Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.05.1955, Blaðsíða 29
Supir iamtL&t 'annanna: PÍUS XII. - PÁFI HINS NÝJA TÍMA - Jósep Stalin (á Te- heranráðstefnunni): Hversu margar her- deildir hefur páfinn? Pius XII. (seinna, við Winston Church- ill): Segðu syni Jósep, að hann muni sj á her- deildir mínar á himn- um. Gamall maður fer gegn um stræti Rómar á kirkjulegum hátíðisdegi. Voldugur maður, en þó stjórnar hann ekki herjum. Einu sinni hefði hann sitið á hvítum asna undir slíkum kringumstæðum. Nú fer hann í svört- um Cadillac. Mannfjöldinn þrengir sér í hin vinalegu en þröngu stræti borgar Ágústusar keisara, Sankti Pét- urs, Garibalda og félaga Togliattis. Hinir fornu múrar skjálfa af fagnað- arópum. Konur gráta. Börn standa á öxlum feðra sinna, veifa og endur- taka hrópin, sem þau heyra allt i kring um sig: Lifi páfinn!, lifi páfinn! Gamli maðurinn veifar til mann- fjöldans. Á skarpleitu, fölu andlitinu er óvenjulega hrífandi bros. Embættið, sem hann hefur á hendi er elzta vitni um vestræna menningu. Einn af fyrirrennurum hans sá Attila Húnakonung á Rómaför hans. Ann- ar hvatti til fyrstu krossferðarinnar. Annar setti Lúther út af sakrament- inu og enn annar tók Napóleon til fanga. Þetta embætti hefur oft verið að falli komið, gjörspillt, mútað og hatað. En engu að síður hrópar mann- fjöldinn: Faðir! En það er ekki aðeins embættið, sem mannfjöldinn hyllir, ekki aðeins trúin, heldur sjálfur maðurinn. Því Eugenio Pacelli, sem síðastliðin 16 ár hefur verið þekktur sem Píus XII, er páfi hins nýja tíma. Hann er heimsmaður í þeim skiln- ingi, að hann hefur séð meira af heim- inum og þekkir hann betur, en nokk- ur annar páfi í sögunni. Hann er mað- ur síns tíma og notar þá tækni, sem fyrir hendi er. í Vaticaninu er m. a. aflstöð og útvarpsstöð út af fyrir sig. Hann gerir sér grein fyrir þjóðfé- legum þörfum og hefur til dæmis frekar látið sjngja messur á kvöldin til þess að verkamenn ættu hægara með að hlýða á. Hann er raunsæis- maður og einn af höfuðbaráttumönn- um heimsins gegn kommúnismanum á hinum andlega vettvangi. Píus XII. hefur meira en nokkur annar páfi, látið í sér heyra utan sinnar eigin kirkju. Jafnvel meðal þeirra, sem ekki játa kaþólska trú hefur það mælzt misjafnt fyrir. En fyrir Píus XII. er það aðalatriðið, að hin andlega kreppa á vorum tímum á ekki aðeins við kirkjuna, heldur guðshugmyndina og kristilegar hug- sjónir. Þrátt fyrir það djúp, sem stað- fest er milli kaþólskra manna og mót- mælenda, hafa þeir séð, að þeir geta snúið bökum saman i vörn ýmissa sameiginlegra atriða gegn sameigin- legum óvinum. Það er þessi stóra en oft torskilda staðreynd, sem ásamt sérstæðum per- sónuleika hefur hjálpað Píus XII. til vinsælda. Hvaðanæva úr heiminum kemur fólk til að sjá Píus XII. og hann tekur á móti fólki af öllum þjóð- um, litarháttum og trúarbrögðum. ítalskir námumenn, franskir bændur, heilagir Hindúar og Babtistaprestar eiga þar allir aðgang. Það er þess vegna sem stór hluti af heiminum skoðar Píus páfa XII. sem vinalegan lifandi dýrling. Gestir í þúsundatali. Áheyrnarfundir páfa eru margs konar. Hann tekur á móti sex til tólf manna hópum, sem þá fá að kyssa á hönd hans, og stórum hópum allt frá hundrað til þúsund. Síðastliðið ár sáu páfann sjö hundruð þúsund manns og hið helga ár 1950 náði með fjöldaáheyrnum allt að þrem milljón- um. Á sex vikna skeiði tók Píus XII. á móti tuttugu hópum allt frá lands- sambandi ítalskra atvinnuhjúkrunar- kvenna til félags umboðsmanna fyrir amerískar ferðaskrifstofur. Við slík tækifæri flytur hann að jafnaði fimmtán mínútna ræðu. Á eftir fer hann á meðal fólksins. Þegar Píus páfi XII. talar við menn, fer hann auðveldlega úr einu tungu- máli í annað. Hann talar ítölsku, ensku, frönsku, þýzku, spönsku og portúgölsku. Minni hans er öfunds- vert og þekking hans á löndum gesta sinna er framúrskarandi gagnger. Hann einbeitir sér af alhug og á- huga að hverjum manni, sem hann talar við, jafnvel þótt það sé ekki nema í örfáar mínútur. Fáir gestir koma af hans fundi ósnortir með öllu. Þeir eru snortnir af tilfinningum hans gagnvart fólkinu og heiminum. Æska í Róm. Eugenio Maria Giuseppe Giovanni Pacelli fæddist í Róm árið 1876. Pacelli fjölskyldan hafði þjónað páfa- stólnum í tvær aldir. Faðir hans var æðstur af lögfræðingum páfastólsins. Eugenio, feiminn og alvörugefinn drengur, var snemma trúhneigður. Einu sinni var hann spurður, hvað hann langaði til að verða, þegar hann væri orðinn stór. „Ég vildi gjarnan verða píslarvottur, — en án nagl- anna,“ svaraði drengurinn. Eugenio tók guðfræðinám sitt heima hjá sér, þar sem hann var talinn of veikbyggður til að vera í skóla. Náms- maður var hann ágætur og tók dokt- orsgráður í guðfræði, heimspeki og kirkjulögum. — Utanríkisráðuneyti Páfaríkisins uppgötvaði brátt hinn unga og efnilega Eugenio Pacelli. Stjórnarfulltrúi erlendis. Hann var nú fulltrúi stjórnarinnar á ýmsum stöðum erlendis. 1911 fór hann til London sem sendifulltrúi páfa við krýningu Georgs konungs V. í fórum sínum hafði hann skjal með persónulegum kveðjum Píusar X. páfa til hins nýja konungs. Á leiðinrii 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.