Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 31

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 31
Þ O R U N N SVEINBJARNARDÓTTIR bandbafar kvennabarátlunnar Kvennalistanum hefur oft veriö núiö því um nasir aö standa kvennabaráttunni á íslandi fyrir þrifum. Gagnrýnisraddir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að íslenskri kven- frelsisbaráttu hafi veriö geröur óleikur einn Þórunn Sveinbjarnardóttir: „...víst er aö leitun er aö jafn kvenfjandsamlegri ríkisstjórn, í þess- um heimshluta í þaö minnsta." meö því aö helstu femfnistar landsins söfn- uðust saman í ein samtök og byöu fram til sveitarstjórna og Alþingis. Meö framboöi sérstaks kvennalista hafi raddir annarra kvenna á vettvangi stjórnmála og almennrar þjóöfélagsumræöu veriö þaggaöar niöur, rétt eins og Kvennalistinn hafi keypt sér einkaleyfi á umræöu um konur og kven- frelsi. Hversu fráleitt sem það kann aö vera er umhugsunarvert hvort hlutverk Kvenna- listans hafi almennt verið skynjað á þennan hátt og hvaö viö kvennalistakonur höfum gerttil að vinna gegn skynvillunni, ef þannig má að oröi komast. Hverjum þeim sem áhuga hefur á aö bæta stöðu kvenna í íslensku samfélagi, þ.e. aðhyllist femínisma, er í lófa lagið aö beita sér í kvenfrelsisbaráttunni. Aöild aö Samtökum um kvennalista er ekki skilyröi fyrir því. Hitt er svo annað mál að alvöru- femínistar hafa ekki verið á hverju strái, a.m.k. ekki í hefðbundinni pólitík, og nær lætur aö þær konur sem finna má á fram- boðslistum gömlu flokkanna telji sér skylt aö taka skýrt fram að þær séu auðvitað ekki neinir femínistar. Á því eru örfáar undan- tekningar. Af einhverjum ástæðum hefur körlum í stjórnmálum þótt minna liggja við aö aðgreina sig frá femínistum en þaö er önnur saga. Varist eftirlíkingar Tólf ára vera Kvennalistans í stjórnarand- stöðu hefur óneitanlega sett sitt mark á starf samtakanna og gert það að verkum aö viö þau loðir tregðu- og nöldursímynd. Sá vandi sem Kvennalistanum er á höndum kom greinilega í Ijós í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar síðustu. Afreka- skrána vantaöi sögöu kjósendur, a.m.k. geröu þeirsérekki aðgóöu að Kvennalistinn heföi sett öll brýnustu mál stjórnmálanna í dag á dagskrá — í gær — aö hann krefðist breyttrar forgangsröðunar og tækifæris til þess aö sanna sig í ríkisstjórn. En kjósend- um þótti ekki fullreynt meö gömlu flokkana auk þess sem flokkunum tókst að einhverju leyti að innlima oröræðu kvennapólitíkurinn- ar í sína eigin meö því aö lofa öllu fögru og þykjast vel með á nótunum hvaö varöaöi brýnustu málin, svo sem jafnlaunastefnu, umhverfis- og atvinnumál. í því áróöursstríöi tapaöi Kvennalistinn og þjóöin situr uppi meö ríkisstjórn aftur- halds, skammsýni og úrræöaleysis. Eða fékk hún ef til vill það sem hún vildi - falleg- ar umbúöir utan um rýran kvenfrelsispakk- ann? Dæmi hver fyrir sig en víst er aö leitun er aö jafn kvenfjandsamlegri ríkisstjórn, í þessum heimshluta í það minnsta. Einingin að baki margbreytileikans Getur veriö aö kvennalistakonur skynji hlut- verk sitt svo að þær einar leggi stund á kvennabaráttu sem standi undir nafni? Stundum held ég aö svo sé og skyldi engan undra þegar litið er til þess hversu fáir femínistar láta í sér heyra I stjórnmálaum- ræðunni. En kvenfrelsisfólk leynist víöa, í skólum og fýrirtækjum, í menningu og list- um, í fjölmiölum, og þannig mætti áfram telja. Þaö er hins vegar fátt innan fram- kvæmdavaldsins, í dómskerfinu, í sjávarút- vegi og iðnaði, svo aö nokkur dæmi séu nefnd. Og þar sem femínistar eru fáir fýrir, t.d. í dómskerfinu, er kvenfrelsissjónarmið- um ekki gert hátt undir höfði. Og dæmin sanna að beinlínis er aö þeim vegiö meö að- gerðum, f þessu tilviki dómum, sem meðvit- aö grafa undan réttindum kvenna. Þótt Kvennalistinn hafi fariö fyrir íslenskri kvenfrelsisbaráttu síðastliöin 15 ár höfum viö ekki alltaf gert nægar kröfur þegar kem- ur að þvf að styrkja einingu um kvennapóli- tískar aðgeröir. Krafan um afdráttarlausar pólitískar skuldbindingar, svo vitnað sé til skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóö- anna, verður aö vera ófrávíkjanleg í stjórn- málum eigi raunverulegur árangur að nást sem bætirstöðu kvenna. Konurí stjórnunar- stöður, karla 1 fæöingarorlof, sérsköttun hjóna, engan afslátt á meðlagi barna, enga millifærslu persónuafsláttar, dagheimili fýrir öll börn, og svo mætti áfram telja. Nokkur grundvallarmál sem um þarf að ríkja eining eigi kvenfrelsispólitík aö standa undir nafni. Það þarf að skerpa eininguna aö baki margbreytileikans í kvenfrelsisbaráttunni. Setja markiö hátt og gera skýrar pólitfskar kröfur. Á þeirri pólitík er aö sjálfsögðu ekkert einkaleyfi og um hana geta femínistar alls staðar sameinast, jafnt innan sem utan Kvennalistans. En nú sem fyrr verða kvenna- listakonur og aðrirfemínistar að leiða barátt- una og gæta þess aö missa ekki sjónar á grundvallarmarkmiöum kvenfrelsisins. kvnnapólitíkin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.