Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 5

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 5
GUÐBERGUR BERGSSON FYRSTU KYNNI MÍN AF VERKUM BORGES Við götuna í Barcelona, sem kennd er viö heimspekinginn Balmes, var á þeim tíma þegar ég bjó þar-frá 1956 til 1964 -og er þar eflaust enn snoturt kaffihús og var kallað Crystal City. Retta var líka bókabúö, eina „bóka- kaffihúsiö" í borginni. Árið 1957 bjó ég í götunni Sanjuan- istas 24, sem gengur þvert á Balmes- götu, við horniö á barnum, á efstu hæö í fremur lítilli íbúð með stórum svölum og miklu útsýni yfir borgina. Ég hafði þá flust um veturinn frá hæð- inni El Putxet, þar sem útsýnið var enn meira og umhverfið fegurra, með miklum gróðri, húsum í æskustíl og einkagörðum, enda hafði sumarbú- staðahverfi góðborgaranna í Barce- lona verið þarna á hæðinni í lok síð- ustu aldar. í húsinu í Sanjuanistagötu bjó ein- kennilegt samansafn af fólki, allt frá hershöfðingjum niður í vændiskonur. Parna bjó annar eigandi barsins, Paco, með dularfullri konu frá Kanaríeyjum og dóttur hennar, en eiginkonuna geymdi hann niðri í bæ, samkvæmt sönnum barcelonastíl þessa tíma. Hann var stjórnleysingi sem hafði sloppið við hreinsanir Francos eftir borgarastríðið. Hinn eigandinn var sannfærð grasaæta, dýrkaði alheims- anda og átti þann draum að hann kæmi yfir alla, ef þeir ætu nóg af grösum, drykkju aldrei áfengi og dræpu Franco. Báðir hötuðu barinn sinn en elsk- uðu hann samt og gestina. Til að vega gegn vínandanum fóðruðu þeir vegg- ina með andlausum bókum, sem voru leyfðar af ritskoðuninni, en hins vegar geymdu þeir andríkar, bannaðar bækur í afherberginu á bak við bjórkassa- stæðurnar. Þetta voru menn í góðum tengslum við neðanjarðarhreyfinguna og á barinn komu margir af þeim sem nú standa framarlega í stjórn- og menningarmálum Spánar, einkum þó í Katalóníu. Auk þess komu á barinn skáld og listamenn, eins og listmálar- inn Tapies, sem átti heima næstum við hliðina, fyrst í götu heilags Elíasar og svo í Zaragozagötu. Skáldin og rithöfundarnir, sem ég umgekkst daglega, voru af hinum svonefnda Barcelonaskóla í listinni og töldu sig vera andstæðu þess græn- kálslega raunsæis sem réð andlegum ríkjum í Madridskólanum í bókmennt- um. Þrátt fyrir andstæðar stefnur var allt gott á milli skólanna, vegna sam- stöðu í stjórnmálum. Þeir í Madrid komu oft til Barcelona til að fá „fréttir af umheiminum" og barcelónarnir fóru tíðum til Madrid að fá fréttir af fortíðinni og tímunum fyrir borgara- stríðið, einkum hjá kjaftatífunni og Ijóðskáldinu Vicente Aleixandre (sem hlaut síðar Nóbelsverðlaun í bók- menntum). Samhengið í menningunni var einkum fengið í gegnum hann - því flest önnur spænsk skáld höfðu farið í útlegð - og þá skildi ég mikil- vægi kjaftasögunnar sem heimilda og menningargildi. Dag nokkurn þegar ég sat nálægt símanum við barinn - þar sem vændis- konan sat á kvöldin frá klukkan sex (allir sæmilegir barir höfðu sína „stúlku") og hafði alið upp þrjár kyn- slóðir karlmanna í kynferðismálum þarna í hverfinu og var á góðri leið með að ala upp þá fjórðu og gera hana hæfa til hjónabands og dýrlegra ástarleikja, sem Barcelonabúar eru þekktir fyrir, enda er óhætt að fullyrða að sá sem hefur aldrei notið kata- lónskra ásta veit heldur lítið um hold- lega sælu - teygði ég mig í bókahillu, eins og fyrir innblástur frá besta dry martini í borginni, dró út litla bók og leit á hana. Þetta var Saga germanskra bókmennta eftir Jorge Luis Borges. Mér kom á óvart að Argentínumaður hefði skrifað um íslenskar bókmennt- ir, enda var ég aðeins 24 ára og bara fær um að hlusta á aðra, eins og and- legu garpana Gabriel Ferrate, sem orti á katalónsku, og Jaime Gil de Biedma. En þegar ég spurði um Borges vildi svo til að enginn kannað- ist við hann nema Jaime Salinas. Slík var einangrun spænskra skálda á þessum tíma og vanþekkingin á suður-amerískum bókmenntum og menningu. Salinas hafði heyrt hans getið, vegna þess að hann hafði dvalið í útlegð í áratugi og sagði að faðir sinn, skáldið Pedro Salinas (helstu skáldin af Kynslóðinni frá 27 eru talin vera Cernuda, Salinas, Lorca, Alberti og Guillen), hefði haft miklar mætur á verkum hans, en lík- lega væri hann dáinn. Forvitni mín varð slík að ég fór að reyna að finna bækur eftir Borges í bókabúðum, en þar var ekki um auð- ugan garð að gresja. Ég fann enga fyrr en bókabúðin Ancora y Delfin var stofnuð. Þá rakst ég á Ijóðabók eftir 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.