Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 91

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 91
Úr fórum Orðabókarinnar V Ábrystir, bresta á, brysta (á), brystingur AÐ VAU einhvern tíma á útmánuöum 1963, að okkur bárust fregn- Jr ir af so. brysta á, og voru þær hafðar eftir manni upprunnum í Dalasýslu. Að hans sögn var talað um að brysta á skyri í merking- unni ‘að hleypa skyr’; einnig var sagt það brystir á leirflögum, og merkti það, að í þau kæmu sprungur af sólarhita og þurrki. Lét heimildarmaður okkar að því liggja, að orðasamband þetta, brysta á, kynni að vera í einhverjum tengslum við no. ábrystir. Eg tók nú að spyrjast fyrir um þetta orðasamband sem og no. ábrystir, og hér kemur svo uppskeran. So. brysta eða brysta á virðist þekkt í öllum landsfj órðungum og er m. a. höfð bæði í sambandi við ábrystir og skyrgerð. Kona að vestan kveður t. d. svo að orði: „Mátulegt þótti að sjóða það [o: mjólkurhlaupið], þar til bunga myndaðist í miðju ílátinu. Og var það kallað, að það brysti á.“ Hér er um könnuábrystir að ræða, en so. brysta á var einnig höfð um pottábrystir, „er þær krosssjirungu í kollinn og mysan skildist frá draflanum.“ Annar Vestlendingur greinir svo frá, að sagt hafi verið um ábrystir, sem voru kostléttar og meyrnuðu: þær brysta varla. Kona, ættuð af Suðurlandi, segir, að menn hafi stundum komizt svo að orði um lélegan brodd: Ég er hrædd um, að broddurinn brysti ekki. Austfirzkur heimildarmaður greinir frá því, að talað hafi verið um, að broddurinn væri að brysta, þegar hann tók að hlaupa og mysan að skiljast frá. Þá farast Norðlendingi einum svo orð um þessi efni: „Broddurinn er blandaður og síðan soðinn. Brystir þá broddurinn og mærnar í pottinum og aðskilur sig frá mysunni.“ So. hrysta á var líka höfð um það, er skyr var hleypt og tók að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.