Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.12.1946, Blaðsíða 34
168 MENNTAMÁL að vera það mikil, að gefið væri fyrir þær einkunnirnar frá 4—10. Mér þætti líklegt, að sýnishorn sem þessi yrðu mörgum kennurum kærkomin og mundu beint og óbeint stuðla að því, að meiri rækt yrði lögð við ritgerðir barnanna og með- ferð málsins. Þá teldi ég rétt, að ekki væri frá því hopað, að til þess að barn fái fullnaðarpróf, verði það að ná ein- kunninni 5 fyrir réttritunarverkefni, hvað sem ritgerð þess líður. En það mun nokkuð altítt, að léleg einkunn í stafsetningu sé bætt með ríflegri fyrirgjöf í ritgerð. Árni M. Rögnvaldsson. JÓHANN SCHEVING Allt frá fyrstu tímum tslandsbyggðar hefur það þótt góð skemmtun að hlýða á vel sagðar sögur. Eitt af aðal- skemmtiatriðum á mannamótum Forn-íslendinga var að segja sögur. Allir kannast við frásögnina um hinn unga íslending, er fékk að dvelja við hirð Haralds konungs harðráða vetrarlangt, vegna þess að hann kunni að segja sögur. Varð hann brátt vinsæll og hlaut góðar gjafir fyrir sögur sínar. Á síðustu tímum mun það ekki algengt, að sögur séu sagðar á mannamótum. í stað þess kemur upplestur á kvæðum og sögum. Og eigi allfátt fólk kaupir sér kennslu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.