Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 28

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 28
Er þetta ekki okkar ^^rðttdl ■ Síöastliðiösumarkomstafstaðkvitturumað sameina ætti fiskvinnslufyrirtækin á Granda í Reykja- vík, Bæjarútgerðina og ísbjörninn. Óhugur fór um fólkið í fiskiðjuveri BÚR. Því datt strax í hug að flytja ætti það yfir í ísbjörninn. Óvissan var óþolandi svo borgarstjóri var kallaður á fund í matartíma. Fólk vildi frekar heyra dóm af vörum hans en lesa í blöðum hvað yrði um fyrirtækið. Davíð Oddsson sagðist vilja að áfram yrði rekin blómleg útgerð í Reykjavík, en til þess yrði að gera rekstrarlegar breytingar á stærstu fyrirtækjunum. Við hlytum að sjá, að borgarsjóður gæti ekki lengur greitt tæpar 13 þúsund krónur á mánuði með hverjum starfsmanni BÚR, eins og gert hefði verið undanfarin ár. Það er erfitt að vera verkamður og sitja undir slíkum málflutningi þegar maður fær ekki nema rúm- lega þessa upphæð í grunnlaun. Skaparframleiðsla okkar eintómar skuldir? Eigum við að svara fyrir slælega stjórnun eða efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar? Hvaðan koma þessar skuldir annars? Að ræðu borgarstjóra lokinni var brýnt fyrir fólki að ef það vildi spyrja, yrðu það að vera málefnalegar spurningar. Hvernig á fólk, sem nýbúið er að heyra að það vinni varla fyrir kaupinu sínu, að orða spurningu sem borgarstjóra finnst málefnaleg? Það langar auðvitað mest til að öskra eða gefst algjörlega upp fyrir því valdi sem yfir því drottnar. Það er það versta. En örfáir klóruðu í bakkann, spurðu til dæmis: „Fyrst verið er að efla útgerð í borginni, er þá ekki hentugra að sameina okkur Hraðfrystistöðinni sem er hér við hliðina?" og: „Hver er að bjarga hverjum, Ingvarsbræður BÚR eða BÚR Ingvarsbræðrum?" Þessar spurningar taldi borgarstjórinn í Reykjavík ekki málefnalegar. Hann varð reiður, sagðist ekki svara svona skítkasti. Niðurstaða fundarins létti hins vegar á spennunni: Eftlr Elfsabeti Þorgeirsdóttur Hvað svo sem gert yrði til að hagræða rekstrinum, 28 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.