Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 27 MINNINGAR ✝ Auður Guðjóns-dóttir fæddist á Tunguhálsi í Lýt- ingsstaðahreppi 6. júlí 1930. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóns- son, f. 27. janúar 1902, d. 30. júlí 1972 og Valborg Hjálm- arsdóttir, f. 1. maí 1907, d. 27. septem- ber 1997. Auður var næstelst sex systkina. Hin eru í aldursröð 1) Valgeir, f. 1929, d. 1981, maki Guðbjörg G. Felix- dóttir, 2) Garðar Víðir, f. 1932, maki Sigurlaug Gunnarsdóttir, 3) Guðsteinn Vignir, f. 1940, maki Inga Björk Sigurðardóttir, 4) Hjálmar Sigurjón, f. 1943, d. 2007, maki Þórey Helgadóttir, og 5) Stefán Sigurður, f. 1952. Auður giftist þann 1. ágúst 1952 Stefáni Arnbirni Ingólfssyni frá Víðirhóli á Hólsfjöllum í Fjallahreppi, N- Þingeyjarsýslu, f. 13. nóvember 1925. Foreldrar hans voru Katrín M. Magnúsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafirði, f. 13.10. 1895, d. 17.3. 1978 í Reykjavík, og Ingólfur Kristjánsson bóndi, f. 8.9. 1889 í Víðikeri í Bárðardal, d. 9.6. 1954 á Akureyri. Systkini Stefáns sem fallin eru frá eru Kristjana Hrefna, f. 12.11. 1914, Hörður, f. 22.2. 1916, Sigurður, f. 27.10. 1917, Ragna Ásdís, f. 23.6. 1922, Magnús, f. 2.10. 1923, Hanna Sæ- fríður, f. 31.7. 1932 og Karólína Guðný, f. 31.7.1932. Eftirlifandi systkini eru þau Baldur Ingólfs- son, f. 6.5.1920, Þórunn Elísabet, f. 16.9.1928, Jóhanna Kristveig, f. 28.11.1929, Kristján Hörður, f. 9.5.1931, Birna Svava, f. 13.1.1938, 05.06. 1979. Katrín María Hjartar- dóttir, f. 28.09. 1979, maki Eiríkur Jónsson, f. 30.11. 1980. Börn: Birta María, f. 2003, Bjarmi Már. Stefán Þór Hjartarson, f. 22.09. 1987. 4) Stefán Auðunn, f. 16.5. 1957, maki Hugrún Stefánsdóttir, f. 25.4. 1959, Börn: Ásta Ósk, f. 4.1. 1983, maki Sveinbjörn Sveinbjörnsson, f. 30.07. 1980, Ólöf, f. 17.4. 1988, Silja, f. 9. 1. 1990. 5) Hugrún, f. 1.4. 1959. Maki Evert Sveinbjörn Magnússon, f. 12.02. 1959. Börn: Jóhannes Páll, f. 16.11. 1979. Barn Gabríel Snær, f. 1997. Stefanía Huld, f. 13.05. 1992. Eva Kristín f. 24.07. 1996. Elva Rún f. 24.0. 1996. 6) Guðjón, f. 1.4. 1959, maki Edda Friðfinnsdóttir, f. 10.06. 1962. Börn: Magnús Brynjar, f. 1980, d. 2001, Eva, f. 1982, maki Atli Már Kolbeinsson. Barn: Magnús Máni, Ingólfur, f. 1988. 7) Garðar Hólm, f. 12.10. 1963. Maki Guðrún Á. Ágústsdóttir, f. 31.01. 1965. Börn Þórunn Ágústa, f. 19.05. 1983. Maki Helgi Gunnlaugsson. Barn: Natalía Nótt, f. 8.10. 2003. Aldís Auðbjörg, f. 19.06. 1990. Maríanna Lind, f. 4.10.1993. Auður Guðjónsdóttir stundaði almenn sveitastörf á uppvaxt- arárum sínum að Tunguhálsi. Árin 1947-1948 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Árið 1952 fluttist hún til Akureyrar og á árunum 1951- 1963 eignaðist hún sín 7 börn. Auður hóf störf við Útgerðarfélag Akureyringa 1965 og starfaði þar til ársins 2000. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum tengdum starfi sínu bæði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hjá Verkalýðs- félaginu Einingu á Akureyri. Auð- ur starfaði mikið fyrir félagsstarf aldraðra á Akureyri eftir að hún hætti störfum á almennum vinnu- markaði. Útför Auðar verður gerð í dag, 7. maí, frá Akureyrarkirkju kl. 13.30. Magnús Ingólfsson, f. 24.9. 1940 og Páll Ingólfsson, f. 24.9.1940. Börn Auðar og Stefáns eru: 1) Val- borg María, f. 16.10.1951, maki Gunnlaugur Kon- ráðsson, f. 16.07. 1946. Börn: Auður Anna, f. 11.06. 1968, maki Kjartan Jakob Valdimarsson, f. 24.08. 1961. Börn: Jó- hann Valdimar, f. 1983, d. 2007, Valgeir Hólm, f. 1990, Anna Júnía, f. 1994, Ágústa Bjarney, f. 2000. Ásdís Gunnlaugs- dóttir f. 18.05. 1969, maki: Jónas Þór Jónasson, f. 29.09.1966. Börn: Áslaug, f. 1990, Marinó Þór, f. 1995. Stefán, f. 05.04.1976, maki Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 17.06.1977. Börn: Valborg María, f. 2005, Ágústa, f. 2007. Soffía, f. 20.03. 1978, maki Sumarliði Guð- mar Helgason, f. 5.12. 1974. Börn: Gunnlaugur Orri, f. 2000, Hákon Helgi, f. 2003. 2) Guðrún, f. 12.9. 1953, maki Anton Pétursson, f. 09.07. 1953. Börn: Óskírð Antons- dóttir, f. 06.12. 1976, d. 06.12. 1976, Anna Rósa, f. 13.03. 1979, maki Helgi Þór Snæbjörnsson, f. 12.09. 1975. Börn: Hildur Líf, f. 22.08. 2002, óskírð, f. 17.04. 2008. Auður Arna, f. 16.04. 1981, maki Jóhann Geir Harðarson, f. 02.04. 1976. Börn: Hanna Kristrún, f. 2003, Arnór Dagur, f. 2004. 3) Sig- rún Svava, f. 6.11. 1954, maki Hjörtur Sigurðsson, f. 21.01. 1953. Börn: Sigurður, f. 30.03. 1974, maki Heiða Björk Sigurðardóttir, f. 28.04. 1980. Börn: Mikael Máni 2003, Gabríel Esra 2006. Kristrún Sigríður Hjartardóttir, f. 28.09. 1979, maki Frank Steffensen, f. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Það er ósköp sárt að missa þig svona fljótt. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin. Það er eitt orð sem mér finnst lýsa þér og þinni ævi best, það orð er kraftaverk. Minn- ingin um þig er yndisleg og verður ekki tekin frá mér en ég mun alltaf sakna þess að sjá dugnaðinn í þér þegar þú fórst t.d. með mömmu út að labba hvern einasta dag sem gafst tækifæri til. Eins og ég sagði í bréfinu sem ég lét þig hafa þegar þú lást uppi á sjúkrahúsi: Ég mun aldr- ei gleyma þér. Þú ert búin að vera besta amma sem hægt er að eignast. Mér þykir svo vænt um þig og ég mun alltaf hugsa til þín elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir allar okkar samverustundir og allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Elska þig alltaf. Þitt barnabarn, Stefanía Huld Evertsdóttir. Elsku amma mín. Það er erfitt að kveðja þig en gott að veikindum þínum er lokið og þú komin til Stefáns afa og þið saman á ný hjá Guði. Minningin um þig er yndisleg og verður ekki frá okkur tekin en þú varst frábær amma og okkur þykir vænt um þig og eigum eftir að sakna þín. Við ætlum að kveikja kertaljós á kvöldin fyrir þig þegar við förum með bænirnar okk- ar. Guð geymi þig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt elsku amma. Eva Kristín og Elva Rún Evertsdætur. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Upp í hugann koma margar góðar minningar. Amma var mín fyrirmynd í mörgu. Hún var hörkudugleg, jákvæð, lífsglöð kona sem aldrei kvartaði, sama hvað gekk á. Hún hafði einnig yfir að ráða al- veg ótrúlegum krafti. Hún vann lengst af í frystihúsi Út- gerðarfélags Akureyringa sem þá var og hét og þar var hún mætt á hverjum morgni klukkan sex og var hvergi slegið slöku við upp á línu. Þar átti hún sinn stað þar sem hver fiskurinn á fætur öðrum var tekinn og verkaður og máttu konurnar henni við hlið hafa sig allar við að halda í við ömmu. Svona var amma líka t.a.m. þegar maður fór með henni í göngutúra. Maður hafði vart undan að halda í við hana og mátti alveg spyrja sig þá hver það var sem átti að vera ungur og frár á fæti. Ég man líka þegar við Jói vorum að kaupa okkur okkar fyrstu íbúð í Kópavoginum fyrir einungis fjórum árum, en íbúðin var á 5. hæð. Amma kom í bæinn og kíkti með okkur í íbúðina áður en blokkin varð tilbúin og engin lyfta komin í húsið. Amma gerði sér lítið fyrir og nánast hljóp upp stigana, með alla hina í eftir- dragi, blés ekki úr nös þegar upp var komið meðan við hin vorum rjóð í kinnum við að halda í við hana. Það var ávallt ofsalega gott að koma í Stapasíðuna þegar afi var á lífi og svo í Lyngholtið til ömmu eftir að hún varð ein. Aldrei var þó hægt að reka inn nefið hjá henni án þess að á borðum biðu manns dýrindis kræsingar, hvort sem það var köku- hlaðborð eða steik þar sem ávallt fylgdi ís í eftirrétt. Aldrei mátti amma heyra á það minnst að maður væri nýbúinn að borða eða að vera ekki að hafa fyrir manni, alltaf var veislan komin á borðið þegar maður labbaði inn um dyrnar, sama hvað maður sagði. Svona var hún amma. Elsku amma, nú ertu komin á góð- an stað, hefur hitt þitt fólk og von- andi farin að hlaupa um eins og þér einni var lagið. Þín verður sárt sakn- að. Þín nafna, Auður Arna Antonsdóttir og fjölskylda. Elsku amma okkar, við sitjum hér og setjum saman minningargrein um þig. Það eina sem kemur upp í huga okkar eru skemmtilegar og góðar minningar sem flestar koma okkur til að hlæja. Það var alltaf svo gott að koma til þín elsku amma, við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Ekki má gleyma öllum kræsilegu veitingunum sem voru ávallt á boðstólum hjá þér. Þú varst einstök kona og styrkur þinn heillaði alla. Við erum svo þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með þér þó að við hefðum viljað hafa hann mun lengri. Það er okkur mikil huggun að vita hver tók á móti þér hinum megin. Við kveðjum þig amma okkar með þessum orðum og fallega ljóði. Það daprast minn hugur er dagurinn hverf- ur og dimman á veginn fellur, er hrímið leggst yfir lönd og voga og Líkaböng tímans gellur og herðir á göngunni götuna auða, göngu frá lífi að dauða. Ég vildi svo gjarnan stöðva þá strauma er stöðugt hraðara falla, því vinátta þín sem vorsins ylur vermdi manns hugsun alla, vís er ei nokkurra næturstaður, hann nauðþekkir enginn maður. Nú fylgjum við þér í síðasta sinni með sorg í viðkvæmu hjarta, þökkum líf þitt og ljúfar stundir, ljósa minning og bjarta. Við óskum þér góðs á æðra sviði, amma mín, sofðu í friði. (K.H. Ben.) (Þessu ljóði hefur verið breytt með sam- þykki höfundarréttarhafa.) Þínar, Þórunn, Aldís og Maríanna. Kveðja til mömmu Auður sá sem falinn var í fórum þínum. Auður sá falinn var í ást er sýndir mér og mínum. Auður sá duldist engum alla daga sem þú lifðir. Auður sá mun sitja eftir og marka þínar dyggðir. Auður þinn var trú á Guð og allt hið góða Auður þinn var það sem þú vildir systrum og bræðrum bjóða. Auður þinn öðrum nýttist í fyrirbænum þínum. Auður þinn sem ég þrái að einnig verði að mínum. Auður þinn var afkomendahópur stór og fagur. Auður þinn syrgir nú þig sem varst þeirra bjarti dagur. Auður þinn birtist í þeim sem væntumþykja og ást. Auður þinn var bjargið sem við litum til og aldrei brást. Auður þinn mun lifa um ókomna daga. Auður þinn mun blómgast í þínum heimahaga. Auður þinn er og alltaf verður. Auður þinn sem svo vel var af Guði gerður. (Guðjón Stefánsson) Hafðu þökk fyrir allt elskulega móðir. Valborg María, Guðrún, Sigrún Svava, Stefán Auðunn, Hugrún, Guðjón, Garðar Hólm. Amma Auður. Hraustleikinn, krafturinn og dugnaðurinn, þéttu og hlýju knúsin, hláturinn, kærleikur- inn, söngurinn, kræsingarnar, göngutúrarnir, þjóðbúningurinn, bjarta brosið, röddin. Minningarnar þjóta um hugann, tárin renna niður kinnarnar og mig verkjar í hjartað. Elsku amma Auður er farin frá okk- ur. Amma sem hefði átt að vera hjá okkur svo miklu lengur. Yndislega og góða amma mín. Allar góðu minningarnar varðveiti ég í hjartanu þar sem enginn getur tekið þær frá mér. Minningar sem fá mig til að brosa á erfiðum stundum, minningar sem hlýja mér um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði elsku amma. Þín, Eva. Auður Guðjónsdóttir Elsku Auður. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Guðrún. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓNSSON, Bakkastíg 2, Eskifirði, er andaðist miðvikudaginn 30. apríl, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Um leið og við þökkum innilega fyrir samúðarkveðjur og hlýhug viljum við færa starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupsstað og dvalar- heimilanna að Hulduhlíð og Uppsölum sérstakar þakkir fyrir góða umhyggju. Guðlaug Kr. Stefánsdóttir, Björk Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Kristinn Aðalsteinsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Elfar Aðalsteinsson, Anna María Pitt, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR V. MARTEINSSON, Patreksfirði, frá Holti á Barðaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar miðvikudaginn 30. apríl. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Halldór Ó. Þórðarson, Marteinn I.E. Þórðarson, Yvanne Holmeide, Ólöf G. Þórðardóttir, Ólafur Gestur Rafnsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, AUÐUR EGGERTSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans 3. maí. Útförin fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00 frá Seljakirkju. Gunnar Jóhannsson, Jóhann Gunnarsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Kári Gunnarsson, Oddur Ævar Gunnarsson, Eggert Oddur Össurarson, Guðrún Sigurðardóttir, Sólveig Gunnarsdóttir, systkini og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.