Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 35
Ávíð 02 dreif DÓMARAÞING ASalfundur Dómarafélags íslands var haldinn 11. og 12. nóvember s.l. í Tollstöðvarhúsinu í Reykjavík. Formaður félagsins, Unnsteinn Beck borg- arfógeti, setti fundinn og stjórnaði honum. Til starfa fundarritara kvaddi hann Ólaf Stefán Sigurðsson héraðsdómara og Rúnar Guðjónsson sýslu- mann. Unnsteinn bauð velkominn gest fundarins, Guðjón Steingrímsson hæsta- réttarlögmann, formann Lögmannafélags íslands. Þá minntist hann látins félagsmanns, Alfreðs Gíslasonar fyrrv. bæjarfógeta, sem andaðist s.l. sum- ar. Einnig minntist hann Halldórs Kr. Júlíussonar fyrrv. sýslumanns, sem andaðist á árinu, en Halldór var elsti lögfræðingur og háskólaborgari lands- ins. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Guðjón Steingrímsson flutti fundarmönnum ávarp. Ræddi hann um störf og samskipti dómara og lögmanna, samband þessara aðila við almenning, hagsmunamál sameiginleg og hvorra um sig. Þá fjallaði hann um störf réttarfarsnefndar, umbætur í réttarfari almennt og sérstaklega í skiptamál- um og almennum einkamálum. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnar um störf félagsins á liðnu ári. Að loknum umræðum um skýrsluna svo og um framlagða tillögu til breytinga á lögum félagsins, en hún var afgreidd, flutti Sigurður Líndal prófessor erindi um réttindi til almenninga. Að loknu máli sínu varpaði Sigurður fram spurn- ingum til fundarins um ræðuefnið og beindi þeim einkum til sýslumanna. Síðari fundardaginn fór fram stjómarkjör. Unnsteinn Beck borgarfógeti var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir Böðvar Bragason bæjar- fógeti, Guðmundur Jónsson borgardómari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti og Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari flutti erindi um frumvarp til lögréttu- laga, sem lagt var fram á Alþingi s.l. vetur og verður bráðlega lagt fram að nýju. I upphafi máls síns gerði hann grein fyrir störfum réttarfarsnefndar i stórum dráttum og til hliðsjónar störfum slíkra nefnda á Norðurlöndum und- anfarna áratugi. Þá vék hann að lögréttufrumvarpinu og lýsti helstu hug- myndunum sem það byggist á og útskýrði nánar. Þór tók fyrir hvern kafla frumvarpsins og ræddi ítarlega einstök atriði. Hann minntist á fylgifrumvörp og ræddi nánar helstu nýmæli þar. Að lokum fjallaði hann um hlutverk dómstóla í íslensku nútímaþjóðfélagi og lýsti skoðunum sínum á stöðu þeirra í þjóðfélagsframvindunni. Stefán Már Stefánsson borgardómari innleiddi umræður um frumvarpið og mál frummælanda. Tóku margir til máls og voru umræður Ifflegar. Ólafur St. Sigurðsson. 129

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.