Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 20
Eiríkur. Magnús. Óðmenn Eiríkur Jóhannsson, gítarleik- ari Óðmanna, hefur nú ákveðið að leggja gítarinn á hilluna, en í hans stað kemur ungur Kefl- víkingur, Magnús Kjartansson. Magnús mun jafnvígur á allflest hljóðfæri en hann mun leika á orgelið með hljómsveitinni, og kannski blása í trompetinn við og við, ef þurfa þykir, en Magn- ús leikur einmitt með Óðmönn- um á trompett á hinni ágætu hljómplötu hljómsveitarinnar. ■— Hljómsveitin mun að sjáfsögðu fá á sig annan svip með tilkomu orgelsins. Óðmenn binda miklar vonir við hinn unga en efnilega nýgræðing í hljómsveitinni. Þeir standa líka í þakkarskuld við Eirík, sem hefur leikið með þeim frá því hljómsveitin var stofn- uð. Eiríkur er bróðir Jóhanns G. Jóhannssonar, eins og margir vita eflaust, en Jóhann hefur samið öll lög á hljómplötu hljómsveitarinnar og textana að auki. RÍO Flestir munu kannast við þessa pilta — Halldór Fannar, Ólaf Þórðarson og Helga Pétursson í Ríó tríóinu. Þeir hafa að undanförnu verið á ferða- lagi í Þýzkalandi og Danmörku og sungið á ýmsum stöðum. Ríó tríóið mun birtast á sjónvarpsskerminum af og til í vetur og verða þeir eflaust aufúsugestir, en þeim til aðstoðar verður Margrét Steinarsdóttir, sem leik- ur á flautu listavel. Þessi mynd var tekin í sumar við upptöku á söng þeirra. Undirspilið er fyrst leikið inn á segulband en síðan er sungið yfir það, og það eru þeir einmitt að gera, þegar myndin er tekin. Við munum segja nánar frá þessum hýru piltum, áður en langt um líður. Flautuleikarinn og puntið í tríóinu — Margrét Steinarsdóttir. Suptseyjappíma og brúðarskópnfr Á þessari mynd sjáum við Þóri Baldursson, hinn ágæta liðsmann Savanna tríósins, stjórna Lúðrasveit Keflavíkur. Við höfðum spurnir af því fyrir skömmu, að Þórir hefði sungið inn á tveggja laga plötu í London og væri platan komin á markaðinn. Þegar við ræddum þessi mál við Þóri, sagði hann, að hér hefði verið um að ræða lögin „Surtseyjarríma" og „Brúðar- skórnir". Þórir syngur bæði lögin á ensku og heitir hið fyrra „The Little Tin Soldier". Það var auðvitað Sigurður Þórarinsson, sem gerði hinn ágæta brag við Surtseyjarrímuna, en í ensku útgáfunni er hvergi minnzt á Surt. Þór- ir söng þessi lög á plötu, er hann var staddur í London ásamt félögum sínum í Savanna tríó- inu þeirra erinda að syngja inn á nýja hæg- genga plötu fyrir SG-hljómplötur. Undirleik á hinni nýju tveggja laga plötu Þóris annast fé- lagar hans í Savanna tríóinu en að auki kemur strengjasveit við sögu. Dumbó og Stelnl Eins og vænta mátti hefur hljómplata Dumbó og Steina fengið sérstaklega góðar viðtökur. — Fyrstu tvö þúsund eintök plötunnar seldust upp á örfáum dögum og lengi var hún ófáanleg í Reykjavík, en úr því hefur nú verið bætt. Hljóð- ritun plötunnar var gerð í London, eins og við höfum áður sagt frá, en því miður hefur hún ekki heppnazt sem skyldi, en það stafar með- fram af mistökum hinna brezku tæknimanna við pressun og endanlegan frágang. Þó hefur lagið Angelía tekizt allvel, enda er þetta lang- vinsælasta lag plötunnar og hefur um langa hríð verið „langvinsælasta lag vikunnar“, eins og þau segja í óskalagaþáttunum. Von er á ann- arri piötu innan tíðar með fjórum lögum og eftir að hafa heyrt þau erum við ekki í vafa um, að þau munu verða vinsæl. UF-hljómplöt- ur, sem gáfu fyrri plötuna út, munu hins vegar ekki standa að útkomu hinnar síðari. Og þá er þess að geta, að Dúmbó hefur bætzt nýr liðsmaður, Brynjar Sigurðsson, sem leikur á bassa. Brynjar kemur í stað Trausta Finnssonar, sem hætt hefur spilamennsku enda fluttur suð- ur til Reykjavíkur þar sem hann er að nema rafvirkjun. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.