Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 UMFJÖLLUN Áminningar og afslættir EKKI MÁ VANMETA þörfina á því að lögmenn þekki vel til laga og reglna sem um starfsemi þeirra gilda, en úrskurðarnefnd lögmanna berast erindi af ýmsu tagi er varða störf lögmanna. Í þessari grein verður kastljósinu varpað á tvo nýlega úrskurði þar sem nefndin hefur talið ástæðu til þess að áminna lögmenn. Einnig verður reifaður úrskurður þar sem reikningur lögmanns var lækkaður. Upplýsingaleki og aðdróttanir leiða til áminningar Hera hdl. var lögmaður forsjáraðila barns sem kom til Íslands í kjölfar náttúru hamfara í heimahögum. Barna - verndar nefnd barst tilkynning um áhyggjur af aðstæðum barnsins og var það vistað tímabundið utan heimilis. Barnaverndarnefnd bar Heru á brýn að hafa lekið trúnaðarupplýsingum, m.a. við kvæmum persónuupplýsingum, til fjölmiðla og þannig brotið gegn ákvæðum 6. og 17. gr. siðareglna um trúnaðarskyldu, sem og ákvæðum lögmanna- og barnaverndarlaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarnr. 5/2014 var talið að Hera hefði haft rétt á að koma á framfæri athugasemdum vegna fjölmiðlaumfjöllunar vegna alvarlegra ásakana á hendur umbjóðanda hennar. Nefndin taldi að taka yrði tillit til þess að upplýsingarnar hefðu verið gefnar í óundirbúnu símtali við fréttamann. Hins vegar hefði háttsemin verið til þess fallin að torvelda barninu að fóta sig í nýju umhverfi og taldi nefndin að lögmaðurinn hefði brotið gegn trúnaðar- skyldum með aðfinnsluverðum hætti. Í málinu var einnig gerð athuga- semd við aðdróttanir Heru í garð fóstur- fjölskyldu barnsins. Eftir henni var haft að fósturfjölskyldan hefði fengið barnið „á silfurfati“ og hefði „fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér, og það sem lengst“. Reyndi á 34. gr. siðareglna um að lögmanni beri að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna virðingu og tillitsemi sem samrýmanleg sé hagsmunum skjólstæðinganna. Nefndin taldi ósæmandi fyrir lögmann að dylgja alvarlega að stjórnvöldum og gagnaðilum í opinberri umræðu og að lögmaðurinn hefði ekkert gert til að réttlæta ummæli sín eða færa sönnur á þau. Heildstætt mat á atvikum málsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að lögmað- ur inn var látinn sæta áminningu. Framlagning utanréttar tilboðs og gildissvið siðareglna Í máli úrskurðarnefndar nr. 27/2014 voru atvik með þeim hætti að Mörður hrl. fór með slysabótamál. Á grundvelli matsgerðar gerði hann kröfu um bætur á hendur kæranda, sem var tryggingafélag. Í kjölfarið bauð starfsmaður kæranda, Friðfinnur hdl., fram tillögu að loka- uppgjöri vegna málsins. Í tilboðinu sjálfu og tölvupósti var tiltekið að boðið væri sett fram til sátta og með öllum fyrirvörum og að hvorki tölvupósturinn né tilboðið væri ætlað til framlagningar. Sættir náðust ekki. Mörður höfðaði því mál á hendur tryggingafélaginu f.h. umbjóðanda síns og lagði m.a. fram tilboðið. Úrskurðarnefndin taldi gagnafram- lagninguna fela í sér brot á 2. mgr. 21. gr. siðareglna um að óheimilt sé að leggja fram í dómi utan réttar sáttatillögur nema með samþykki gagnaðila, en ákvæðinu væri ætlað að tryggja að lögmenn gætu treyst því að hugmyndir að sáttum, sem lagðar væru fram utan réttar, teldust ekki bindandi eða leiðbeinandi á síðari stigum. Brot Marðar væri til þess fallið að grafa undir því trausti. Um væri að ræða alvarlegt brot, framið af skýrum ásetningi, og var lögmaðurinn látinn sæta áminningu vegna málsins. Við þetta má bæta að Mörður hélt því meðal annars fram fyrir nefndinni að siðareglur lögmanna ættu ekki við þar sem Friðfinnur hdl. væri ekki sjálfstætt starfandi lögmaður. Nefndin áréttaði hins vegar að siðareglurnar nái til allra starfandi lögmanna. Lækkun á grundvelli kostnaðarmats Bárður hrl. tók að sér að verja aðila í einkamáli. Bárður lýsti því yfir í tölvupósti að aðilar hefðu á fyrsta fundi sínum rætt um að kostnaður við vörn í málinu yrði á bilinu kr. 500.000,- til kr. 700.000,- þ.e. 35-40 tímar með mál- flutningi. Vakti hann einnig athygli á því að kostnaðurinn gæti orðið hátt hlutfall af kröfu dómsmálsins, en stefnukrafan nam kr. 807.021,- Skemmuvegi 4 // Sími 540 1800 // www.prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.