Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 24
20 SVEITARSTJÖRNARMÁL Kaupin á ReykjahlíS. Á s. 1. ári var formlega gengið frá kaup- unum á Reykjahlíð og hitaréttindum tveggja nágrannajarða. Hitaveitan hefur látið fara þar fram boranir með tveim jarðborum á s. 1. ári, með þeim árangri, að nú er svo komið, að i Reykjahlíð fást nú í kringum 50 lítrar á sek. af heitu vatni. Bæjarráð hefur þegar ákveðið, að leiða þetta vatn til bæjarins hið allra fyrsta, og er ekki vonlaust um, að það geti orðið á næsta hausti, sem þessir 50 ltr. bættust þá við þá 300 sek. iítra, sem hitaveitan nú flytur. JarSeignir bœjarins. Að hagnýtingu þeirra hefur verið unnið kappsamlega á s. 1. ári. Mjög mikill skurð- gröftur og framræsla hefur farið fram á jörðum bæjarins til undirbúnings frekari ræktunar. Á Korpúlfsstöðum var ráðist í gagngerð- ar endurbætur á fjósinu og er þeim nær lokið. Fjósið var mjög illa komið, einangr- un öll ónýt, bæði á útveggjum og lofti, rafleiðslur og vatnsleiðslur í ólagi og þurfti því mjög mikilla endurbóta við. Næst verð- ur hafist handa um viðgerðir á íbúðum á Korpúlf sstöðinn. Ennfremur hefur, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, bústofn verið stóraukinn. 1 ársbyrjun 1947 voru nautgripir þar 63 að tölu, en eru nú 116. ÚtgerS. Þann 17. febrúar 1947 lagðist fyrsti ný- sköpunartogarinn og fyrsti togari Reykja- víkurbæjar, Ingólfur Ámarson, að landi. Með honum hófst bæjarútgerð Reykja- víkur. Um afkomu þeirrar útgerðar á s. 1. ári liggja ekki enn fyrir reikningar. Á bæjar- ins vegum eru fjórir togarar í smíðum, til viðbótar Ingólfi Arnarsyni, en bæjar- stjórnin hefur samþykkt að láta af hendi hinn síðasta. Strœtisvagnar. I ársbyrjun var komið í mesta öngþveiti með strætisvagna, vegna þess að endur- nýjun hafði ekki fengizt nægileg á þeim að undanförnu. Var hafizt handa um öflun nýrra vagna. Hefir það tekizt svo, að á árinu 1947 bættust við og voru þegar tekn- ir í notkun 12 nýir vagnar. En auk þeirra eru 5, sem koma í notkun nú á næstunni. Að endingu er rétt að taka það fram, að á síðastliðnu ári keypti bærinn all- mikið af ýmsum vinnuvélum og tækjum, sem gerði kleift að framkvæma ýms verk sem að öðrum kosti hefði verið ófram- kvæmanleg og dregið hafa úr kostnaði m. a. við gatnagerð og gert það að verkum að fljótar hefur unnist. Bærinn hefur t. d. keypt tvær jarðýtur, steypublöndunarvél, vélskóflu, dráttarvél- ar, 14 vagna til götuhreinsunar, bifreiðar og ýmsar aðrar vélar og tæki. Menningarráð. Þessir tveir kaupstaðir hafa þegar kosið MenningarráS, samkvæmt tilmælum Sam- bands ísl. sveitarfélaga: A kraneskau pstaSur: Guðjón Hallgrimsson, kennara, Ingunni Sveinsdóttur, frú, Magnús Jónsson, skólastjóra, Jónas Márusson, lögregluþjón, Sigrúnu Ingimarsdóttur, frú. HafnarfjarSarkaupstaSur: Benedikt Tómasson, skólastjóra, Pál Daníelsson, framkv.stj., Guðjón Guðjónsson, skólastjóra, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, frú, Jakobínu Matthiesen, frú. Vonandi fara fleiri sveitarfélög að dæmi þessara tveggja og hefji hvert fyrir sig og sameiginlega, sókn í alhliða menningar- málum. Þess er nú mikil þörf og gæti með aðstoð ýmsra áhugamanna og félaga, borið mikinn árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.