Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 50

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 50
 Þjóðmál VETUR 2012 49 Guðmundur Magnússon Ættarveldi og alþýðufólk „Lítilla manna að austan“ Ímanntalinu 1803 eru þrjár „stuepiger“ meðal heimilisfólks Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns í Viðey . Herbergjastúlkur, eins og þær voru nefndar, þjónuðu húsráðendum og fjölskyldum þeirra . Þær voru aðeins á efnaheimilum . Starfið var eftirsótt og gat verið leið til þess að komast áfram í lífinu, jafnvel í raðir heldra fólks . Það sýnir dæmi ráðskonunnar í Viðey, Kristínar Eiríksdóttur, 52 ára gamallar prestsekkju með tvo unglinga á framfæri sínu . Jón Espólín segir í Árbókum sínum að hún hafi verið „lítilla manna að austan“, en Ólafur hafi tekið hana til sín unga að Leirá . Var hún þjónustustúlka hjá honum næstu árin og stóð sig svo vel að hún var sett yfir allt þjónustufólk innanhúss þegar fjölskyldan flutti árið 1780 að Innrahólmi; varð hún þar „fyrsta herbergjastúlka“ . Hún þótti bæði greind og glæsileg . Árið 1783 þurfti að finna Jóni Grímssyni, sem þá var nýorðinn prestur í Görðum á Akranesi, kvonfang . Hann hafði verið í þjónustu biskupsfeðganna í Skálholti, Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar, tengdasonar Ólafs Stefánssonar . Kristín varð fyrir valinu og er ekki að efa að ákvörðun um það var tekin af Hannesi biskupi og Ólafi . Jón Grímsson lést fyrir aldur fram 1797 og fór þá Kristín að nýju til Ólafs, nú í Viðey þar sem hún varð ráðskona hans . Börn hennar tvö, Grímur og Ingibjörg, fylgdu henni . Grímur varð skrifari hjá Ólafi stiftamtmanni sem studdi hann til náms í Kaupmannahöfn . Eftir embættisferil í Danmörku varð Grímur Í nýútkominni bók Guðmundar Magn ús sonar sagnfræðings, Íslensku ættar­ veldin — frá Oddaverjum til Engeyinga, er fjallað um það tangarhald sem fámennar höfðingjaættir höfðu á íslensku þjóðfélagi fyrr á tíð . Hér er gripið niður í bókinni þar sem rakið er hvernig „ættlaust“ fólk gat komist áfram í skjóli og með stuðningi höfðingjanna, og birt brot þar sem annars vegar er rætt er um menn sem brjótast áfram af eigin rammleik, hina svokölluðu „self made men“ á 19 . öld, og hins vegar um hugtakið „hinir nýríku“, nouveau riche .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.