Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 L jótu hálfvitarnir eru vinsæl hljóm- sveit með níu hressum piltum sem flestir geta leikið á ýmis hljóðfæri. Þeir hafa átt allmarga smelli á liðn- um árum og verið duglegir að vinna í spurningakeppni. Oddur Bjarni seg- ir að þeir félagar hafi verið beðnir að leika í brúðkaupum en þó ekki mörgum og ekki eftir að kreppan skall á. „Við erum flókið band og það þarf breið bök til að ráða við það að fá okkur til að leika í brúðkaupi,“ segir Oddur Bjarni og viðurkennir að lík- legast sé það svolítið 2007, eins og sagt er. „Í flestum tilfellum sem við höfum spilað í brúðkaupum er það vegna þess að við þekkjum viðkomandi, það eru einhver vina- tengsl. Við gefum okkur hins vegar út fyrir að spila í brúðkaupum ef fólk vill ráða okk- ur og jafnframt getum við tekið að okkur veislustjórn og þess háttar. Það á reyndar ekkert bara við í brúðkaupum því við leik- um mikið í alls konur veislum, árshátíðum og á stórum hátíðum.“ Ætlar að gifta félaga sinn Þegar Oddur Bjarni er spurður hvort margir meðlima hljómsveitarinnar séu kvæntir hlær hann dátt en segir síðan að það sé aðeins einn þeirra. „Það er Sævar Sigurgeirsson og hann var búinn að gifta sig þegar við mynduðum hljómsveitina í þeirri mynd sem hún er núna. Aðrir í hljómsveitinni eru ókvæntir en ég er með þá ábyrgð á mínum herðum að Ármann Guðmundsson hefur heitið því að hann gift- ist ekki nema ég útskrifist og fái brauð. Ég tek BA-próf í vor og þá á ég tvö ár eftir í embættispróf. Þegar þeim áfanga verður náð ætla ég að gifta heil ósköp af fólki,“ segir hann. Ljótu hálfvitarnir eru með hressilega heimasíðu og þar kemur fram að Oddur Bjarni sé sviðsorkubolti, snjall og afkasta- mikill lagahöfundur. Með námi hefur hann auk þess að vera í Ljótu hálfvitunum leik- stýrt og skrifað lög og handrit. Oddur Bjarni hefur verið veislustjóri í mörgum veislum og þegar hann er spurður hvað það sé sem brúðhjón sækist fyrst og fremst eftir svarar hann: „Í flestum til- fellum hafa þetta verið vinmörg pör sem eiga hugmyndaríka skemmtikrafta að vin- um. Hlutverk okkar Margrétar hefur því verið að vera umferðarstjórnendur. Við höf- um gætt þess að allt gangi vel upp og að gestir fái ekki blöðrur á rassinn af hreyf- ingarleysi. Veislan á að vera skemmtileg. Brúðkaup eru á persónulegum nótum og fólk kemur til að samgleðjast brúðhjón- unum.“ Ný plata í smíðum Ljótu hálfvitarnir hafa nóg að gera við tónleikahald víða um landið. Dagskráin þeirra byggist á fjölbreyttu lagaúrvali, sum lögin eru byggð upp sem skemmtiatriði en þegar fer að líða á kvöldið keyra þeir á stemningslögum og stuði. Hljómsveitin er ekki ballhljómsveit þar sem er dansað en Oddur Bjarni segir að gestir megi dansa kjósi þeir svo. Hann lítur heldur ekki svo á að hljóm- sveitin sé með brúðarlög eða rómantískar ballöður á sínum snærum þótt hún hafi flutt eigið lag sem heitir Brúðkaup. „Það var einu sinni spilað í brúðkaupi og vakti mikla undrun vegna þess að það hefur misfallegan endi. Það mun sennilega aldrei fara á plötu,“ segir Oddur Bjarni sem bætir við að annars séu þeir félagarnir mjög vel skipu- lagðir þótt þeir séu á kafi í mörgum hlutum. „Við æfum tvisvar í viku og förum fljótlega í vinnubúðir í plötuupptöku.“ elal@simnet.is Ljótur hálfviti ætlar að verða prestur Morgunblaðið/Golli Ljótu hálfvitarnir Oddur Bjarni Þorkelsson, einn meðlima Ljótu hálfvitanna hefur tekið að sér að stýra brúðkaupum ásamt konu sinni, Margréti Sverrisdóttur leikkonu. Oddur Bjarni Þorkelsson, guð- fræðinemi og einn meðlima hljóm- sveitarinnar Ljótu hálfvitanna, er liðtækur veislustjóri og kann að skemmta fólki í brúðkaupum. Hann og unnusta hans, Margrét Sverrisdóttir leikkona, hafa tekið að sér að stýra brúðkaupum. Ég tek BA-próf í vor og þá á ég tvö ár eftir í embættis- próf. Þegar þeim áfanga verður náð ætla ég að gifta heil ósköp af fólki. Nánari upplýsingar í síma 515 4020 eða www.BYKO.is LAUSNFRÁBÆR FYRIR BRÚÐKAUPIÐ Samkomutjöld - Forrétta-& kökudiskar - Aðalréttadiskar - Súpudiskar - Kaffibollar - Undirskálar - Gafflar - Hnífar - Skeiðar - Teskeiðar - Hvítvíns- & rauðvínsglös - Bjórglös - Kampavínsglös, longdrinkglös, vatnsglös o. fl. AUÐVELT AÐ LEIGJA FYRIR VEISLUNA! Borð og stólar Borðbúnaður, stólar og borð í miklu úrvali!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.