Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 5

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 5
ÚTI 3 til rúms og mun hann nú vera algengast- ur. Aðallega voru það drengir, sem voru i boltaleik, en stúlkur mjög sjaldan; þær höfðu yfirleitt litla hreyfingu, nema þá á barnaböllum, en þau voru venjulega aðeins einu sinni á vetri, en fermdar stúlkur gátu oftar notið dansins, en þó voru dansleikir fáir þá á vetri, og síst á hverju laugardags- kvöldi eins og nú tíðkast. Ýmsir leikir tíðkuðust þá, er voru til hressingar fyrir æskulýðinn; helstur þeirra var feluleikur, sem enn tíðkast, og var jafnt fyrir drengi og stúlkur. Hann byrjaði svo, að allir röðuðu sjer og einn taldi með sjer- stakri þulu, þannig að sá, sem síðasta orðið í þulunni lenti á, var »frí«, og hjelt þetta áfram þangað til einn var eftir, sem svo grúfði sig, og átti að leita hinna. Þessi leik- ur hefir flutst hingað frá Danmörku; á það benda þulur þær, sem talið var eftir, Það voru margar slíkar þulur til, sem jeg er nú búinn að gleyma að mestu. Siundum var talið á vestishnöppum, og ákveðin viss tala, til að vera frí, en þá gátu þeir sniðugustu reiknað út töluna, og hagað röðinni eftir því, svo að sú aðferð varð aldrei vel þokkuð. Jeg hefi í áður minstri ritgerð getið ýmsra þá tíðkanlegra leikja, sem sumpart eru enn til, en sumpart alveg liðnir undir lok; tel jeg það illa farið; geta þeir, sem vilja, kynt sjer þá með því að lesa ritgerðina, og mætti þá svo fara, að einhverjir þeirra yrðu teknir upp aftur. Á þeim árum voru engin Bíó, og Iítið um skemtanir inni; æskulýðurinn þá gat því ekki tekið næma sjúkdóma eða orðið fyrir óhollustu á almennum samkomum inni i húsum. En þótt lífið væri fábreytilegt, þá var það að miklu leyti úti undir beru lofti við vinnu og leiki, enda var almenningur fult eins hraustur og nú gerist, og voru húsakynnin þá ólíkt ljelegri en nú, og allur þrifnaður og aðbúnaður svo bágborinn, að varla er unt að lýsa því, eins og var; því mundi blátt áfram ekki verða trúað. Þrátt fyrir þetta, og þótt eldra fólkinu þyki venjulega lífið hafa verið betra og fegurra í ungdæmi sínu, get jeg fyrir mitt leyti ekki annað sagt, en að jeg óska oft eftir, að vera aftur orðinn tvíelleftur. Og jeg öfunda æskulýðinn, að geta nú tamið sjer svo inargar íþróttir og kostur er á, og vil jeg því enda jiessar fáu línur með þeirri hugheilu ósk, að æskulýðurinn, stúlkur og piltar, haldi áfram líkamsiðkunum og úti- lífi, og hvetja börnin, jafnskjótt sem þau þroskast, til þess að feta i fótsporin og halda »sport«lífinu við um ókomna ára- tugi. HiLií Heiöin jói. f heiðnum og i helgum sið, á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heilagt jólakvöld. Jólahátíðin er miklu eldri en kristin trú á Norðurlöndum. Frá aldaöðli hafa menn haldið hátíðir á ákveðnum tímum. Ein þess- ara hátíða var um miðsvetrarskeið, og var hún á Norðurlöndum og Englandi kölluð jól. Uppruni orðsins er óvís, en það er skylt ýlir, sem er fornt nafn á jólamánuð- inum. Sumir setja orðið í samband við orð, sem merkja gleði, kátínu og þessháttar, því að jólin sjeu gleðitími og fagnaðar, bæði fyrir menn og ýmsar duldar vættir, sem þá leika venju fremur lausum hala. Þá flytur huldufólkið búferlum og reiðir á Stóra-Brún, jólasveinar eru á ferli og snuðra eftir föng- um. Þessi trú á dularvætti er ævagömul, bæði hjer og annarstaðar. Sýnir það sag- an um Hálfdan svarta, þegar »höfðingi einn« stal frá honum öllum jólakostinum, bæði vist og mungáti. Skilst mönnum, að höfðingi sá muni hafa verið Óðinn sjálfur, enda var hann einnig kallaður Jólnir. Aftur telja aðrir, að jólin sjeu upphaflega Ijóshátíð, þá sje sólinni fagnað, þegar dag- inn taki aftur að lengja. Af því myrkrið undan snýr, ofar færist sól, því eru heilög haldin hverri skepnu jól. Grískur sagnaritari á 6. öld e. Kr. segir svo frá, að á eynni Thule í norðurveg sjái ekki sól í 40 daga. Þegar liðnir eru 35 dagar af þessum 40, eru sendir menn upp á hæstu fjöll til þess að huga að sólinni. Þegar þeir koma aftur með þá fregn, að þeir hafi sjeð sólina, hefja allir mikla há- tíð og veisíu til þess að fagna henni. Hafa menn viljað telja þetta vera lýsingu á jóla- hátíð Norðurlandabúa. Þessu til styrkingar, að jólin sjeu sólarhátíð, hafa menn viljað telja orðið jól skylt hjól; á hjólið þá að merkja sólina, enda má sjá þess merki, að

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.