Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 45 t SKARPHÉÐIM ÞORKGLSSON HÉRAÐSLÆKNIR. 15. f»L 1912 — 19. apJ 1950. Dauðinn hefir höggvið mörg og stór skörð í í|Slenzka lækna- stétt á undanförnum árum og ekki ævinlega þyrmt þeim, er ætla hefði mátt, að lengst líf ættu fyrir höndum. Af okkar fámenna hópi, kandidatanna frá vorinu 1940, var þriðjung- ur hniginn í valinn áður en full tíu ár voru liðin frá prófi -— Sigrún Briem sokkin 1 sæ og Skarphéðinn Þorkelsson til moldar genginn. Hann andað- ist að heimili sínu, Höfn í Hornafirði, á síðasta vetrar- dag. Skarphéðinn var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Þorkelþ Guðmundssonar og Signýjar Guðmundsdóttur. — Ungur missti hann foreldra sína og ólst upp hjá Sæmundi Þórðarsyni trésmið og konu hans, Bergþóru Björnsdóttur. Þau gengu honum í föður og móður stað, og á heimili þeirra dvaldist hann æ síðan, unz hann fluttist burt úr höf- uéjtetaönum til læknisstarfa. Að loknu embættisprófi og kandidatsdvöl á Landsspítalan- um, gerðist hann héraðslæknir í Hesteyrarhéraði, en tveim ár- um síðar var honum veitt Hafnarhérað og því gegndi hann til dauðadags. Skarphéðni Þorkelssyni var margt vel gefið. Hann var námsmaður ágætur, hagmælt- ur vel, og tónlist unni hann og iðkaði af lífi og pál. Ekki flík- aði hann listahæfileikum sín- um framan af ævi — það var af einskærri tilviljun, að ég komst að því á Menntaskóla- árum okkar, að hann orti, og um tónlistargáfu hans munu fáir aðrir en nánustu vinir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.