Vikublaðið - 03.02.1950, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 03.02.1950, Blaðsíða 14
12 VIKUBLAÐIÐ Jan Rostrup: Hvernig konur kyssa í ýmsum löndum T Tm kossa hefur margt verið ^ rætt og ritað. Cyrano de Bergerac spurði með skjálfandi rödd: „Hvað er koss? Hvað er koss?“ Sænskur gamanvísna- söngvari, látinn fyrir all- mörgum árum, söng oft: „Þar sem konur eru, þar er kysst.“ Faðir minn kyssti mömmu á hnakkann, en mamma kyssti hann á kinnina. Ég tel þvílíka kossa ekki mikils virði. Einu sinni spurði ég átta- tíu ára gamla konu hvaða álit hún hefði á kossum. Hún svaraði: „Kossar, ungi maður, eru einkamál. Konur kyssa börn sín á meðan þau eru lítil, og mann sinn þegar aðrir eru ekki viðstaddir. eins gerðir og „Skóli nr. 37“. Hann heldur því fram, að ekki þyrfti að auka mjög út- gjöld til skólanna þó að þeim væri breytt í þetta horf. Að minnsta kosti mætti nota margar hugmyndir og kennsluaðferðir sem viðhafð- ar eru í „Skóla nr. 37“ í öðr- um skólum. Vér íslendingar ættum að senda mann til þess að kynn- ast þessum ágæta skóla fyrir vandræðabörn. Sú ferð myndi marg borga sig. Þannig var þessu háttað á hinum gömlu, góðu dögum. En spyrjið dótturdóttir mína um kossa nútímans.“ Unga stúlkan var tuttugu og tveggja ára. Ég spurði hana um kossa. Hún lygndi augunum og sagði: „Kossar! Hm. Það er ekki hægt að lýsa kossum. Þeir eru himneskir. Við góðan koss gleymist allt annað. Það færist máttleysi yfir kyssandi konu. En það er eins og ég sagði ekki mögulegt að skýra þetta mál með orðum. Til þess að skilja kossa, þurfa menn sjálfir að kyssa.“ Ég álít, að unga stúlkan hafi haft rétt að mæla. Hún virtist kunnug kossum, og var nýtízku kona í hvívetna. Um það sannfærðist ég betur síðar. Ég spurði aldraðan lækni um álit hans á kossum. Hann var þeim mótfallinn. Læknir- inn kvað kossa hættulega frá heilsufræðilegu sjónarmiði séð. Þeim fylgdi smithætta allmikil að hans dómi. Það er hægt að rita tölu- vert um kossa meðal forn- þjóðanna. Lýsa þar t. d. hvernig Rómverjar, Grikkir og Gyðingar kysstu hverjir aðra í fornöld. En ég álít að menn vilji fremur fá vitn- eskju um það, hvernig kossar kvenna eru nú á dögum í ýmsum löndum Evrópu. Fyrir þá, sem mikið ferð- ast, er gott að vita hverju þeir mega búast við í þessu tilliti. Það er erfitt að lýsa koss- um kvenna í Ungverjalandi. Þeir eru ástríðuþrungnir og innilegir. Ágætir. Ég mæli með þeim. ítalska stúlkan kyssir með mikilli blíðu og hjartnæmi. Kossar hennar gefa loforð, og hún svíkur ekki þau lof- orð. Hlátrar Parísarstúlknanna eru töfrandi, en kossar þeirra yfirborðslegir. Þegar þær eru kysstar virðast þær hafa hug- ann við það, að hár þeirra eða klæðnaður aflagist ekki. Enskar stúlkur kyssa virðulega og heimsborgara- lega. í Sviss eru kossar kvenna einkennilegir að því leyti, að þær hafa ofurlítil, útreiknuð hlé milli kossanna og athuga áhrifin. Kossar stúlknanna í Bay- ern eru mjög ástríðuþrungnir og um of, að mínu áliti. í Wien kyssa stúlkur blíð- lega. Það lýsir sér menning og frumleiki í kossum þeirra. Stúlkurnar í Finnlandi kyssa vel. Kossar danskra kvenna bera keim af alþjóða reynslu. Norskar stúlkur kyssa blátt áfram og vel. Kossar þeirra eru án tepruskapar. í Oslo eru kossar kvenna stuttir og ákveðnir.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.