Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurJónsson söngv- ari fæddist í Reykja- vík 10. maí 1920. Hann lést á Drop- laugarstöðum að- faranótt 5. nóv- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru Halldóra Guð- mundsdóttir frá Akranesi, f. 26. sept. 1894. d. 10. október 1964, og Jón Þorvarðsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. mars 1890, d. 23. júlí 1969. Systkini Guðmundar eru Þorvarður, f. 1921, d. 1948, Stein- unn Ágústa, f. 1923, Jón Halldór, f. 1929, Ragnheiður, f. 1931, d. 2003, og Gunnar, f. 1932, d. 2005. Fyrri kona Guðmundar var Þóra Haraldsdóttir, f. 24. apríl 1925, d. 11. júlí 1982. Foreldrar hennar voru Ástríður Ein- arsdóttir, f. 1902, d. 1993 og Haraldur Þórðarson skip- stjóri, f. 1893, d. 1951. Börn Guðmundar og Þóru eru: 1) Ástríður, f. 1947, börn Þóra Hermannsdóttir Passauer, f. 1969, og Guðmundur Kristjánsson, f. 1973. 2) Þorvarður Jón, f. 1953, maki Áslaug Guðmundsdóttir, synir þeirra eru Haraldur, f. 1977, og Jón Þór, f. 1982. 3) Halldóra, f. 1958, börn, Ingibjörg Þóra Helga- kennslu og störfum á tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins. Árið 1966 varð Guðmundur framkvæmda- stjóri RÚV og gegndi því til ársins 1985. Guðmundur kenndi við Söngskólann í Reykjavík um ára- bil. Frumraun Guðmundar á óp- erusviðinu var í hlutverki Rigolet- tós í samnefndri óperu Verdis í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleik- hússins haustið 1951. Hann söng mörg óperuhlutverk á farsælum ferli, meðal annars hlutverk gamla mannsins í Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson sum- arið 1982. Varla hefur nokkur ein- söngvari sungið jafn mörg íslensk lög og Guðmundur gerði og skipta upptökur Ríkisútvarpsins með söng hans hundruðum. Söngferill Guðmundar hófst fyrir alvöru meðan hann var enn í námi árið 1946 er hann söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur og Stefáni Íslandi á nær 60 tónleikum á tveggja og hálfs mánaðar tón- leikaferð um Bandaríkin. Að ferð- inni lokinni var Guðmundur gerð- ur að heiðursfélaga kórsins, en samstarf kórsins og Guðmundar gaf meðal annars af sér lagið Hraustir menn sem naut gríð- arlegra vinsælda á sínum tíma. Guðmundi hlotnaðist fálkaorða fyrir störf sín að tónlist. Og árið 2006 voru Guðmundi veitt Tónlist- arverðlaunin það árið, úr hendi forseta Íslands við hátíðlega at- höfn í Þjóðleikhúsinu. Guðmundur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. dóttir, f. 1978, Sunna Shabnam Radma- nesh, f. 1987, Dagur Radmanesh, f. 1988, Þór Aria Radma- nesh, f. 1991. Eiginkona Guð- mundar er Elín Sól- veig Benediktsdóttir, f. 19. júní 1937. For- eldrar hennar eru hjónin Benedikt Jak- obsson íþróttakenn- ari, f. 1905, d. 1967 og Vivan Jakobsson Svavarsson sjúkra- þjálfari, f. 1910. Börn Elínar eru Guðlaugur Kristinn, f. 1954, Vivan Hrefna, f. 1956, d. 1995, og Björg- ólfur, f. 1957, Óttarsbörn, og Sól- veig Jóhannesdóttir, f. 1962. Guðmundur lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1937 og var við framhaldsnám í Wood’s College í Hull veturinn eftir. Árið 1941 hóf hann söngnám hjá Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara og 1943- 1944 og 1945-1946 var hann við nám í Samoiloff’s School of Music í Los Angeles. Frá 1947 til ’49 var Guðmundur við nám í Kon- unglegu tónlistarakademíunni í Stokkhólmi og veturinn 1959-1960 sótti hann einkatíma í söng í Vín- arborg. Starfsferil sinn hóf Guð- mundur sem skrifstofumaður en að framhaldsnámi í söng loknu helgaði hann sig söngnum, söng- Við kveðjum í hinsta sinn með miklum söknuði hann afa okkar, vel vitandi að hann er kominn á góðan stað. Okkur langar að minnast tíma okkar á Hagamelnum og þeirra frá- bæru stunda sem við áttum þar með afa og ömmu. Hagamelurinn var okkar annað heimili og þar fengum við oft að gista. Þá sá afi um að við- halda barnatrúnni og fór með faðir- vorið með okkur þegar kominn var háttatími. Hann var líka duglegur að stunda sundið og við fengum oft að fljóta með. Afi þekkti alla á leiðinni út í Vest- urbæjarlaug og við munum vel hvað við vorum stolt þegar hann kynnti okkur fyrir fólkinu og sagðist vera svo ríkur að eiga okkur. Það var fátt sem haggaði afa og hann tók flestu með stóískri ró. Einu sinni sem oftar fengum við að fara með afa á tónleika. Hann var að fara að syngja í óperunni Ótelló í Há- skólabíói, uppáklæddur í kjól og hvítt. Á leiðinni út í bíó var keyrt inn í hliðina á Volvónum. Afi steig út úr bílnum alveg pollrólegur. Hann sagði mönnunum að hann væri smávegis tímabundinn, væri að fara að syngja og þetta yrði bara leyst seinna. Stuttu síðar var afi mættur á réttum tíma og tróð upp án þess að láta nokkuð á sig fá. Svo blikkaði hann til okkar í miðju klappi en það gerði hann oft. Ein jólin var mamma með ákveðið þema í gangi heima hjá okkur og allt var skreytt í rauðu, grænu og köngl- um. Þá fórum við bara til ömmu og afa og skreyttum tréð hjá þeim. Þar voru jólakúlurnar marglitar og af ýmsum gerðum. Á jóladag fórum við alltaf með afa niður í Útvarp á jólaball. Það fannst okkur frábært og eftir ballið sá afi um að útdeila „slikkeríi“ og jólaepl- um til allra krakkanna. Afi var ekki mjög handlaginn en hann var hins vegar einstaklega góð- ur í að pakka fyrir ferðalög. Einu sinni vorum við að fara austur í bú- stað í Laugardalnum og afi var búinn að troða svo miklu í skottið að bíllinn tók niðri í fyrstu beygju. Þá var snúið við, létt aðeins á farminum og farnar tvær ferðir. Minningarnar eru margar og góð- ar og þegar við byrjuðum að rifja upp æsku okkar í sameiningu komu enda- laust fleiri upp í hugann og við fyllt- umst gleði og þakklæti. Hann var afi okkar og lét okkur aldrei gleyma hversu vænt honum þótti um barna- börnin sín. Elsku afi, við þökkum þér og ömmu samfylgdina. Við erum rík að hafa átt ykkur. Þóra og Guðmundur (Mummi). Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur og það er erfitt að kveðja þig. Við finnum huggun í því að við vitum að núna ertu kominn til ömmu. Margar eru minningarnar. Ég fæddist og bjó með mömmu og pabba í kjallaranum á Hagamelnum. Ég fékk oft að kúra á milli þín og ömmu. Það var svo nota- legt. Ég man þegar ég var í skólasundi í Vesturbæjarlauginni og þú mættir hress og kátur. Krökkunum í bekkn- um fannst svo magnað að þú gast synt alla laugina án þess að koma upp úr að þau byrjuðu að kalla þig hval- inn. Ég var nú mjög stolt og montin enda flott að eiga afa sem gat synt svo langt án þess að koma upp eftir súrefni. Það var alltaf gaman að fá þig i heimsókn. Þá mættir þú með bland í poka og vínarbrauð handa okkur. Það var nú toppurinn. Það var alltaf værð og ró yfir þér. Við gátum setið saman í þögn en samt notið samveru hvort annars. Við systkinin munum minn- ast þín eins og þú varst alltaf í eldhús- inu, að leggja kapal og að taka í nefið, raulandi lög. Þó að þú sért farinn þá mun minningin um þig lifa i hjörtum okkar. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta, elsku afi okkar. Ingibjörg Þóra, Sunna, Dagur og Þór. Guðmundur Jónsson frændi minn og fóstri er látinn 87 ára gamall. Guð- mundur eða Mummi frændi eins og ég kallaði hann alltaf hefur átt við- burðaríka og góða ævi. Hann var söngvari af Guðs náð og einn elsk- aðasti söngvari þjóðarinnar. Aðrir en ég eru hæfari til að rekja söng- og listaferil hans. Kynni mín af Mumma frænda hóf- ust af alvöru fyrir 33 árum þegar ég var tólf ára gamall og missti móður mína. Ég var sendur í fóstur til hans og Þóru Haraldsdóttur eiginkonu hans eða Döddu eins og hún var köll- uð en hún var systir föður míns. Á þessum tíma voru þau með stórt heimili og þrjú börn fyrir en það breytti ekki þeirri staðreynd að þau voru tilbúin að taka mig í fóstur. Mér er minnisstætt þegar systir mín hringdi í Döddu og spurði hana hvort hún gæti tekið á móti mér. Í þessu símtali var Dadda frænka ekki að tví- nóna við hlutina heldur sagði við syst- ur mína: „Sendu strákinn, hann er velkominn á heimili okkar Mumma.“ Tveimur árum áður en móðir mín dó höfðu foreldrar mínir skilið, þannig að ég var nokkuð brotinn á þessum tímapunkti. Að komast á þessum tíma í fóstur á heimili þeirra Mumma og Döddu frænku var mikið gæfu- og heillaspor fyrir mig í lífinu. Heimili þeirra hjóna var einstaklega gott heimili. Þau hjónin reyndust mér af- skaplega vel þau fimm ár sem ég bjó hjá þeim. Árin frá tólf ára aldri til sautján ára aldurs eru mikil mótun- arár hjá flestum og var dýrmætt fyrir mig að fá að eyða þeim í faðmi þess góða fólks sem Mummi og Dadda sannarlega voru. Dadda frænka mín, sem lést árið 1982, stýrði heimilinu af miklum myndarskap og dugnaði og studdi vel við Mumma í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ég hugsa til þess tíma er ég bjó hjá þeim barst talið einhverju sinni að dugnaði og Mummi sagðist vera latur að eðlisfari. Mér fannst þetta á þessum tíma skrýtin staðhæf- ing hjá honum því á þessum tíma var hann framkvæmdastjóri RÚV í fullu starfi, söng um helgar í jarðarförum, kenndi á kvöldin í Söngskólanum og tók þátt í uppfærslum á óperum í Þjóðleikhúsinu. Samhliða þessu var hann virkur félagi í sjálfboðastarfi Kiwanis. Þessi staðhæfing hans um leti lýsti kannski best af öllu þeirri stóísku ró og æðruleysi sem hann bjó yfir en Mummi frændi hafði alla tíð góða og þægilega nærveru eins og ég man eftir þeim tíma sem ég bjó á heimilinu. Á þessum tímapunkti langar mig að þakka fóstra mínum kærlega fyrir allt. Allir sem kynntust honum og höfðu kynni af honum urðu betri eftir kynnin en fyrir. Nú er hann lagður af stað í ferðalagið langa og ég veit að það verður tekið vel á móti honum. Eftirlifandi eiginkonu hans Elínu, börnum hennar og börnum Guð- mundar, Ástríði, Halldóru og Þor- varði, og börnum þeirra sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Axel Pétursson. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Í byrjun október árið 1946 héldu félagar í Karlakór Reykjavíkur upp í ferð vestur um haf til tónleikahalds víðsvegar um Bandaríkin og Kanada. Með í ferð var fremsti tenórsöngvari landsins, Stefán Íslandi, en ytra beið hópsins ungur söngnemi í Kaliforníu. Sá hét Guðmundur Jónsson. Þeir tveir komu fram með kórnum næstu tvo og hálfan mánuðinn en á þeim tíma voru haldnir einir 60 tónleikar. Þessu ferðalagi eru gerð greinargóð skil í bókinni Hraustir menn, saga Karlakórs Reykjavíkur frá 1926- 2001, sem Þorgrímur Gestsson skráði. Þar er vitnað í dóma gagnrýn- enda sem sóttu tónleikana, þar sem m.a. var farið afar lofsamlegum orð- um um frammistöðu Guðmundar. Vinsældir hans voru slíkar að á ein- um tónleikum þurfti hann að flytja þrjú aukalög. Þessi ferð var upphafið að farsælu samstarfi Guðmundar við kórinn sem stóð í áratugi og eftir hana var hann gerður að heiðurs- félaga í Karlakór Reykjavíkur. Guð- mundur fylgdi kórnum í næstu utan- ferðum hans. Ein umfangsmesta ferðin var farin árið 1953 þegar siglt var með Gullfossi til Miðjarðarhafs- ins þar sem m.a. voru haldnir tón- leikar í Alsír í Norður-Afríku. Há- punktur þeirrar ferðar hlýtur að teljast heimsókn til Píusar XII páfa í Róm þar sem Guðmundur söng ein- söng með kórnum í Agnus Dei eftir Bizet. Var það ógleymanleg stund þeim sem upplifðu hana. Þá var Guð- mundur með í för í annarri heimsókn kórsins til Ameríku árið 1960 þar sem ferðast var um í sex vikur og haldnir 39 tónleikar. Enn eru ótalin þau fjöl- mörgu skipti sem Guðmundur Jóns- son söng einsöng á árlegum vorsam- söngvum Karlakórs Reykjavíkur og var hann ávallt til taks þegar kórinn fagnaði stórum áföngum í sögu sinni. Frægasta minnismerki um samstarf Guðmundar Jónssonar og kórsins er án efa lagið Hraustir menn eftir Sig- mund Romberg við íslenskan texta Jakobs Jóhannessonar Smára. Lag þetta sem löngu er orðið sígilt var fyrst hljóðritað árið 1959 auk þess sem Guðmundur söng það margoft á tónleikum með kórnum. Þá var það á sínum tíma með vinsælustu lögunum í óskalagaþáttunum Ríkisútvarpsins. Þó svo að nokkuð sé síðan Guð- mundur Jónsson dró sig í hlé á söng- sviðinu er hann alls ekki gleymdur unnendum tónlistar. Honum voru veitt heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna árið 2005 og þar sem hann stóð á sviði Þjóðleikhússins ásamt félögum í Karlakór Reykjavík- ur lét hann sig ekki muna um að hefja upp raust sína og flytja Lofsöng Beethovens sem hann söng svo oft. Þótti viðstöddum aðdáunarvert hve þróttmikil rödd hans var enn þrátt fyrir háan aldur. Nú er sú rödd hljóðnuð en hún mun lifa áfram í huga þeirra sem hana heyrðu og ekki síst á ljósvakanum því fjölmargar upptökur eru til af söng hans. Saga Guðmundar Jónssonar er samofin sögu íslenskrar tónlistar og vissulega markaði hann spor í sögu Karlakórs Reykjavíkur. Um leið og við færum aðstandendum hans hug- heilar samúðarkveðjur minnumst við hans af þakklæti og virðingu. Vigfús M. Vigfússon. Kveðja frá Söngskólanum í Reykjavík Nú bar svo við árið 2006 að Guð- mundi Jónssyni voru veitt Tónlistar- verðlaunin það árið, úr hendi forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóð- leikhúsinu. Undirritaður var fenginn til að kynna Guðmund til leiks – eins og þess þyrfti! Mér varð á, að afsaka skömmu síð- ar við hann hólið í kynningunni. Það brá fyrir kunnuglegum glettnis- glampa í báðum augum: „Elsku drengurinn minn,“ sagði hann og glotti, „þetta var nú bara asskoti góð minningargrein“. Ég tek vin minn og lærimeistara á orðinu … „Saga okkar Íslendinga gegnum aldirnar vísar til þess að skáld og far- andsöngvarar hafi yljað okkur við að- stæður sem við í dag berum ekki skynbragð á, sem betur fer. Skáldum og farandsöngvurum fyrri tíma var margt til lista lagt og voru í raun lista- menn síns tíma. Sönglistin er undur- samleg list. Ef til vill undursamlegust allra lista. Í stórbrotnustu verkum tónbókmenntanna, óperulistinni, birt- ist einhver mesta snilligáfa sem mannsandinn hefur búið yfir, en þar að baki liggur mikill lærdómur, enda- laus kunnátta og þrotlaus vinna. Nú getur enginn okkar sagt beint út hvað list er eða hvernig hún eigi að vera þannig að allir verði á eitt sáttir. Samt erum við oft furðu sammála um ýmsa menn, að þeir séu listamenn. Einn slíkur maður var Guðmundur Jónsson óperusöngvari og söngkenn- ari. Hann hefur göfgað okkur með fag- urri list sinni og ber því heitið lista- maður með rentu. Á ferli sínum sýndi hann og sannaði að smáþjóð á möguleika á að eignast stórmenni á hvaða sviði sem er. Eng- inn vafi var á því að Guðmundur Jóns- son gat lagt út á braut óperuhúsa og konsertsala á alþjóðlegum vettvangi, en hann kaus frelsið – kaus að fara heim að námi loknu og gerast íslensk- ur listamaður. Sú ákvörðun var afdrifarík fyrir ís- lenska þjóð, fyrir íslenskt samfélag. Guðmundur Jónsson var í farar- broddi í tæp 60 ár sem söngvari og kennari, uppalandi nýrrar kynslóðar söngvara. Sú ákvörðun verður aldrei metin til fulls né þökkuð nægilega. Guðmundur var gamansamur mað- ur, léttur í lund, stutt í spaug og gam- anmál. Hann bjó yfir mjög góðri mál- tilfinningu, var skáldmæltur með frábært brageyra enda þýtt margar óperur og óperettur til flutnings á óp- erusviði. Starfsvettvangur hans sem söngv- ari var í Þjóðleikhúsi allra Íslendinga. Þar söng hann fyrir 57 árum titilhlut- verkið í fyrstu alvöru óperusýningu sem uppfærð var á Íslandi. Síðan skiptu hlutverkin tugum. Illmennið Scarpia úr Toscu, afskiptasaman föð- ur, Germont, úr Traviötu, fjöruga rakarann Figaro, úr Rakaranum frá Sevilla, karlkvölina Dr. Malatesta úr Don Pasquale, ástsjúkan Marcello úr La Boheme, djöfullegan Dr. Miracle úr Ævintýrum Hoffmanns að maður tali nú ekki um spaugilegan svína- bóndann úr Sígaunabaróninum. Í Ís- lensku óperunni söng hann hinn virðulega Sarastro úr Töfraflautunni og æringjann hefnigjarna, Falke, úr Leðurblökunni. Eitt síðasta hlutverk Guðmundar var gamli maðurinn úr Silkitrommunni sem flutt var á Listahátíð í Reykjavík, farið með í frækna ferð til Caracas í Venesúela í Suður-Ameríku og tekið upp fyrir sjónvarp. Þarna, eins og endranær, hlaut hann frábæra dóma. Sem samstarfsmaður var hann góður og traustur félagi og vinur, hreinskiptinn og uppörvandi. Hann var kennari af Guðs náð og vann ómetanlegt starf við uppbyggingu og kennslu við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann starfaði í meira en 30 ár. Hann bauð okkur síðast til tónleika þegar hann var 70 ára. Ógleymanleg- ir tónleikar þar sem hann, á efri ár- um, sýndi hvernig reynsla og tækni hinns sanna listamanns vinnur gegn öllum lögmálum og normum.“ Við vottum Elínu eiginkonu Guð- mundar, börnum, stjúpbörnum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Öll eigum við um sárt að binda þegar ást- vinur deyr, hverfur á braut. En þegar grannt er skoðað má vega og meta; hvorum er greiði gerður og með hverju: Að lifa fram yfir lífsgetu, eða Guðmundur Jónsson Afi minn Hér segi ég sögu um góðan mann ég undi mér oft að heimsækja hann. Hann var söngvari hann var afi minn hann var góður við alla. Nú er hann dáinn ég sakna hans. Hann skilur eftir gleði og sorgir í hjarta mínu. Hildigunnur Þórsdóttir Saari. Á sextugsafmæli Guð- mundar Jónssonar árið 1980 kom fram í blaðaviðtali, að eftir nám erlendis hefði hann fengið mörg girnileg starfs- tilboð, sem hann hafnaði. Þá varð undirrituðum að orði: Stefnan trekin, ein var átt, til Íslands sigldi gnoðin. Hafnaði frægð og frama þrátt fyrir gylliboðin. Með virðingu og samúðar- kveðjum, Guðmundur Magnússon. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.