Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						Greipur Gíslason heitir ungur

dugmikill ísfirðingur. Hann

stundar nám við Menntaskólann

á ísafirði á veturna en er hrókur

alls fagnaðar yfir sumartímann.

Hann er stofnandi og

rekstrarstjóri Morrans, leikhóps

á ísafirði. Hann er skátaforingi

og þá vinnur hann fyrir

Svæðisútvarpið í fyrrgreindu

bæjarfélagi auk þess sem hann

starfar sem fastapenni fyrir

unglingablaðið Smell. Greipur

lætur þó ekki þar við sitja og á

dögunum tók hann að sér að

vera einn af forsvarsmönnum

ungmennaráðstefnu sem haldin

verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 12.

október og ber yfirskriftina „Jeg

tarf ekki sjuss". Ráðstefnan er á

vegum Ungmennafélags íslands

og áætlunarinnar ísland án

eiturlyfja. Við fengum Greip til

að segja okkur frá sjálfum sér

og ungmennaráðstefnunni.

jeg tarf

ekki sjuss

- Morrinn - hvað er það?

„Morrinn er leikhópur frá ísafirði sem ég og félagar mínir stofnuðu

fyrir tveimur árum. Leikhúsið Morrinn er fyrir krakka á aldrinum 12Ð16

ára og er rekið af bænum. Við erum með 15 leikara í sumar og einn

faglærðan leikstjóra sem stýrir hópnum. Morrinn er hugsaður sem

bæjarleikhús og við tökum meðal annars á móti skemmtiferðaskipum sem

koma til Isafjarðar og framreiðum þjóðlega dagskrá fyrir gesti og svo

heimsækjum við leikskóla bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Við sýnum þó

ekki eingöngu á ísafirði heldur víðar um landið. Þetta hefur gengið mjög

vel og okkur hefur alls staðar verið vel tekið."

- Svo ertu eitthvaö að vinna í útvarpi?

„Já, ég hef verið að vinna á Ríkisútvarpinu á ísafirði, núna aðallega í

auglýsingum, ég les þær og vinn. Svo hef ég verið að reyna fyrir mér með

innskot í dægurmálaútvarp Rásar 2. Eg hef líka leyst fréttamenn af."

- Hefur þú mikinn áhuga á að starfa viö fjölmiðla?

„Já, ég hef það en það hefur komið ósjálfrátt. Ég hef starfað í útvarpinu

og síðan hef ég skrifað í unglingablaðið Smell. Svo hef ég verið að reyna

fyrir mér sem lausapenni."

-  ísafjörður er ekki stórt bæjarfélag og því getur maður ímyndaö

sér að það sé ekki margt fréttnæmt að gerast á hverjum degi. Gætu

kannski týpískar fréttir í gúrkutíðinni verið eitthvað á þessa leið:

Rollan Svarthvít bar þremur lömbum í gærkvöldi og heilsast

lömbunum og Svarthvíti vel en illa fór fyrir föður þeirra Hrúti en hann

missteig sig (fagnaöarlátunum og fótbrotnaði?

„Nei, ekki get ég sagt það. En aftur á móti hafa dottið inn furðulegar

fréttir hjá okkur í gúrkunni. En það er yfirleitt af nógu að taka þar sem við

erum útvarp allra Vestfjarða."

- Hvernig er að búa á ísafirði?

„Mér finnst það mjög gott. I sveitarfélaginu búa 4.500 manns og það er

mikið meira en nóg að gerast hérna ef þú vilt hafa nóg fyrir stafni. Hérna á

ísafirði fer enginn tími í það að gera ekki neitt eins og á

höfuðborgarsvæðinu. Því hér eru vegalengdirnar svo stuttar og þú þarft

t.d. ekki að sitja í strætó í hálftíma til að komast þangað sem þú ert að fara.

Því nýtist tíminn hérna mjög vel. Nú ef fólki leiðist þá eru þrjár ferðir á dag

með flugi til Reykjavíkur þannig að auðvelt er að skreppa í bæinn."

- Þú starfar fyrir skátana á ísafirði og ert þar skátaforingi. Fyrst við

erum að fara að ræða um ungmennaráöstefnuna og forvarnir þá leikur

mér forvitni á að vita hvort í reglugerð skátanna sé eitthvað um

áfengisdrykkju?

„Ja, það eru óskrifaðar reglur að í skátunum eigi ekki að vera vín.

Skátar mega því ekki drekka í skátastarfinu en ef ég ætlaði að byrja á því

að drekka þá yrði mér ekki vísað úr skátafélaginu."

- En snúum okkur aftur að ráðstefnunni sem

Ungmennafélagið og áætlunin ísland án eiturlyfja

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44