Spássían - 2012, Síða 15

Spássían - 2012, Síða 15
15 sjónvarpsþætti. Ég var ekki maður. Ég var mannslíki. Eftirherma. Þunnildi. (97-98) Ein sterkustu skilaboð bókarinnar verða þau að það, að láta sig berast passífan með straumnum, hlaupast sífellt undan uppgjöri eða standa stjarfur sem áhorfandi, getur líka falið í sér ofbeldi gegn öðrum. Og þegar upp er staðið er Ómar kannski mun ógeðfelldari manneskja en Arnór, sem verður ekki aðeins hluti af tilfinningaþrungnum ástarþríhyrningnum sem sagan hverfist um, heldur að tragískri sögupersónu, dálítið klisjukenndum leiksoppi örlaganna í leit að föðurímynd. Agnes togast þeirra á milli og líkamnar í raun allar þær flækjur sem bókin fléttar saman; hún er ekki aðeins með tvo menn í takinu sem hún elskar og fyrirlítur í senn, heldur litháískur Íslendingur, með ættir að rekja til gyðinga og nasista. Þessi ástarsaga úr Reykjavík samtímans er notuð til að leiða okkur gegnum þann hluta evrópskrar fortíðar sem okkur finnst hvað erfiðast að takast á við. Því skriðþunga mannkynssögunnar verður ekki miðlað með hefðbundnu „skriðdrekablæti í bland við dulda aðdáun á hreinu og tæru umfangi voðaverkanna sem framin voru í heimsstyrjöldunum tveimur að ógleymdum öllum öðrum hörmungum þessarar miklu „framsóknaraldar“ (Illska, 80). Eins og Jón Ólafsson bendir á, í bókinni Appelsínur frá Abkasíu, verður erfitt að skilja hörmungar þegar umfang þeirra verður svo stórt. Þá verða sögur einstaklinga að mun sterkara tæki til að koma hryllingnum til skila. Og það á jafnt við um sagnfræðileg rit og sögulegan skáldskap. Í Appelsínum frá Abkasíu notar Jón Ólafsson lítinn kafla úr Skáldatíma Halldórs Laxness um örlagaríka kvöldstund með þýskri konu í Sovétríkjunum, sem útgangspunkt til að rekja sig eftir sögu sovéska (og síðar rússneska) gúlagsins, þar sem örlög milljóna manna réðust; þessari „mögnuðu tilraun í alræði sem Stalín og valdakjarninn í kringum hann stóð fyrir“ (10). Vera Hertzsch eignaðist barn með íslenskum manni stuttu áður en hún var handtekin í hreinsunum árið 1938 og hvarf inn í gúlagið. En Jón áréttar að saga hennar verðskuldi að vera sögð einmitt af því að hún er „aðeins ein sovésk saga af örlögum sem fjöldi fólks deildi“ og ekkert geri hana óvenjulega. Vera Hertzsch sé „ekki undantekningin heldur reglan“ (348). Hann hefur greinilega lagst í þónokkra rannsóknarvinnu við að fylgja slóð Veru eftir að hún var handtekin, en hefur þó lítið annað í höndunum til að segja sögu hennar en frásögn Halldórs Laxness í Skáldatíma, nokkur bréf frá Veru til barnsföður hennar, Benjamíns H. J. Eiríkssonar, og svo gögn um flutninga hennar til og frá í gúlaginu, vinnuafköst og því um líkt. Hann fer þá leið að nota endurminningar kvenna sem lentu í sömu stöðu og hún; voru fangar í sömu búðum á sama tíma, auk almennra upplýsinga úr skjölum gúlagsins. „Um leið verður til mynd af þeirri furðuveröld sem heimur gúlagsins var á tímum hreinsana Stalíns og þeirrar upplausnar sem leiddi af seinni heimsstyrjöldinni“ (11). En bók Jóns er ekki aðeins afhjúpun á grimmu alræði í útlöndum. Hann beinir sjónum ekki síður að ábyrgð Íslendinga, beinni og óbeinni; þátttöku þeirra en þó enn fremur afskiptaleysi þeirra. Þetta er verk sem manar okkur til að líta ekki undan. VERKIÐ fjallar um Gyðu sem er nýflutt inn til Sölva sonar síns, á þeim forsendum að fyrirkomulagið sé tímabundið þar til hann finnur íbúð handa henni. Gyða unir sátt við sitt í upphafi, dundar sér við að skrifa týndri dóttur sinni, Svölu, bréf í von um að græða sárin á milli þeirra áður en það er orðið of seint. En fljótlega fer hegðun Sölva að trufla hana, henni finnst hann ganga fulllangt í stjórnsemi sinni og hann virðist vera að bauka eitthvað á bak við hana. Hann ræður til dæmis aðstoðarkonu fyrir Gyðu, Elenu að nafni, en Gyðu finnst hún frekar vera eins og fangavörður en henni til aðstoðar. Fljótlega fer Gyða að uppgötva gloppur í minni sínu, það verður sífellt erfiðara fyrir hana að ná utan um nýleg atvik og minningar og að lokum neyðist hún til að viðurkenna að hún hefur fegrað minningarnar um sitt eigið líf fram að þessu og uppgjör er óumflýjanlegt. Bókin er átakanlegt verk og afskaplega vel skrifað. Gyða er sögumaður verksins og við fáum að upplifa með henni, skref fyrir skref, óáreiðanleika minnis hennar og áhrif þess á sjálfstraust og sjálfsmynd hennar. Uppgjörið kemur í mynd Önundar, fyrrum elskhuga, sem hún hittir fyrir tilviljun einn daginn, á flótta undan sjálfri sér og aðstæðum heima hjá Sölva. Hún neyðist á endanum til að viðurkenna endurskrif sín á fortíðinni til að komast úr viðjum vanans, gera sér kleift að horfast í augu við sannleikann um dóttur sína og fara að lifa lífinu á eigin forsendum. Í verkinu fléttast margir þræðir saman og byggja hver annan upp. Hrunið kemur mikið við sögu og lokapunktur er settur við undirslátt búsáhaldabyltingarinnar. Spilling er eitt af megin viðfangsefnum verksins og er frásögn Elenu af högum mannsins síns í Kólumbíu í aðalhlutverki. Spillingunni þar er stillt upp við hlið hvítflibbaspillingar hins vestræna heims og sagt líklegt að „þegar spilling er orðin rótgróin í landi [sé] ekki ýkja langt í andlegt og jafnvel líkamlegt ofbeldi“ (204). Brotakenndar og mótsagnakenndar endurminningar Gyðu mynda annan þráð. Innra með henni takast tvær konur á, dreymandinn sem gerir sem mest úr hinum skínandi minningaleiftrum og raunsæismanneskjan sem neitar að rugga bátnum og vill feta hina öruggu slóð innan síns þægindaramma. Saga þessara tveggja koma sem innskot inn í frásögnina og þótt þau séu ruglingsleg í fyrstu, veita þau frásögninni aukna dýpt. Samskipti þessara tveggja kvenna segja því allt um framvindu verksins en við verðum að kynnast Gyðu og skilja hana til þess að geta skilið samtöl þeirra og þrætur. Þetta er fallegt verk og skemmtilega uppbyggt, margar frásagnir knýja hver aðra áfram og mynda merkingabæra heild. Ferðalag Gyðu um minningarnar og hennar eigin óstöðugleiki skapa draumkennt ástand, þar sem lesandi treystir sögumanninum ekki alveg og skilin á milli draums og veruleika eru ekki skýr. Bátnum ruggað Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur Álfrún Gunnlaugsdóttir. Siglingin um síkin. Mál og menning. 2012. Jón Ólafsson. Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu. JPV. 2012.

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.