Spássían - 2012, Síða 53

Spássían - 2012, Síða 53
53 úrkynjaður og spilltur og hringurinn mun máttugri en hann var áður. Sá kafli rataði inn í aðra útgáfu Hobbitans árið 1951 og hefur haldist í öllum prentunum síðan þá, utan sértækra útgáfna á borð við The Annotated Hobbit (2003) þar sem boðið er upp á báða kafla.  Þótt Tolkien hafi endurskrifað „Gátur í myrkri“ á þennan hátt er gott að hafa í huga að það ku hafa komið höfundinum á óvart þegar útgefandinn ákvað að færa breytingarnar inn í aðra útgáfuna, sérstaklega þar sem Tolkien hafði þegar fundið leið til að ávarpa ósamræmið án þess að fikta í upprunalega textanum. Hann virðist því hafa ætlast til þess að Hobbitinn fengi að haldast óbreyttur en setti sig þó ekki sérstaklega upp á móti breytingunni. Þar af leiðandi eru til tvær opinberar útgáfur af Hobbitanum og er ein þeirra „lygasagan“ hans Bilbó og hin sú sem „raunverulega“ átti sér stað, en í formálanum að Föruneyti hringins útskýrir Tolkien að sanna útgáfan hafi líklega verið skráð af Fróða eða Sámi, sem höfðu komist á snoðir um sannleikann. Þannig tókst Tolkien að réttlæta báðar útgáfur af Hobbitanum innan eigin söguheims. En þótt „Gátur í myrkri“ sé frægasta dæmið um misræmi á milli verkanna tveggja vakna óneitanlega margar spurningar við lestur á frumburðinum í samhengi við stórvirkið Hringadróttinssögu. Hobbitinn var auðvitað ekki skrifaður með heildarmyndina í huga, heldur fyrst og fremst sem barnslegt ævintýri um galdramann, dverga og leit að fjársjóði, að ógleymdri aðalpersónu sem reynist vera ólíkleg hetja og ber uppi skýran boðskap um hversu megnugt lítilmennið getur reynst þrátt fyrir fordóma umheimsins. Sem einföld ævintýrasaga gengur Hobbitinn fullkomlega upp, en um leið og hún er færð inn í stærra samhengi flækjast málin töluvert. Hvers vegna var vitkinn Gandalfur að hjálpa dvergunum að ræna gulli? Hvers vegna þurftu þeir Bilbó sem meistaraþjóf? Hvaða erindum þurfti Gandalfur að sinna „hér fyrir sunnan“ og hver var þessi dularfulla násuga (e. necromancer) sem hafði komið sér fyrir í suðurhluta skógarins Myrkviðar? Tolkien var að fullu meðvitaður um þessar eyður í sögunni og stílrænt misræmið á milli verkanna tveggja og ávarpaði efnið bæði í viðaukum Hringadróttinssögu og öðrum skrifum, og þá sérstaklega frásögninni um „Leitina að Erebor“ (sem birtist síðar í Ófullgerðum sögum) þar sem Gandalfur endursegir atburðarás Hobbitans frá sínum sjónarhóli. Þar kemur skýrt fram að Gandalf hafi löngum grunað að hin illi Sáron væri enn á sveimi og að safna kröftum í leyni. Vitkinn hefur fylgst með skrímslum fara fjölgandi í heiminum áratugina áður en Hobbitinn gerist og óttast að drekinn Smeygur, sem dvergarnir ætla að hefna sín á, gæti gengið í lið með Sáron. Þá myndi allt norðurhvelið vera í bráðri hættu og því blandar Gandalfur sér inn í mál dverganna til að aðstoða þá. Að sama skapi kemur fram ákveðin niðurlæging eða lítillækkun á persónu Bilbós, þar sem dvergarnir eru sagðir afar vantrúa á nytjasemi hobbitans og Gandalfur látinn velja hann sem förunaut nánast út í loftið eða af einhvers konar dularfullu innsæi. Í aukaefni Tolkiens kemur ennfremur fram að násugan í Myrkviði sé sjálfur Sáron, en upphaflega hafði násugan einungis verið hagkvæmt frásagnartól til að réttlæta brotthvarf Gandalfs úr hópnum. Innantóm erindin „hér fyrir sunnan“ verða þannig að för Gandalfs á fund æðstu afla Miðgarðs til að ráðast gegn ógninni og reyna að kveða hana niður. Þetta eru aðeins nokkur af þeim meginatriðum sem Tolkien skýrir í aukaefninu, en sé Hobbitinn lesinn í þessu samhengi er ljóst að ævintýrið ristir mun dýpra innan heildarmyndarinnar heldur en það virðist gera á yfirborðinu.  Snemma á sjöunda áratugnum gerði Tolkien tilraun til að „taka George Lucas“ á Hobbitann og endurskrifa söguna út frá þessum breytingum til að laga textann að alvarlegum og myrkum tón Hringadróttinssögu. Þannig áttu forleikurinn og framhaldið að öðlast stílfærðan samhljóm og ríma saman sem ein heild. Hann skrifaði þrjá fyrstu kaflana upp á nýtt og færði söguna inn í „strategískt“ samhengi við það sem á eftir hafði komið Það eru til tvær opinberar útgáfur af Hobbitanum og er ein þeirra „lygasagan“ hans Bilbó og hin sú sem „raunverulega“ átti sér stað.„

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.