Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 25
DV Menning MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER2004 25 Hönnunarsýning Félags íslenskra teiknara opnaði um helgina og gefur innsýn í heim nytjahluta, framleiðslu, sölu og þjónustu. Sýningin sviptir hulu af gleymdum listamönnum og glötuðum arfi. eðð útlönd? Sýningin opnaði á föstudags- kvöldið í Listasafni Reykjavíkur. Hun er sett upp af látleysi og ein- faldleika með tískusniði minimal- ismans, en hefur kostað mikla vinnu, fjármuni og eftirgrennslan. Sýningin byggist á áhuga og elju safnara sem hafa varðveitt það sem aðrir hafa forsmáð. Sýningarstjórarnir, Snæífíð Þor- steins og Guðmundur Oddur, hafa skipt með sér verkum: Snæfríð sá um sýninguna en Goddur ritstýrir sýningarskrá sem væntaleg er er líður á sýningartímann en sýningin stendur til áramóta. Sýningin er í geilum, fyrirferðar- miklar eru útgáfur hins opinbera: frímerki og seðlar, skjaldarmerkja- deOdin með merkjum sveitarstjórna og félaga sem annars eru ekki greind, ekki eru einu sinni skýrðar meginreglur sem liggja til grundvall- ar opinberum táknum á borð við merki, seðil eða frímerki. Að auki eru þarna umbúðir, prentverk, plaggöt, lausaprent, auglýsingar á blaði og fllmu, allt sem teiknarar hafa komið ná- lægt. Verulega skorti á skýr- ingar með sýningunni, upplýsingar um hverja deild og er það til vansa: en að baki slíku verður að búa rannsóknarvinna um hin ólíku form: hún hefur ekki farið fram. Fyrir hvern er sýn- ingin? Vitaskuld má í sýning- arformi rekja söguna skýringalaust en ekki er mikið gagn af því. Upplýsingar um sýningar- gripi eru býsna litlar. Sýningarstjór- ar ítreka að sýningunni er ekki ætlað að gefa nema takmarkað yfirlit. Þau segja skorta verulega á varðveislu. í söfri hins opinbera vanti nytjahluti, framleiðendur hafi ekki hirt um varðveislueintök, hönnuðir og teiknarar trassað að geyma verk sín. Sýningin ætti því að vera okkur viðvörun þegar svo er komið að saga okkar í þessum efnum er glötuð, týnd að stóru, ættum við að setja okkur nýjar varðveislureglur. Þetta er jú mikilvæg saga sem falin er í *********“” »••■•••••••••. Birtingur 1959 Eru áhrif »•••••••••••(.. Roth á prenthönnun á ís- ••••••••••••••l. landi stórlega ofmetin? •••••••••íílílí Dósamiðar eftirAtlaMá fyrir ORA hverjir muna ekki lika eftir Blönduði græn- meti frá sama tíma. lausaprenti, umbúðum, auglýsing- um og þess háttar. Það vekur athygli að Hönnunar- safnið skuli ekki vera opinber þáttakandi í sýningunni. Ekki hefur verið sótt í héraðs- söfn né Þjóðminja- safn. Ekkert er af gripum úr Ásbúðar- safni Andresar Johnsen sem er þá stærst og elst safna sem þessi sýning ætti að byggja á. Fjallkonan fyrst Forráðamenn hafa sett fram kenn- ingar um þróun hönnunar hér á landi sem lýtur að miðju í táknhugs- un sem komi til með sjálfstæðis- baráttu. Þjóðleg tákn verði kjarni og er það rakið til 1874, fjall- konuplaggats Benedikts Gröndal, frekar en konseptsvinnu Sigurðar málara fyrir þjóðhátíðina 1874 sem hannaði bæði hátíðarsvæðið, skilti þar með talin, bjó til nýjan kven- búning, gerði valinn að tákni og valdi heiðbláa litinn sem táknlit okkar. Það bætist alltaf meir á Sigga séní - er hann upphafsmaður hönnunarhugsunar þjóðarinnar Rafskinnuauglýsing frá 1954 fiettiskilti er setti svip sinn á miðbæ Reykjavikur I mörg ár, rétt eins og nú. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA ofan á allt annað. Er það ekki hann frekar en Gröndal sem er sterkasta hnitið í þessu upphafi? Forgöngumenn En er ekki sterkari sveipur í tákn- hugsun aldamótanna hin erlendu áhrif? Að setja sig niður með öðrum? Þegar Bjarni frá Vogi starfar sem verslunarerindreki fyrir land- stjórnina og gefur út rit sitt um at- vinnulíf á Islandi 1914 virðast menn fyrst og fremst hafa áhuga á að sýna sig sem þáttakendur í al- þjóðlegum viðskiptum. Er ekki orðið tímabært að end- urskoða hugmyndina um þjóðerni sem kjarna í hugsun samfélagsins fram að kalda strfði, finna annan hól? Menntuðum mönnum fer ekki að fjölga í grein teiknara fyrr en á fjórða áratugnum: Tryggvi Magn- ússon, Jörundur Pálsson, systkinin Halldór Pétursson og Ágústa, Atli Már, Ásgeir Júlíusson og Stefán Jónsson, flest þeirra sóttu þjálfun til Danmerkur. En ekkert þeirra hefði fengið vinnu ef Ólafur Hvanndal, skútusjómaður og tré- smiður, hefði ekki lagt fyrir sig glerskiltagerð og teikningu í Höfn 1907, fullnumað sig síðar í móta- gerð í Höfn og hjá Brockhaus í Leipzig, komið hingað heim og stofnað myndamótagerð 1919. Hann var einn á þeim markaði til 1927, ráðandi allt til 1949 þegar hann gaf allt sitt mótasafn Lands- bókasafni. Hvar er það nú? Mótin eru fyrst Það er nefnilega þannig í sam- tvinnun prentsins og teikningar- innar að setjarinn teiknaði ekki íður lengi framan af, þó teiknarar vilji síður kannast við það nú. Teiknarar fengu engin tækifæri til að komast inn á íslenskan markað fyrr en ótin voru komin til, framþróun hönnun- ar hélt hönd í hönd við framfarir í prentmyndagerð. Félag teiknara var leitt á fund við þjóðina af mönnum úr prentarastétt eins og Ólafi, Helga Guðmundssyni, Eymundi Magnússyni svo örfá nöfn séu nefnd. Útlitshönnun prentgripa var ekki síður í höndum prentara: Hafsteinn Guðmundsson hefði ekki orðið til án Hallbjarnar Halldórs- sonar og strangrar grafískrar menntar: formhugsun og tákn- hugsun lá ekki síður í fleti og um- broti en stökum táknmyndum vöru og þjónustu. Og hvar vorum við þar? Nútíminn bankar upp Önnur kenning sýningarstjór- anna er sú að stutt dvöl Dieter Roth hafi breytt miklu fyrir aðkomu nýrra hugmynda í hönnun. Breytti hún svo miklu? Eru það ströng prinsipp sem Dieter setti fram 1958 og einkenndu verk hans sjálfs ekki :::::::::::: BIRTINGUR SSSíKSSKS með öllu ein- angrað fyrirbæri sem í baksýnis- speglunum eru vegna frægðar hans í dag sett í eitthvað óskhyggjubað? Áhrif Dieter í fleiri greinum hafa mér virst stórlega ofmetin, rétt eins og íslenskir myndlistarmenn hafi bara ekkert fýlgst með. Hvað með þær tilraunir í útliti sem finna má finna víða um 1930 þar sem formhugsun er farin að bera sterk módernísk einkenni til dæmis á kápum / austurvegi og Alþjóðamál og málleysur Þórbergs. Hvaða módernismi var það? Sannastsagna Hönnunarsýningin er skemmti- legt en fáskrúðugt yfirlit um mikil- vægan og merkilegan þátt í lífi þjóð- arinnar. Hún er vísir á að mikið vanti á í rannsóknum, heimildasöfnun og skráningu á þessu sviði menningar okkar. Mjór en mikils vísir. Félag íslenskra teiknara á þakkir skildar fyrir að hafa sett það starf að mestu leiti í gang. Sýningin mun njóta almenningshylli og snerta við minni og gleymsku almennings um svið sem skiptir æ meira máli í nútíð og framtíð en fortíð. Svið sem teygir anga sína um allt líf okkar og skynj- un og er því rannsóknar virðir, bæði í nútíð og fortíð. Gaman verður að sjá sýningar- skrána þegar hún birtist. Sýningin sjálf er góð byrjun á starfi sem verð- ur að halda áffarn og magnast. Um sögu íslenskrar hönnunar verðum við að vita miklu, miklu meira. Næsta sýning um það efni verður að vera fljótt, verður að vera stærri og miklu miklu betri. pbb&dv.is Meira um óperur. Lars von Trier átti að setja Niflungahringinn upp í Bayreuth 2006 og hafði Karl Júlí- usson tekið að sér leikmynd. Svo hætti Lars við og nýlega var tilkynnt hver kæmi í hans stað. En fylgir Kalli með í kaupunum? Aldinn þýskur leikstjóri færir Niflungahringinn inn í 21. öldina Loksins er fundinn maður til að taka að sér sviðsetningu á Niflunga- hringnum fyrir Bayreuth 2006. Eins og kunnugt er hafði Lars von Trier tekið verkið að sér og ráðið Karl Júlíusson til að gera leikmynd fyrir óperurnar fjórar. Var undirbúning- ur hafinn fyrir þetta tröllaukna verkefni en allur hringurinn er stærsta verkefni sem nokkuð óperuhús getur ráðist í. Bayreuth-hátíðin er æðstahof í flutningi á verkum Wagners í heimin- um og þar á bæ standa menn fyrir sýningum á sumri hverju. Þetta er tæknivæddasta leikhús í Evrópu og aðsókn að sýningum á hátíðinni er slík að miðar eru seldir mörg ár fram í tímann. Héðan frá íslandi hefur á hverju ári farið stór hópur Wagner-aðdá- enda, en félag þeirra nýtur sérstakrar velvildar þar eftir heimsókn Wolfgangs Wagner dóttursonar tón- skáldsins hingað til lands fyrir nokkrum árum. íslenski tengillinn. Þá hefur rit Áma Bjömssonar um íslenskar heimildir að baki Niflunga- hring Wagners vakið athygli, en Árni sýnir fram á að Wagner hefur notað foma íslenska texta við samningu verksins, meira en menn grunaði. Það var því mikið tilhlökkunarefni að Lars skyldi velja samstarfsmann sinn frá því í Breaking the waves Karl Júlíusson til að koma að næstu svið- setningu Hringsins, sem er settur upp í nýjum gerðum með reglulegu árabili. En Lars gaf verkið fr á sér í júní og hefur síðan verið leitað leitandi ljósi að nýjum leikstjóra. Tíminn er naumur, ný sviðsetning er nokkur ár í undirbúningi. Tankred Dorst Það verður þýska leikskáldið Tan- kred Dorst sem fær það vandasama verkefni að setja næsta hring á svið. Hann er virtur maður í menningar- heimi Evrópu, afkastamikið leikskáld og forvígismaður í menningarelítu hins þýskumælandi heims. En hann er 78 ára og óttast margir að þessi biti, sá stærsti sem hann hefur tekið gangi frá honum en hann er nýkom- inn úr mjaðmaraðgerð. Dorst hefur enga reynslu sem óperuleikstjóri en hefur lengi haft áhuga á goðaefni. Stærsta verk hans er um Merlín galdramann. Kalli Júl mun því ekki setja mark sitt á sögu sviðsetninga Niflunga- hringsins í Bayreuth - að sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.