Spássían - 2012, Page 26

Spássían - 2012, Page 26
26 úr ekta silki. Hann tekur af allan vafa með því að bregða upp eldspýtu og svíða af kögri. Samstundis liðast upp lykt af brenndu mannshári sem á að sanna mál hans. „Þetta gerðist í raun og veru,“ segir Gerður. „Sigurður var með mér í för og þessi ferð á markaðinn í Kolkata sat í honum rétt eins og mér því hann átti líka eftir að nota það sem kaupmaðurinn sagði í ljóð.“ Ljóðmælandi keypti ekkert silki af kaupmanni- num en getur nú „hvenær sem er / brennt lokk“ úr hári sínu „og fundið angan af / indversku silki“ (35). Það eru fleiri minningar í Ströndum sem ilma. Þær eru íslenskar og tengjast bernskunni. Í ljóðinu Safamýri er ilmandi snjór. „Þegar ég var barn og unglingur hugsaði ég mikið um hvernig skáld ættu að vera, hvernig þau ættu að haga sér og hvar þau byggju. Það eru sumir staðir á landinu og hverfi hér í borg sem þykja bókmenntalegri en aðrir staðir og Safamýrin er örugglega ekki eitt þeirra. Mér fannst vera kominn tími til að hleypa henni inn í íslenskan bókmenntaheim.“ Æska og ævi annarra Í Ströndum er ekki aðeins ort um æsku skáldsins heldur æsku annarra barna, íslenskra og erlendra. Og það fer ekki vel fyrir þeim öllum eins og sést í „Ljóði um börn“ þar sem ort er um börn Joseph Göbbels annars vegar og börn Nikulásar II Rússakeisara hins vegar. Það er ekki Óli lokbrá sem vitjar þessara barna heldur Þórður Kárason. „Þarna geri ég Þórð Lesendum er ráðlagt að renna upp í háls, muna eftir vettlingunum og jafnvel líka endurskinsmerki áður en það byrjar á „Skautaferð“.„

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.