Úti - 15.12.1928, Page 26

Úti - 15.12.1928, Page 26
24 ÚTI Áræði eykur aflgjafinn sá: Takmarkið torveldum tindum að ná. þeim vel fagnað af skátunum þar og foringja þeirra, Aðalsteini Sigmundssyni. Skátarnir sýndu hver öðram listir sínar og höfðu bæði gott og gaman af samverunni, þótt stutt væri. Foreldrar Eyrbekkingaskátanna veittu Væringjunum bæði mat og kaffi. Hálfum mánuði síðar heimsóttu Eyrbekkingarnir aftur Væringjana hingað til bæjarins. Var þeim sýnt hið markverðasta í höfuðstaðnum, svo sem söfnin og fleira. Samdrykkja var þeim haldin í K. F. U. M.-húsinu og skemtu skátarnir þar hver öðr- um með söngvum sinum og fleiru. Eyrbekkingar voru hinir ánægðustu yfir komunni. Slíkar heim- sóknir ættu að vera tíðari en þær hafa verið. Þær auka samúð og fjelagslyndi meðal skátafjelaganna. Skátafjelagið »Ernir«. Þótt fjelag þetta eigi ekki mörg ár að baki, hefir það starfað ötullega að málefnum skáta. Á síðast- liðnu sumri bygði það myndarlegan sumarbústað skamt fyrir norðan Lögberg, hjá Nátthagavatni svonefndu. Æfingar þess eru nú í fullum gangi og eru þær hafðar í leikfimishúsi Barnaskólans og flokksæfingar heima hjá flokksforingjunum. For- maður fjelagsins er Henrik Thorarensen, en sveit- arforingjar þeir C. H. Sveins og Axel Sveins. Tveir erlendir skátar komu hjer í sumar. Annar þeirra, Paul Hammer frá Kaupmannahöfn, dvaldi hjer í rúma þrjá mán- uði. Hann tók þátt í skátamótinu í Laugardalnum og var þar nokkurskonar fulltrúi fyrir dönsku K. F. U. M. skátana. Hann ferðaðist talsvert um landið og þótti mikið til þess koma. Hinn skátinn, sem hingað kom, er frá París og heitir Henri Aghion. Kom hann í júlímánuði og dvaldi hjer í rúmar þrjár vikur. Hann kyntist nokkrum Væringjum og ferðaðist með þeim hjer um nágrennið. Tók hann mikilli trygð við þá og hefir sent þeim bækur og fleira síðan hann kom út. Jamboree-nefnd hefir stjórn B. í. S. skipað nýlega. Er henni ætl- að að gefa skátafjelögunum ýmsar .upplýsingar um næsta Jamboree og jafnframt að undirbúa för ísl. skáta á mótið. í nefndinni eru þeirC. H. Sveins, Sig. Ágústsson og Uón. Oddgeir Jónsson. Utan- áskrift hennar et:_Jamboree-nefndin. Pósthólf 966. Reykjavlk. F j a 11 a 1 í f. Það er líf, sem krafta krefur og kyrkir fljótast lyddubrag. Það er lif, sem guðdóm gefur og giftu skapar sjerhvern dag. J. H. G. EFNISYFIRLIT: Jól, kvæði, eftir Aðalst. Sigm. Útilif unglinga í Reykjavík, eftir Klemens Jónsson. Heiðin jól, eftir P. S. Væringjafjelagið 15 ára, eftir J. O. J. Fáninn, saga, eftir E. Lieberath. Aðalst. Sigm. þýddi. Jamboree, 1929, eftir J. O. J. Móðurástin, eftir Oscar Wilde. A. G. þýddi. Ársæll Gunnarsson, minning, eftir Hjálmar Þor- steinssou frá Hofi. Gróandi, eftir Dr. Helga Pjeturss. Hugrekki, eftir sjera Fr. Fr. Gleðileg jól, eftir Axel Tulinius. Sveitamaðurinn og skátarnir, samtal, eftir J. O. J. Þrifni, eftir D. Sch. Th. Varðeldar, eftir Tr. Kristjánsson. Gillwell, eftir Sig. Ágústsson. Druknun, eftir D. Sch. Th. Aðfangadagur sendisveinsins, saga, eftir Jón H. Guðmundsson. Beinbrot, eftir D. Sch. Th. Smávegis. Skátabúðir i Laugardai 1928. Úr heimi skáta. Fjallalíf, staka. ÚGefandi: skátafjel. Værinejar. Kits.jóri: Jón Oddgeir Jonsson.

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.