Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 13
N. Kv. Carit Etiar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. ('Framhald'). XII. Varpað teningum. Um leið og Tange gekk upp stigann að loftsherbergi sínu, lteyrði hann dimma bassarödd drynja fremur klúrorða þýzka hermananvísu. Hann flýtti sér upp til að stöðva þennan óskemmtilega söng og sá, að hei bergisdyrnar stóðu opnar. A legubekknum í herbergi hans lá her- maður endilangur, klæddur einkennisbún- ingi sænskra riddaraliða. Á gólfinu fynr framan hann stóð hálftæmd mjaðarkolla, og á borðinu til hliðar lágu á víð og dreif heil- mörg lítil og snyrtileg sendibréf, sem hann haiði auð’sjáanlega verið að lesa, áður en hann lagðist út af. „Þúsund milljónir drísildjöfla hirði hann, kapellán góður!“ hrópaði maðurinn og teygði handleggina fram á móti Tange. „Lætur liann mig ekki bíða eftir sér óslitið í fulla klukkustund!" „Yður var nú kunnugt, höfuðsmaður, að ég var að störfum úti í kirkju." „Hvað kemur mér það við! Fjandinn gráskjóttur! Hefði það ekki verið svona skratti langt, mundi ég hafa sótt hann út í kirkju og rekið hann heim aftur með flötu sverði mínu!“ Manheimer var lágur maður vexti, en herðabreiður, þrútinn í andliti og rauður, svartur og snöggklipptur, með geysimikið yfirskegg, er að þeirra tíma tízku var sveigt beint upp á við. Hann bar bláa, ófágaða brjóstbrynju og tvíeggjaðan brand með breiðu hjalti. Voru á því mörg ferhyrnd göt til að stöðva og tefja sverðsodd andstæðings- ms. Auk brandsins bar hann einnig rýting mikinn, sem beitt var með vinstri hendi samtímis brandinum, og var notaður á víxl til sóknar og varnar. „Já, hann getur svei mér skirnað í kring- um sig!“ mælti höfuðsmaðurinn og h!ó drýgindalega. „Virðist honum hér dálítið ruslaralegt, getur hann kennt það sjálfum sér. Eitthvað varð ég að hafa mér til afþrey- ingar, og svo tók ég upp úr skattholsskúffu hans kærustubréfin þau arna og las þau mér til skemmtunar." „Bréfin mín!“ hrópaði Tange æstur. „Já, að minnsta kosti eru þau ekki skrif- uð til mín. Hann verður að afsaka, að ég gekk ekki frá þeim aftur. Og svo var hér líka svo kalt í kompunni þeirri arna, að ég varð sjálfur að kveikja eld og brjóta sundur einn gamla hægindastólinn lians og troða honurn inn í ofninn með leðri og tróði og öllu gumsinu. Það yljaði ofurlítið." „Hægindastólinn minn!“ hrópaði Tange enn gramari. „Já, fjandinn hafi það, ekki var það rninn stóll! “ sagði höfuðsmaðurinn hlæjandi, „og hann verður að forláta þó að hér sé ofurlít- ill reykur, því að bannsettur gamli stól- skrjóðurfnn vildi ekki loga, svo að ég varð að taka dálítið af tdaðaruslinu lians og ofur- litla postillu til að kveikja upp með. Og það dugði." „Guð rninn góður!“ sagði Tange með væluróm. „En það ógnar tjón, sem þér hafið valdið mér með þessu. Dýrmætu skjölin mín og ágætis stóllinn! Hvað haldið þér, að presturinn muni segja, þegar hann fréttir þetta?“ „Þúsund kvígildi drísildjöfla hirði prest- inn!" hrópaði Manheimer hlæjandi. „Hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.