Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 INNGANGUR Óhefðbundnar meðferðir eru notaðar í auknum mæli innan heilbrigðiskerfisins í hinum vestræna heimi. Samkvæmt rann- sókn sem nýlega birtist í Læknablaðinu nota Íslendingar töluvert þjónustu óhefðbund- inna meðferðaraðila og virðist notkunin vera vaxandi þar sem hún hafði aukist um 6% frá árinu 1998 (Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2010). Ljósmæður hafa verið duglegar að kynna sér notkun óhefðbundinna meðferða enda falla þær yfirleitt vel að hugmynd- arfræði ljósmóðurfræðinnar og styðja við eðlilegt ferli. Óhefðbundnar meðferðir hafa verið mikið notaðar af ljósmæðrum til að hjálpa konum að takast á við hríðarverki og miða þá að því að styrkja konuna í að takast á við verkina ásamt því að veita einhverja verkjastillingu. Litið er á hríðaverkina sem flókið lífeðlisfræðilegt fyrirbæri sem hægt er að nálgast á sálrænan, tilfinningalegan, andlegan og líkamlegan hátt, ólíkt hinni læknisfræðilegu nálgun sem lítur á hríðverki sem eitthvað sem þarf að „taka í burtu“ (Burns, Zobbi, Panzeri, Oskrochi & Regalia, 2007). Ljósmæður nota einnig óhefðbundnar meðferðir við ýmsum meðgöngukvillum, til slökunar og til að draga úr kvíða (Tiran, 2007). Þó óhefðbundnar meðferðir geti gagnast konum í barneignarferlinu er ekki þar með sagt að þær séu allar öruggar fyrir móður og barn (Tiran, 2007). Það er því mikilvægt að ljósmæður kynni sér vel öryggi þeirra og gagnsemi til að vera í stakk búnar að veita upplýsingar og gefa ráðleggingar. Hvort sem meðferðin telst hefðbundin eða óhefðbundin þá ættum við að gera sömu kröfur um rannsóknir á gagnsemi og öryggi. Margar ljósmæður hér á landi hafa lært að nýta sér óhefðbundnar meðferðir í starfi. Nærtækasta dæmið um þetta er notkun nálastungumeðferðar en sú kunnátta er mjög útbreidd meðal íslenskra ljósmæðra. Nálastungumeðferð þykir nú sjálfsagður valkostur kvenna sem fæða á Íslandi og hér á landi eiga margar konur einnig kost á nálastungumeðferð hjá sinni ljósmóður á meðgöngu og eftir fæðingu (Anna Sigríður Vernharðsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Þóra Jenný Gunn- arsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir, 2009). Nálastungukunnátta breskra ljósmæðra er ekki eins útbreidd og meðal íslenskra ljós- mæðra en þar í landi er algengt að 1-2 ljós- mæður við hverja stofnun hafi slíka kunnáttu (Budd, 2000). Ilmkjarnaolíumeðferð er víða notuð í Bretlandi og nýtur vaxandi vinsælda meðal kvenna (Burns, Blamey, Ersser, Lloyd & Barnetson, 1999) og því er æskilegt að ljósmæður hafi grunnþekkingu á ilmkjarna- olíum og þekki örugga notkun þeirra á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Hópur íslenskra ljósmæðra sótti námskeið um notkun ilmkjarnaolía í ljósmóðurstarfi sem haldið var hér á landi vorið 2007. Námskeiðið var haldið á vegum Ljósmæðra- félags Íslands og leiðbeinandi á námskeiðinu var Denise Tiran, ljósmóðir sem hefur sérhæft sig í notkun óhefðbundinna meðferða í ljós- móðurstarfi. Námskeiðið hefur örugglega átt þátt í að auka notkun á ilmkjarnaolíum í ljósmóðurstarfi hér á landi en umræðan hefur ekki farið hátt og konur í barneign- arferlinu virðast almennt ekki vita af þessum valkosti enda er hann lítið kynntur fyrir þeim. Í bæklingi sem fjallar um verkjameð- ferð án lyfja í fæðingu sem er einn af bækl- ingunum í bæklingaröð Ljósmæðrafélags- ins sem gefnir eru út á fræðsluvef félagsins verður þessi valkostur kynntur til sögunnar. Þessi grein er fræðileg úttekt á gagnsemi og öryggi ilmkjarnaolíumeðferða í fæðingu auk þess sem teknar eru saman hagnýtar upplýsingar sem geta nýst ljósmæðrum við fæðingarhjálp. Heimildaleit var gerð í janúar 2010 í gagnagrunnunum CINAHL, PubMed og Scopus þar sem leitarorðin „aromather- apy“ og „labour“ voru notuð. Leitin skil- aði 6 rannsóknargreinum sem birtar voru á tímabilinu 1994-2008, einni yfirlitsgrein frá COCHRANE gagnagrunninum og fjölda greina sem fjalla um notkun ilmkjarnaolía í fæðingu. HVAÐ ERU ILMKJARNAOLÍUR OG ILMKJARNAOLÍUMEÐ- FERÐ? Ilmkjarnaolíur eru sterk efni með lyfja- fræðilega verkun sem unnar eru úr ýmsum hlutum jurta og notaðar í meðferðalegum tilgangi (Tiran, 2000). Ilmkjarnaolíumeð- ferð er óhefðbundin meðferð sem miðar að því að nota ilmkjarnaolíur í meðferðarlegum tilgangi (Tiran, 2000). Algengast er að gefa ilmkjarnaolíur um húð og með því að virkja lyktarskynið. Nudd, bakstrar, skol eða blanda út í baðvatn eru dæmi um ilmkjarnaolíumeð- ferð um húð. Mólekúl hreinna ilmkjarnaolía og burðarolía eru það smá að þau ná að smjúga í gegnum húðina en það tekur þó 20-40 mínútur (Burns o.fl., 1999). Þegar ilmkjarnaolíur eru gefnar um húð verður reyndar ekki hjá því komist að virkja lykt- arskynið því ilmurinn liggur í loftinu. Þegar lyktarskynið er virkjað fara virku efnin beint til limbíska kerfisins um lyktarklumbu (e. olfactory bulb) (Medforth, Battersby, Evans, Marsh & Walker, 2006). Limbíska kerfið er tilfinningamiðstöð heilans og hefur áhrif á hjartslátt, blóðþrýsting, öndun og viðbrögð við streitu (Burns o.fl., 1999). Þegar örvun verður á limbíska kerfið virkjar það enkep- halin (náttúruleg verkjalyf), endorfín (nátt- úruleg ópíöt) og serotónín (náttúrleg róandi efni) sem geta t.d. leitt til slökunar og komið jafnvægi á tilfinningar (Burns o.fl., 1999). Lykt, ein og sér getur því möguleika minnkað kvíða og aukið slökun. Þegar eingöngu á að nýta lyktarskynið er hægt að væta grisju með ilmkjarnaolíu, úða blöndu út í andrúms- loftið eða láta ilmkjarnaolíurnar gufa upp. Ilmkjarnaolíur eru einnig gefnar um slímhúð og með inntöku um munn en inntaka um munn er þó ekki ráðlögð á meðgöngu (Tiran, 2000). Þegar valin er meðferðarleið þarf að hafa í huga hvaða ábending er fyrir meðferð- inni, val konunnar og val ljósmóðurinnar. Ilmkjarnaolíumeðferð ætti alltaf að vera einstaklingshæfð líkt og önnur umönnun ljósmæðra (Tiran, 2007). FRÆÐILEG ÚTTEKT Á GAGNSEMI OG ÖRYGGI ILMKJARNAOLÍA Í FÆÐINGU Gagnsemi Í fræðilegri úttekt Smith, Collins, Cyna og Crowther (2006) um óhefðbundnar meðferðir til verkjastillingar í fæðingu sem birt er í Cochrane gagnagrunninum segir að gagnsemi ilmkjarnaolía sem verkja- Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir á fæðingardeild Landspítala og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ Ilmkjarnaolíumeðferð í fæðingu F R Æ Ð S L U G R E I N Fræðileg úttekt á gagnsemi og öryggi ilmkjarnaolía í fæðingu

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.