæmis er eins konar spegilportrett Hreins af sjálfum sér tvítekið líkt og mætist innhverfa og úthverfa; sama má segja um hendur sem virðast teygja sig niður að óræðum mörkum til móts við spegilmynd sína, sem er í senn fjarlæg og rétt innan seilingar, auk þess að skírskota til freskunnar eftir Michelangelo í sixtínsku kapell- unni. Fleiri verk eiga sér samsvörun í öðru, eða öðrum verkum af líkum toga annars staðar í rýminu: svo sem pappakassarnir, sem í er fólgin þrívíð vísun í geómetríska afstraksjón; dul- arfullar, samsettar myndir sem tengjast Miðjarðarhafi; lágmyndir sem leika á sjónskynjun áhorfandans; fluguhnýtingar og ýmsar þyrpingar af doppum, dropum eða sex- strendingum. Endurtekningin býr einnig innan einstakra verka; hún myndar eins konar umgjörð utan um innri leik eða átök sem lúta að sjón- rænum og fagurfræðilegum ígrund- unum.Ytra rými fer t.d. á flug í verk- um sem bera heitið Ker (2002) og afstrakt-expressjónisminn leikur lausum hala í hinu annars agaða og minímalíska verki Svif (2000). Leikurinn er sterkur þráður á sýn- ingunni og listamaðurinn kemur sýn- ingargestum ítrekað skemmtilega á óvart. Raunar þurfa þeir að setja sig á köflum í nokkurs konar einka- spæjarastellingar – svo að minnir á manninn sem gægist út um gluggann í Sjö sinnum (1978/79) – í leit að því sem ekki blasir við í fyrstu og því sem er af óáþreifanlegan toga. Leikurinn gerist á mörkum hins óræða og dulda, tilhögun sýningarinnar ýtir undir það. Listamaðurinn skorar á sýningargesti að láta honum í té sín innstu leyndarmál og varpa þeim þannig – spegla þau – yfir í eigin hug- ardjúp. Það er óhlutbundin fegurð, í ýms- um skilningi, sem virðist Hreini eink- um hugleikin og hann miðlar til áhorfandans af óbrigðulu ljóðrænu innsæi. Bygging verkanna er að hluta fólgin í óefniskenndum þáttum, ekki síst birtu og skuggamyndum. Lista- maðurinn leitast við að fanga hið óhöndlanlega: regnbogi líkt og fellur um stund í lófa hans; hann framkallar himin og jörð í einni andrá eða færir heiminn allan „inn“ í hús eða kallar einfaldlega fram myndina af heim- inum/hlutnum í huga okkar – hvernig hann getur rúmast í hugtakinu. Verk Hreins eru vettvangur marg- slungins merkingarspils sem tengist skynjun og hugsun, dulvitund, minn- ingum og tungutaki, en rannsókn á því hvernig tungumálið mótar vitund- ina er veigamikill þáttur verkanna. Hreinn fæst við síkvika merkingu texta í orðaleikjum, frásögnum, þjóð- sögum og ýmsum bókmenntatextum, eins og hún birtist í íslenskri menn- ingarvitund. Titlarnir, ýmist á ensku eða íslensku, eru mikilvægur hluti verkanna; samspil myndar og texta/ titils í verki eins og So Far opnar endalausar merkingarvíddir. Uppsetning sýningarinnar gengur vel upp, hún stuðlar að því að virkja skilningarvitin og fá þau með í leik- inn. Stiklað er á stóru og kannski fremur við hæfi að ræða um endurlit fremur en hefðbundna yfirlitssýn- ingu; endurlit sem felur í sér skemmtilegt sjónarhorn og túlkun á ferli þessa frjóa og snjalla listamanns. Úthverfa, innhverfa Myndlist Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Til 27. janúar 2008. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur 500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar 250 kr. Hópar (10+) 250 kr. Yngri en 18 ára: ókeypis. Ókeypis á fimmtudögum. Sýningarstjóri: Kitty Scott. Umsjón með uppsetningu í Hafn- arhúsi: Ólöf K. Sigurðardóttir. Hreinn Friðfinnsson – yfirlitssýning Anna Jóa Morgunblaðið/Kristinn „HÄNDEL á Ítalíu“ er yfirskrift tónleika kammerhópsins Nordic Af- fect í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 19.30. Þar syngur heimsþekkt sópransöngkona, sérfræðingur í túlkun barokktónlistar, Susanne Ry- dén, með NoA. Hópurinn flytur ver- aldlegar kantötur eftir Händel auk óperuaría eftir Alessandro Scarlatti sem sjaldan hafa heyrst hér á landi. Susanne Rydén hefur á síðustu ár- um skipað sér í fremstu röð túlkenda barokk- og klassískrar tónlistar og unnið með stjórnendum á borð við Nikolaus Harnoncourt, Joshua Rif- kin og Christhopher Hogwood. Hópurinn er skipaður innlendum og erlendum hljóðfæraleikurum sem allir hafa lokið námi í flutningi tón- listar á frumhljóðfæri og hefur hann leikið í Danmörku, á Íslandi og í Hol- landi og fengið mjög góðar viðtökur. Händel á Ítalíu Nordic Affect skipa Halla Steinunn Stefánsdóttir og Julia Fredersdorff barokkfiðluleikarar, Hanna Loftsdóttir barokksellóleikari, Karl Nyhlin lútuleikari og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari. Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ var full Hallgrímskirkja sem hlýddi á tónleika Mótettukórsins, enda hefur kórinn fyrir löngu skipað sér sess sem einn af betri blönduðu kórum landsins. Einnig var efnisvalið spennandi, Requiem eftir Ildebrando Pizzetti, sem hefur ekki verið flutt áð- ur hér á landi, og svo aftur Requiem Gabriels Faurés, sem hefur oft verið flutt í heild sinni í kirkjum landsins, en kaflar úr verkinu eru einnig vin- sælir til flutnings einir og sér. Tón- leikarnir byrjuðu á sálumessu Piz- zettis, sem er samin fyrir stóran kór án undirleiks. Flutningurinn var góð- ur, kórinn var mjög samstilltur í dýnamík og var hljómur hans á stund- um svo hreinn og tær að minnti helst á englaraddir og átti ómfagur sópr- aninn stóran þátt í því. Þó virðist kór- inn því miður gjalda fyrir hinn hvim- leiða skort á körlum í blönduðum kórum, því oft vantaði upp á þéttni karlraddanna, sérstaklega tenórsins, sem var oft rétt undir tóninum í inn- komum í rólegri köflum en gjarnan of hár þegar kórinn söng í forte. Því var karlakór Schola cantorum kærkomin viðbót við samhljóm kórsins í sanctus- kaflanum, þar sem Pizzetti skrifar inn annan kór. Minna bar á þessu í sálu- messunni eftir Fauré, enda bættist þar við undirleikur; Björn Steinar Sólbergsson, orgel, og Elísabet Waage, harpa, sem bæði skiluðu sínu hlutverki með ágætum. Marta Guð- rún Halldórsdóttir brá sér í hlutverk hins fíngerða drengjasóprans í hinni vinsælu Aríu Pie Jesu og naut tær- leiki raddar hennar sín vel. Söngur Benedikts Ingólfssonar var einnig góður og rödd hans hljómmikil, með björtum yfirtónum. Vel fluttar sálumessur Tónlist Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja á Allra heilagra messu, 4. nóvember, kl. 17. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Ásamt kórnum komu fram Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, Benedikt Ingólfsson, bassi, Elísabet Waage, harpa, Björn Steinar Sólbergs- son, orgel, og karlakór Schola cantorum sem söng í einum kafla Pizzettis. Mótettukór Hallgrímskirkju – Requiem eftir Ildebrando Pizzetti og Gabriel Fauré  Ólöf Helga Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.