Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 8

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 8
KQNDNGDRIi 1F RO Ahverju sumri ferðast ótölulegur grúi ferðamanna um hinar gömlu borgir Evrópu, skoðar gamlar minjar og fræðist af leiðsögumönnum og ferðabók- um um merka kónga og hefðarfólk horf- ins tíma. Enginn ferðamannahópur hefur langa viðdvöl í París án þess að hann sé leiddur í Invalides, grafhýsi Napoleons á Signu- bökkum. En flestir sleppa þeir þaðan út, án þess að athygli þeirra sé vakin á lát- lausri tinkistu, sem þar stendur á lítt áberandi stað hægra megin við inngang- inn. Á stallinum undir kistu þessari stend- ur: „Napoleon II, konungur af Róm“. Þarna hvílir Francois Charles Joseph Bonaparte, hinn langþráði sonur Napo- leons keisara og Maríu Lovísu Austur- ríkisprinsessu. Hvernig stendur á því að Frakkar sýna jarðneskum leifum sonar keisarans (en í þeirra munni á aðeins einn það nafn) þvílíkt fálæti? Þeir eru þó ekki vanir að láta það sem honum viðkemur liggja í láginni. Ég minnist þess þegar fylgdar- maðurinn í höllinni Fontainebleau reyndi að telja hóp af ferðamönnum trú um að rúm Napoleons, sem þeir höfðu fyrir aug- unum, væri alls ekki eins stutt og það sýndist. Keisarinn hefði ekki verið jafn lágvaxinn maður og haldið væri. í meira en eina öld var lagt mikið kapp á að fá konunginn af Róm heim, Þegar hinn Iang[>ráði erfingi Napoleons fæddist var ekkert til sparað. Hin skrautlega vagga hans er nú í 'Vrínarborg. svo að hann mætti hvíla við hlið föður síns, og þá var kista hans oft prýdd blómum frá frönskum föðurlandsvinum, þar sem hún stóð við hliðina á kistu móðurafa hans, Frans Austur- ríkiskeisara, í Vínarborg. Mað- ur gæti freistast til að álykta að hann hefði verið umkringdur ástríkum ættingjum alla æfi. En því fór fjarri. „Hvers konar fólk er þetta eiginlega, sem ver- ið er að safna í kringum mig,“ á hann að hafa sagt í banaleg- unni. Og ef þeirri spurningu væri svarað núna, mundi svarið hljóða eitthvað á þessa leið: Prinsinn var alla sína stuttu æfi umkringdur ofsækjendum. Við fæðingu var drengnum þó ætlað annað hlutskipti. Napoleon stóð þá á hátindi frægðar sinnar, elskaður af þegnum sínum, en hataður af óvinum sínum, sem óttuðust hann. Tilkoma erfingja að allri dýrðinni jók auðvitað bæði ástina og óttann. Tuttugasta marz árið 1811 kvað við fallbyssuskot í París. Mannfjöldinn stóð á öndinni af eftirvæntingu. Yrðu skotin aðeins 2 eða yrðu þau 22 ? Þegar 22. skotið kvað við, vissu þegnarnir að Frakkland hafði eignast erfðaprins — ekki prinsessu. Og sendiboðar streymdu út úr höllinni, til að færa umheiminum fréttirnar. Fæðingin hafði gengið erfiðlega. Alla nóttina höfðu sársaukavein móðurinnar borizt um Tuilleriehöllina, þar sem hirðin beið. Um morguninn kom einn af lækn- unum fölur og skjálfandi inn til Napoleons og tilkynnti honum að líf keisarafrúar- innar væri í hættu. „Hvað munduð þér gera ef borgara- kona væri að fæða? spurði keisarinn. „Nota áhöldin mín,“ svaraði læknirinn. „Ágætt,“ svaraði Napoleon. „Farið þá að eins og þér hefðuð verið kallaður til kaupmannskonu í Saint-Denis götunni. Berið umhyggju fyrir bæði móðurinni og barninu, en ef þér getið ekki bjargað báð- um, bjargið þá móðurinni fyrir mig! Læknirinn greip tengurnar sínar og náði barninu, en það sýndist vera dáið. Við þá fregn varð Napoleon harmi sleginn, en þegar lífsmark sást með barninu nokkrum mínútum síðar, átti gleði hans sér engin takmörk. Fyrstu æfiár drengsins hefur Napoleon vafalaust dreymt stóra drauma varðandi framtíð hans. Enda gaf nafnbótin „kon- ungurinn af Róm“ það til kynna að honum væri ætlað að erfa hið foma rómverska keisaradæmi. Varla hefur Napoleon þá rennt grun í að æfi hans sjálfs og drengs- ins ættu eftir að taka jafn ömurlega stefnu og raun bar vitni. Fjórum árum eftir fæðingu erfðaprins- ins afsalaði faðir hans sér frönsku krún- unni í hendur honum og ári síðar — eftir hina svokölluðu 100 daga stjóm — gerði Sem liðsforingi í austurríska hemum naut prinsinn mik- illar hylli. hann það aftur, án þess að nokkurt mark væri á því tekið. Keisarinn var fluttur til St. Helenu og keisarafrúin til Vínarborgar. Þarmeð voru örlög drengsins ráðin. Þegar konungurinn af Róm kom fjög- urra ára gamall til Vínarborgar, og var komið fyrir ásamt nokkrum frönskum barnfóstrum í Schönbrunhöll, var hann sérlega fallegur, tápmikill og greindur drengur. Hann kom af heimili, þar sem hann hafði fengið að njóta frelsis og þrozkast í leik, og til hirðar, þar sem strax var hafizt handa um að veita hon- um strangt uppeldi. Móðir hans yfirgaf hans næstum strax. Hún hélt sér til hressingar til baðstaðar nokkurs. í því ferðalagi varð hún ástfang- in af fylgdarmanni sínum, Neippert her- foringja. Skömmu síðar giftist hún hon- um og settist að á Parma sem hertogafrú af Parma. Hún sneri því í rauninni aldrei aftur til sonar síns. Hann varð eftir hjá föður hennar, Frans keisara, en það var það sama og hún hefði skilið hann eftir í höndum Metternich, ráðgjafa hans. í augum Metternichs hafði Napoleon alltaf verið hættulegasti f jandmaður Aust- urríkis. Árið 1810 hafði hann að vísu fall- izt á að austurríska prinsessan færi til Parísar og gerðist keisarafrú Frakklands, og í þeim tilgangi hafði hann á yfirborð- inu vingast við hinn mikla hershöfðingja, en um leið og fór að halla undan fæti fyrir Napoleon, varð Metternich manna ákafast- ur í að láta kné fylgja kviði. Þessvegna fannst Metternich nú mest um vert að minningin um hina glæstu fortíð föðurins yrði þurrkuð út úr huga drengsins þegar hann fékk yfirráð yfir honum. Tveggja ára gamall hafði prinsinn kunn- að tólf af dæmisögum Lafontaines utanað og getað haft yfir orðrétt marga kafla úr verkum Racines. Metternich skipaði nú svo fyrir að honum yrði umsvifalaust 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.