Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 20
20 Vaka og Menningarsjóður: Jónas Jónasson og Torkild Hansen meðal höfunda „Bókaútgáfan Vaka mun senda frá sér 8—10 bækur á haust- og jóla markaöinn á þessu fyrsta starfsári sinu”, sagöi ólafur Ragnarsson forstjtíri fyrirtækis- ins I samtali viö Helgarpóstinn. En eins og kunnugt er, sendi for- lagiö frá sér sina fyrstu bók i vor sem leiö, og gekk hún ágætlega aö sögn ólafs. Af btíkum Vöku skal fyrsta telja fyrstu skáldsögu hins gtíökunna útvarpsmanns Jónasar Jónassonar, og er þaö jafnframt fyrsta Islenska skáldsagan, sem fyrirtækiö gefur út. Bókin heitir Einbjörn Hansson og gerist i Reykjaavik nútimans. Eöa eins og Olafur sagöi, ,,þaö má oröa þaö þannig, aö hún sé um mann- inn f næsta húsi”. Jónas hefur áöur sent frá sér tvær bækur, um Einar miöilog barnabókina Polli, ég og allir hinir, sem fékk verö- laun sem besta frumsamda barnabókin áriö 1975. Þá hefur Jónas einnig skrifaö leikrit sem flutt hafa veriö opinberlega. Blaöamenn eru nokkuö áber- andi meöal höfunda bóka Vöku, og kannski ekki furöa, þar sem ólafur Ragnarsson er sjálfur gamall blaðamaöur. Bara Lenn- on heitir bók, sem Illugi Jökuls- son blaöamaöur á Timanum hef- ur tekiö saman um æviferil, skoöanir og tónlist Lennons. Er þetta fyrsta bók Illuga. 1 bókar- auka er upprifjun á bitlaæöinu á Islandi, sem nokkrir blaöamenn hafa unniö, þeirra á meðal Guöjón okkar Arngrimsson á Helgarpósti. Bókin er prýdd fjölda mynda, innlendra sem erlendra. 444 gátur. Glettnar þrautir fyrir unga sem aidna, heitir bók frá Politiken, sem Sigurveig Jóns- dóttir blaöamaöur hefur þýtt og staöfært. Af blaöamannabtíkum skal svo loks nefna Eftiriætis- rétturinn minn, sem Axel Ammendrup, blaöamaöur á Visi hefur tekiö saman. Þar gefa fimmtiu þjóökunnir menn upp- skriftina aö eftirlætisrétti þeirra og leiöa lesendur i allan sannleika um gerö þeirra. Þar koma viö sögu stjórnmálamenn, sjónvarps- og útvarpsmenn, landskunnir sælkerar, auk fjölda annarra. Sakamái aldarinnar heitir bók eftir danska rithöfundinn Georg V. Bengtson. Þar er sagt frá frægustu sakamálum heimsins á fyrri hluta þessarar aldar, og er frásögnin bæöi læsileg og spenn- andi. Þýöandi bókarinnar er Sig- uröur Helgason. Siguröur þýöir einnig aöra bók frá Vöku. Er þaö barnabók, sem heitir Hús handa okkur öiium.eftir danska rithöf- undinn Töger Birkeland. Þetta er léttog lifandi saga, sem lesin var upp I útvarpinu i sumar. Ekki vildi Ólafur greina frá fledri bókum aö svo stöddu, en þess má geta, aö bókin um reynslu gislanna i tran veröur endurútgefin, og aö þessu sinni innbundin. Bókaútgáfa Menningarsjóös mun gefa út um þrettán bækur á þessu ári og er þaö svipaöur titla- fjöldi og í fyrra.aö sögn Hrólfs Halldórssonar framkvæmda- stjóra. Af bókum Menningarsjóðs skal nefna Jens Munk eftir Tork- ild Hansen, en sú bók gerist á tim- um Jóns Indiafara. Þetta er fyrsta bókin, sem kemur Ut á Dario Fo í Iðnó: Um fíknilyf Dario Fo mun enn skemmta reykviskum leikhúsgestum á vetri komanda. Aö þessu sinni er þaö Leikfélag Reykjavikur sem ætiar aö taka verk eftir hann til sýningar. Aö venju er þaö farsi og fjallar þessi um fikniefni, „á sprenghlægilegan hátt, aö þvi er okkur finnst”, eins og Þorsteinn Gunnarsson ieikhússtjóri sagöi i samtali viö Helgarptístinn. En meira vildi Þorsteinn ekki segja um leikrit- iö þaö, aö svo stöddu. Leikár Leikfélgasins hefst 12. september meö þviaö frumsýnt veröur nýtt islenskt leikrit, Jói eftir Kjartan Ragnarsson, sem jafnframt er leikstjóri. Fjallar þaö um fatlaðan pilt og fjölskyldu hans. Næsta frum- sýning veröur svo I lok október. Er þaö leikrit eftir bandariska höfundinn Eugene O’Neil og hefur vinnuheitið Ymja álm- viðir. 1 millitföinni veröa svo tdkin upp fjögur stykki frá fyrra ári, Rommi, Ofvitinn, Barn i garöinum og Skornir skammtar, revian vinsæla. Þess má geta, aö hún hefur nú veriö aukin og endurbætt og verður sýnd I Austurbæjarbiói. Þá hefur Gisli Rúnar Jónsson tekið viö hlutverki Kjartans Ragnarssonar, sem nú er i leyfi. — GB. 1 nýrribók sinnilýsirMárta Tikkanen geöveiki sonar sins. Ný bók eftir Mörtu Tikkanen: Myrkrið, sem dýpkar gleðina Finnska skáldkonan MSrta Tikkanen, sem hér á landi er þekktust fyrir bók sina Astarsaga aldarinnar, þar sem hún iýsir lffi sfnu meö alktíhólista, hefur sent frá sér nýja bók, sem I lauslegri þýöingu mætti gefa nafniö Myrkriö, sem dýpkar gleðina. Bókin fjaliar um son hennar, sem varð mest fyrir baröinu á sam- bandi foreldranna, soninn, sem var sá eini, sem gat veitt henni þá ást, sem hún þráöi. Þetta veröur slfkt álag fyrir soninn, aö hann veröur geöveikur. í bókinni sem er röö kvæða skil- greinir Tikkanen upplifun sina á sjúkdómi sonarins, hún segir frá baráttu sinni til aöbjarga honum, þegar jafnvel læknar og hjúkr- unarfóik fjýöi af hólmi. Bókin f jallar um myrkrið, og gleöin, sem er í titli bókarinnar, kemir fram i siöasta kvæöi bókarinnar, þegar sonurinn er farinn aö ná heilsu á ný. Föstudagur 4. september 1981 helgarpÓStUrinrL- Islensku eftir Torkild Hansen og þýöandi er Magnús heitinn Kjartansson fyrrverandi ritstóri. Tvær ljóöabækur koma út hjá forlaginu.Þæreru eftirGuðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli og Jón úr Vör. Griskar fornbókmenntir eru lika á dagskrá. Út kemur bók, sem hefur aö geyma þrjú ieikrit um hetjur eftir Askilos, i þýöingu Jóns Gíslasonar, fyrrverandi skólastjóra. Leikritin þrjú heita Prómeþeifur fjötraöur, Persar, og Sjö gegn Þebu. 1 ár eru liöin eitt hundraö ár frá fæöingu Stefáns Zweig og af þvi tilefni veröa endurútgefnar tvær af bókum hans, Manntafl I þýöingu Þórarins Guönasonar og Leyndarmál i þýöingu Jóns Sig- urössonar frá Kaldaöarnesi. Steindór Steindórsson frá Hlööum sendir frá sér æviágrip Islenskra náttúrufræöinga frá 16. öld til loka þeirrar 19. Dr. Jakob Jónsson sendir frá sér bók, sem heitir Um Nýja Testamentiö. Menningarsjóöur hefur gefiö út bækur I samvinnu viö Rannsóknarstofnun Háskólans I bókmenntum og I ár kemur út bók um sagnaritun á 17. og 18. öld eft- ir Inga Sigurðsson. Þrettánda bókin i Alfræöi Menningarsjóös kemur einnig út. Hún er um dýra- fræöi og er eftir örnólf Thorla- cius. Arsritin koma aö venju út. I Andvara er höfuögrein um Þór- berg Þóröarson eftir Sigfús Daöa- son. Þá kemur út Almanak Háskólans, og einnig Almanak Þjóðvinafélagsins, en þvi fylgir Arbók lslands. Kortasaga Haraldar Sig- urösson, fyrra bindi, er væntan- iegt i endurútgáfu á þessu hausti. Ýmislegtannaö er i uppsiglingu hjá Menningarsjóöi, eins og annaö bindi lslenskra sjávarhátta eftir Lúövlk Kristjánsson, og islenska oröa- bókin er í endurskoöun, og mun hún stækka verulega I næstu útgáfu. Skal þetta látið nægja af bóka- fréttum I bili. Nýbylgjusveitin Fall mun pirra iandann á næstunni. Fall á uppleið Breska nýbylgjuhljtímsveitin The Fall er væntanleg til landsins á næstunni og mun haida hér þrenna tónleika. Hljómsveitin kom fyrst fram I mai 1977 og vakti þegar mikla at- hygli, bæöi fyrir sviösframkomu og ttínlistina sem þykir tíhefluö. Einar Ben oröaöi þaö svo I sam- tali viö Helgarpóstinn, aö tsiendingar gætu ekki fengiö pirraöri hljómsveit”. The Fallhefur sentfrá sér fjór- ar breiöskifur og hafa þær hlotiö misjafnar viötökur. Þrátt fyrir þaö er hún talin stefnumarkandi fyrir þessa tegund tónlistar. Aðalmaöur hljómsveitarinnar er söngvarinn Mark E. Smith og er sagt, aö hann stjórni henni eins og einræðisherra. T.d. fá aörir limir ekki aö vita hvaö þeir eiga aö spila á tónleikum fyrr en nokkrum mlnútum áöur en þeir hefjast. Hinir biöa bara rólegir en þrátt fyrir þaö eiga þeir allir jafn mikiö í tónlistinni. Eins og áöur segir, heldur Fall þrenna tónleika hér. Þeir fyrstu veröa miövikudaginn 9. septem- ber á Hdtel Borg. Þá leika meö þeim Bodies sem er sprottin upp úr Utangarösmönnum og Fræbbblarnir. Daginn eftir veröa tónleikar á sama staö og þá leika meö Q4U og Þeyr. Siöustu tón- leikarnir veröa svo i Austur- bæjarbiói laugardaginn 12. Þar leika llka Micky Dean og Purrkur Pillnikk. Eitt af nýjustu verkum Asu „Fragiie' aö listsinni. Þaö sem ég varö fyrst var við, þegar ég leitá verk hennar, var aö hér er á ferö listamaður sem tekur á viöfangsefnum sínum af alvöru og vandvirkni. Asa sýnir 21 verk sem öll eru unnin I ull, bómull og hör, utan 4 en þar sleppir hún bómullinni, jú I einu er silki. Þegar litið er yfir myndirnar þá veröur maður fljótlega þess áskynja aö þær skiptast aö megin inntaki I þrjá flokka. Fyrst skal nefna þau verk sem flokkast gætu undir fantasiur og eru flestar þeirra mjög skemmtilegar og vil ég nefna myndir nr. 9 Endurfæðing, 15 Fjaðrafok og 10 Lúpinur en þar fer listakonan á kostum. Þaö er eftirtektarvert aö eitt form er sem rauöur þráöur og er nær þvl I öllum vertainum og þaö er hiö fallega mynstursem hefur verið landanum kunnugt af hnausa- hleöslu gamalla torfbæja. I framhaldi af þvi er ég kom- inn aö öörum flokknum en þar er um eins konar heimþrár- myndir að ræða og finnst mér mynd nr. 12 Sumarið eftir, og frá siöasta ári nr. 11 dæmigerð hvaö þetta varðar en þar eru samankomin i einni mynd mörg þau tákn sem eru endurtekin i flestum hinna verkanna en það er hnausahleðslumynstrið og lamb og kemur það einna skýr- Myndvefnaður á KJarvalsstöðum Nú virðist sem haustvertií myndlistarmanna sé aö hefjast og nú um helgina opna hvorki meira né minna en þrjár sýn- ingar á Kjarvalsstööum. Hér er um aö ræöa Septem hópinn, Hallsteinn Sigurösson, mynd- höggvari og Asa ólafsdóttir myndvefari, en verk hennar ætla ég aö gera hér aö umtals- efni. Þegar ég leit inn á Kjarvals- staöi nú i vikunni var Asa önnum kafin viö aö setja upp sýningu slna, hægra megin i anddyri hússins. Ása hefur veriö búsett I Sviþjóð um nokkurra ára skeiö og stundaöi þar nám framan af en hefur nú vinnustofu og vinnur sjálfstætt astfram I myndinni Stökkiö ’79. Mér dettur einna helst I hug að þaö standi fyrir dulda löngun listakonunnar til aö losa sig viö fjötra hins jaröbundna og veraldlega sem oft vill veröa kunstnerum til trafala. Þaö er mjög þess viröi að hafa þaö I huga aö Asa hefur veriö I nokkurskonar útlegð undan- farin ár og ber aö hafa það I huga þegar myndvefnaður hennar er skoðaöur. Oft er eins og maður sjái hlutina skýrarúr fjarlægö, og sannast þaö best hér. Sýningin opnar á laugar- daginn 5. september kl. 14. og stendur til 20. september.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.