Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 31. ágúst 1979 —Jl&lQSrpOStUrinrLr AEG meö hinum erlendu sendiráös- mönnum, eins og t.d. gert er á hinum Noröurlöndunum meö gagnnjðsnadeildum. ,,Mér er ekki kunnugt um aö hér á Islandi hafi starfaö nokk- uö sem heitir gagnnjósnadeild. Aö visu má segja aö útlendinga- eftirlitiö islenska fylgist með þeim útlendingum sem koma inn i landiö, en þaö er viös f jarri aö njósnir séu stór liöur i starf- semi þess, en engu aö siöur fylg- Lst þaö vel meö. Islenska lög- reglan er bara byggö upp sem venjuleg lögregla fyrir opið og frjálst þjóðfélag. Ég hef aldrei heyrt tillögur i þá átt að hér á landi skyldi koma á fót neins konar gagnnjósnadeild.” 1 framhaldi af þessu upplýsti Hörður Helgason ráöuneytis- stjóri aö i'slensk yfirvöld ömuð- ust ekki við þvi hverjir eða hve margir starfsmenn erlendra sendiráða væru hér á landi. Sendiráðunum væri það algjör- lega i sjálfsvald sett. Allur málarekstur sendiráö- annamupeigaaðfara i gegnum utanrikisráöuneytiö nema þaö gefi leyfi til annars, þannig mun menntamálaráöuneytiö og viö- Hér við Garöastrætiö er aöal- bækistöö 35 manna hóps sov- ésku sendiráösstarfsmannanna. Þar hafá fáir heimild til aö svara spurningum. Sendiráö stórveldanna þriggja, Sovétmanna, Banda- rikjamanna og Kina eru all- mannmörg hérlendis, auk þess sem þau hafa keypt umtals- veröar húseignir hér I Reykja- vfk. Rússarnir eru hér fjöl- mennastir meö35 skráöa starfs- m enn og e ru þá ekki ta ldir m ak- ar og börn. Banparikjamenn hafa á hinn bóginn 18 skráöa bandariska starfsmenn en 20 starfa við kinverska sendiráöiö. Nokkuö hefur verið rætt og ritaö um starfsemi erlendra sendiráöa hér I Reykjavik. Fregnir hafa borist erlendis frá aö sendiráð viöa úti i heimi séu oft hreiöur njósnara og annarra „agenta” frá viðkomandi ríki. Séu oft litiö annaö en dulbúnar njósnamiöstöðvar. Ekki er meö þessu veriö aö ýja aö þvi, aö sendiráð erlendra rikja hér i Reykjavik séu þessu marki brennd, en á hinn bóginn reynir Helgarpósturinn i eftirfarandi samantektað glöggva það örlit- ið hvert er raunverulegt starfs- sviö þeirra fjölda starfsmanna sem i sendiráðunum vinna og einnig hvort á þvi sé raunhæfur möguleiki aö uppljóstrunarstörf eða njósnir séu stundaöar i skjóii dipiómatiskra réttinda sendiráösstarfsmanna. Munu stórveldin þrjú sem áöur voru nefnd vera skoöuö I þessu sam- bandi. Enginn islendingur hjá Rússum Sovétrikin hafa hér 13 stjórnarsendimenn, 16 skrif- stofu- og tæknimenn og 6 þjón- ustusendimenn. Þessum mönn- um fylgja siöan 42 fjölskyldu- meðlimir og er þá tala Sovét- manna hér á landi i tengslum við sendiráöið komin i samtals 77 einstaklinga. Enginn tslend- ingur vinnur á vegum sendi- ráðsins. Fasteignir Rússa hér i Reykjavik vegna sendiráða eru eftirtaldar: Garöastræti 33, Garðastræti 35, Túngata 9 og Túngata 24. Heildarrúmmetra- eignin er 7.261 rúmm. en heildarfermetralóöareign er 3.672 ferm. Þá hafa Sovétmenn húsnæði á leigu viöa um borgina. Sendi- iráðiö sovéska hefur á leigu húsnæöi aö Reynimel 64-80 og 82. Kaplaskjólsvegi 31, Hjaröar- haga 26, Bræöraborgarstlg 43 og Vesturgötu 50A. Verslunarfull- trúinn sovéskihefur á leigu hús- næöi aö Sólvallargötu 64 og Seljavegi 19, en þaö hús er and- spænis húsi Landhelgisgæslunn- ar. USA á 2 óbyggðar lóðir Á vegum Bandarikjamanna eru hér 8 stjórnarsendimenn 10 skrifstofu- og tæknimenn eða samtals 18. 28 makar og börn eru þessu til viðbótar og er þvi heildarfjöidi, 46 einstaklingar. Þá vinna 14 Islendingar við skrifstofuogtæknimennsku eins og þaö er nefnt hjá sendiráöinu. Sendiráöiö á hér fasteignir aö Laufásvegi 21 og 23. Heildar- rúmmetrafjöldi þessa húsnæðis er 3.923 ferm. Þessu til viöbótar eiga Bandarikjamenn lóðir aö Þingholtsstræti 34 og 36 og er þvi lóðareign þeirra samtals 1.384 fermetrar. 6 stjórnarsendimenn vinna i kinverska sendiráðinu og 9 skrifstofuog tadinimenn. Þá eru þar 5 þjónustustarfsmenn, auk 14 fjölskyldumeðlima. Kin- verjarnir eruþvi iallt 34 talsins. Kínverska sendiráöiö á hús- eignirnar aö Viöimel 25 og 29 og er rúmmetrafjöldi þeirra 3.739 rúmm. en heildarlóöareign 1.710 ferm. Islenska utanrikisráöuneytiö haföi ekki í sinum fórum upplýsingar um annan húsakost eftir Guðmund Árna Stefánsson Myndir: Friðþjófur ráðuneyta, nema þann sem sendiráðin sjálf eiga. Engin vit- neskja lá frammi um leiguhús- næöi á vegum sendiráöanna. Upplýsingarnar um leiguhús- næöi Sovétmanna haföi Helgar- pósturinn eftir öörum leiðum. Til samanburöar um starfs- mannafjölda i öörum sendiráö- um skulu hér nokkur dæmi tiunduð. 1 sumum tilvikum vinnaeinnig Islendingar i sendi- ráðunum. Bretland: 9, Dan- mörk: 8, Frakkland: 14, Noreg- ur: 5, Pólland: 3, Sviþjóö: 2, Tékkóslóvakia: 4, Vestur- Þýskaland: 12, Austur-Þýska- land: 6. Hvers vegna svo marg- ir? Þaö er þvi fullljóst aö stór- veldin þrjú hafa hér langmest umsvif, þótt ljóst áe að þau hafa hér ekki verulega meiri hags- muna að gæta hvorki viöskipta- legs eölis eöa á annan hátt, en ýmis önnur riki. Þaö má geta þess að feröamenn til eöa frá Kina og Sovétrlkjunum eru sjaldgæfir. Þessi staðreynd vekur ákveönar spurningar. Helgarpósturinn hafði samband við Hörö Helgason ráöuneytis- stjóra I utanrikisráöuneytinu og spuröi hvort utanrikisráðuneyt- iö geröi nokkuö til þess aö fylgj- ast meö þvi hvaða hlutverkum hinn mikli fjöldi erlendra sendi- ráðsstarfsmanna gegndi hér á landi. ao þeir sem utan rikisráðuneytinu væri tilkynnt um. Þessimaöur væri t.d. 1. rit- ari, næsti 2. sendiráösritari sá þriöji sendiráöunautur og svo framvegis. Hins vegar færi ráöuneytiö ekki frekar ofan i starfssviö þessara manna. Hver gæti verið möguleg skýring á hinum mikla fjölda sovéskra starfemanna hér á landi, þegar ljóst er aö litill túristastraumur er frá Sovét- rikjunum og viöskipti landanna fara eftir tiltölulega fáum og föstum samningum í, var næsta spurning Helgarpóstsins. „Þaöer nú yfirleitt reglan hjá Sovétmönnum að hafa f jölmenn sendiráö — fjölmennari en aörir. Ekki aöeins hér á landi heldur alls staðar úti i heimi”, svaraöi Höröur. Benedikt Gröndal utanrikis- ráöherra svaraði sömu spurn- ingu á þá leiö, að fyrst bæri að gæta, að ýmis sendiráö, þ.á.m. Sovétmenn flyttu allt sitt starfs- fólk frá sinu heimalandi en heföu ekkert Islenskt starfsfólk. önnur hefðuhins vegar nokkurn fjölda Islendinga i sinni þjón- ustu og það lækkaöi um leiö tölu aökomumanna. Þá bæri einnig að lita á þaö aö skrifstofuhald hinna ýmsu þjóöa væri mis- þungt I vöfum. Þaö er nú einu sinniþannig aö i einu landi ynnu margir starf eins í ööru landi. Þetta væri nú einu sinni svona og heföi liklega einhver áhrif á fjölda starfsmanna sendiráö- anna. Engin gagnnjósnadeild Þá var utanrikisráöherra aö þvi spuröur hvort aldrei heföi komiö til álita aö fylgjast nánar Gerald F. Kailer biaöafuiltrúi bandariska sendiráðsins sagðist ætla að Sovétmenn væru I upplýsingasnusi hériendis eins og I öðrum NATO löndum. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 AEG heimilistæki eru þekktfyrirgæði oggóðaendingu. Eldavélarnar frá AEG eru búnar ýmsum þægindum, svo sem rofaklukku sem getur kveikt og slökkt á ofni og hellum, innbyggðu grilli, hitaskúffu og ýmsu fleira. Eru leyniþjónustur stórveldanna með útsendara hér á landi?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.