Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 67
gróðurfari og dýralífi. Þetta land segir okk- ur sögur ef við kunnum að hlusta — með augunum. Við eigum að kunna að lesa sög- ur út úr landslaginu, þekkja viðburði í bú- setusögu, vemda landið og sögulegar minjar. Því hvað erum við þegar við höfum gleymt fomsögum og íslandssögu, jafnað úr sögulegum minjum og fomum mann- virkjaleifum; vanvirt náttúru landsins og eyðilagt fegurstu svæði þess? An efa hefur Island verið land mikilla náttúmtöfra þegar landnám hófst. Og þrátt fyrir að jöklar, eyðimerkur og brunahraun hafí lengst af þakið stóran hluta landsins er víst að þegar landnám hófst á íslandi hafi hér verið ríkulegur gróður um allt land. Gróska hefur mikið aðdráttarafl, ekki síður en fjöll og dalir, og hið sama má segja um ár, læki og vötn. Og þá er komið að því að tengja saman náttúmtöfra og staðarval landnemans og hvers vegna hann hefur kunnað að velja sér bæjarstæði haganlegar og betur en við ger- um, nútíma Islendingar, þessi hámenntaða þjóð. Landnámsmaðurinn var fjölfræðing- ur: bóndi, sjómaður og smiður á jám og tré. Hann kunni að lesa í landslagið, lesa út úr því hvaða öfl vom að verki á hverjum stað. Hann áttaði sig á samspili gróðurs og veð- urfars, gróðurs og jarðvegs. Landslagið sagði honum hvemig vindar blésu, hvar skjólið var, hvar öryggið var. Þetta var fræðigrein sem er týnd og tröllum gefin, eða hvað? Landnámsmaðurinn lét landið sjálft segja sér búsetukosti og galla. Hann hafði engin mælitæki eins og staðarvals- nefndir nútímans byggja niðurstöður sínar á. Hann las vindáttir út úr fjöllum og fjalla- skörðum; veðurfar úr háloftum, af gróðri og fuglasöng; hegðun árinnar af litarhætti hennar, bökkum og bugðum; hlunnindi jarðarinnar af staðháttum og vorkomunni Til er reyndar ævafom fræðigrein sem heiúr geomancy á vestrænum málum. Óbeint þýðir hún „maður og land“ en hún fjallar um mannvirki í landslagi, einskonar ráð- gjöf um staðarval og mannvirki. Kannski em þar á ferð týnd fræði Herúla, sem áar okkar og eddur kunnu. Geomancy er ennþá stundað í Austurlöndum og á kínversku nefnist þaðfeng shui. Orðin merkja: vindur og vatn. Fræðigrein þessi byggir á krafti hins náttúrulega umhverfis; á vindinum, á hreyfingu hans og andrúmslofti fjalla, hæða og hóla. Hún tekur tillit til úrkomu og vatnsfalla og heildaráhrifa af hinu náttúru- lega samspili. Áhrif feng shui fara síst minnkandi við staðsetningu og hönnun bygginga í Austurlöndum, enda þótt fræðin virðist blönduð þjóðtrú og hindurvitnum vegna hins forna uppruna. Þegar betur er að gáð em þetta ýmiskonar vamaglar eða við- varanir sem minna á álagabletti sem mý- mörg dæmi eru um í íslenskri þjóðtrú. Átakanleg saga er frá dalverpi einu á Vest- fjörðum. Þar er rammhelgur álagablettur á volgmsvæði undir hlíð. Býlið sem þama stóð er nú í eyði en um aldir hafði bærinn staðið allfjarri álagablettinum. Fyrr á þess- ari öld var svo byggt á blettinum og öllum hindurvitnum hent fyrir borð. Snjóavetur einn reið skelFmgin yfir bæinn í snjóflóði og þar létust börn og fullorðnir, svo og skepnur. Volgrumar höfðu sín áhrif. Þær minnkuðu viðloðun snjókristalla og fann- fergið braust fram með þessum ósköpum. Viðvömn kynslóðanna var eftir sem áður: bannsvæði — álög. Sáralítið eimir eftir af þessum fornu stað- arvalsfræðum hér á landi. Samt búa þau í L TMM 1992:1 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.