Úti - 15.12.1928, Side 21

Úti - 15.12.1928, Side 21
ÚTI 19 er ennþá altof litið útbreidd hjer á landi, — þyrfti að verða almennari, og þar geta skátar gert mikið gagn. Þeir eiga að kunna svo vel aðferð við lífg- un druknaðra, að þeir geti kent hana frá sjer, og væri að þvi mikil bót. — Einhverntíma (á þessari öld?) verður nú væntanlega gerð sú umbót á skólakenslu barna og unglinga, að »hjálp í við- lögum« verður kend i hverjum skóla, og þá get- ur það ekki komið fyrir, að menn, sem dregnir eru upp úr sjó eða vatni 1—2—3 mínútum eftir að þeir fjellu í — eða áður en þeir sukku — sjeu lagðlr til sem dauðir, án þess að gera nokkrar lífgunartilraunir á þeim, — þeir dæmdir dauðir, af þvl að þeir sjást ekki draga andann. Slíkt og annað eins hefir því miður komið fyrir og hjer er ein saga um það, áreiðanlega sönn. Sjómenn voru að draga lóðir úti á miðum. Logn var veðurs, en undiralda talsverð, svo að bátur- inn var ókyrr, valt á hliðarnar stundum. Maður- inn, sem »goggaði af«, stóð nokkuð tæpt, og hann hrökk fyrir borð einu sinni þegar alda reið undir bátinn, en festist um leið á lóðaröngli rjett fyrir neðan borðstokkinn, en í kafi þó. Hann var dreg- inn inn svo að segja samstundis, þvi að hann var ekki faðmslengd frá borðstokknum; þegar hann kom upp í bátinn, var hann lagður uppí loft; þeir hjeldu sig hafa sjeð hann eins og smá- geispa nokkrum sinnum (með öðrum orðum: hann var ekki dauður, var að bera sig að draga and- ann, en gat það ekki betur en þetta), en svo hættu þessir geispar, og þá töldu þeir hann dauðan, báru hann ofan i hásetaklefann, lögðu hann þar til, uppi i rúmi, náttúrlega uppí loft, gengu svo frá honum og hjeldu til lands, 3 tíma ferð, til lceknisl Þegar þar kom, urðu allar lífgunartil- raunir árangurslausarl Hvað er nú skakt við þetta? Hvað hefðuð þið nú gert, skátar, ef þið hefðuð verið hásetar á bátnum? Segið sveitarforingjanum ykkar frá, hver í sínu lagi, hvað hefði átt að gera. — Hvernig hljóðar 3. gr. skátalaganna? Skrifaðu útlistun á þessari lagagrein og afhentu hana sveitarforingja þínum. — Kona segir frá 2 drengjum, sem hún þekti. Annar var þrifinn og fór vel með alt, sem hann átti. Þegar hann háttaði sig, gekk hann snyrtilega frá fötunum sínum, lagði þau frá sjer á vísan stað, svo að hann gat jafnvel fundið hvaðeina í myrkri, — hann vissi hvar hann hafði lagt það. Oft hjálp- aði hann henni mömmu sinni með ýmsa smásnún- inga heima fyrir, burstaði oft sjálfur af sjer skóna, og var svo laghentur og snyrtinn í öllu, já, hann gat jafnvel fest á sig hnapp, ef á lá. Hinn var óþrifinn, — hann hafði eitthvert sjer- stakt lag á þvi, að óhreinka fötin sín svo að segja daglega, og jafnvel rífa þau stundum. — Þegar hann háttaði, henti hann frá sjer fötunum sitt á hvað, sokkum og skóm hingað og þangað, svo að leit varð úr, þegar hann átti að fara að klæða sig, og hann var ekki einfær um að leita sjálfur að þessu eða nenti því ekki, heldur kallaði hann á alla, sem hann í náði, til þess að hjálpa sjer, og kendi þeim jafnvel um, að þetta og hitt hefði týnst. Jeg spurði konuna, hvort þrifni drengurinn hefði ekki verið í neinum fjelagsskap. Jú, hann var í einhverju drengjafjelagi, jeg man ekki hvað það hjet; þeir fóru í ferðir á milli, og lágu úti stundum, í tjöldum, held jeg, og höfðu sjerstakan búning. »Ætli það hafi þá ekki verið skátafjelag, sem hann var í þessi þrifni drengur?« spurði jeg. »Jú, jú, einmitt, nú man jegþað; þeir voru kali- aðir skátar«, sagði konan. En heyrðu nú, skáti, sem kant öll skáta-boð- orðin, — undir hvert boðorðið vildir þú nú heim- færa þessa dygð skátans, að hann var þrifinn og pössunarsamur? Qætir þú ekki sent sveitarforingjanum þinum nokkrar línur um þetta, og sannað með rökum, undir hverja eða hverjar greinir þessi dygð heyrði, að vera þrifinn og reglusamur? — D. Sch. Th. Aðfangaöagur sendisveinsins. »Strákfjandinn ætlar aldrei að koma. Það gagn- ar lítið að hringja í búðirnar, þegar maður fær svo ekki vörurnar fyr en seint og síðarmeir«. Frú Pjetursson rausaði þessu út úr sjer við vinnukonuna. »Það getur varla verið drengnum að kenna. Mjer sýnist hann einmitt svo lipur og fljótur í snúningum. Þeir hafa líklega ekki ennþá sent hann á stað«, sagði stúlkan með þeirri hægð, sem einkennir vinnukonur hjá heldra fólki. »Hafa þeir ekki sent hann? Og jog sem var að hringja og þeir spurðu, hvort hann væri ekki kom- inn ennþá«, sagði frúin. Stúlkan þagði. Nú var barið á dyrnar. Frúin flýtti sjer að fara og opna. Þar stóð sendisveinninn með vörurnar. »Það er mikið, að þetta kemur«, sagði frúin nokkuð harkalega. Hún þreif bögglana og skelti hurðinni svo fast aftur, að drengurinn hrökk við.

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.