Úti - 15.12.1928, Qupperneq 7

Úti - 15.12.1928, Qupperneq 7
LITI 5 Vœringjarnir 1913. klæðum fornmanna. Var þetta fallegur bún- ingur og þótti drengjunum mikið til hans koma. Væringjunum bættust brátt margir liðsmenn, og gekk starfið ágætlega. Haustið 1913 sigldi sjera Friðrik vestur um haf. Tók þá A. V. Tulinius við formensku fjelagsins, því að hann var þá þegar byrj- aður að kenna Væringjunum ýmsar líkams- æfingar. Um þessar mundir gerðist talsverð breyting á starfsháttum fjelagsins. Formað- ur þess, ásamt helstu foringjunum, gekst fyrir því, að fjelaginu yrði breytt í skáta- fjelag, er bygði starf sitt á grundvelli skáta- kerfis þess, sem Sir Robert Baden Powell er upphafsmaður að. Jafnframt þessu voru litklæðin lögð niður, en í stað þeirra teknir samskonar búningar, er erlendir skátar nota. Þótti hann hent- ugri, bæði á æfing- um og ferðalögum. Var nú starfað af kappi. Allskonar inni- og útiælingar voru haldnar á vet um, en á sumrin var farið í lengri og skemmri ferðalög. Mörgum góðum foringjum átti fje- Iagið á að skipa um þessar mundir. Ekk.i er rúm til að rekja nöfn þeirra hjer, en það mun gert í sögu fjelagsins, sem nú er verið að skrifa. Það er siður skáta, að nota sumarleyfi sitt til að dvelja í tjöldum sínum lengur en vant er. Hið fyrsta þvílíkt ferðalag var farið hjer um sumarið 1916. Bjuggu þá í tjald- búðum sínum 14 Væringjar í eina viku á Þingvöllum. Fyrstu tilraun sína til að gefa út blað, gerðu Væringjar 1916. Hlaut það nafnið „Liljan“. Blaðið sómdi sjer vel. Það varð að vísu skammlíft, en gerði þó sitt Vœringjaskálinn að Lœkjarbotnum.

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.