Spássían - 2012, Blaðsíða 41

Spássían - 2012, Blaðsíða 41
41 Cameron virði þessa hugmynd, að minnsta kosti falla hreyfingar dansaranna sérlega vel að allri tónlistinni. Cameron tekst í verki sínu að tefla saman ólíkum stílum á ögrandi hátt og tvinna þá saman. Hann þekkir greinilega vel þær listrænu hugmyndir sem hann leikur sér með en í staðinn fyrir að taka þær hátíðlega og fylgja þeim í blindni gerir hann góðlátlegt grín að heilagleika þeirra. Þar með opinberar hann áhrif Dadaisma og Marcel Duchamp á sköpun sína.  Dadaismi snýst meira um viðhorf til lista og listsköpunar en ákveðinn listrænan stíl. Dada var í raun hugsuð sem „ekki-list“ þar sem merking verka var eingöngu háð túlkun áhorfandans. Dadaistar afneituðu hefðbundnum leiðum í listsköpun en sóttu í aðferðir eins og klippimyndir. Þetta voru bæði collage, þar sem myndverk eru sköpuð með því að klippa og líma alls kyns ólík efni eins og pappír, tau og jafnvel sælgætisbréf, og photomontage, þar sem myndum eða myndhlutum er blandað saman og raðað niður þannig að úr verði ný heildarmynd. Þeir lögðu áherslu á hvatvísi og tilviljanir sem leið til listsköpunar og samvinnu listamanna. Marcel Duchamp var franskur listamaður sem meðal annars hefur verið bendlaður við Dadaisma. Duchamp var afburða teiknari og vann einnig ungur að málun en leitaði seinna eigin leiða í sköpun. Hann hefur verið kallaður faðir nútímalistarinnar og hafði sterk áhrif á popplistamenn eins og Andy Warhol. Það sem var ekki síst áhugavert við list Duchamps var að hann tók húmor opnum örmum sem fagurfræðilegum þætti í listsköpun og gaf áhorfandanum tækifæri á að nota ímyndunaraflið og eigin vitsmuni til að túlka list en ekki aðeins sjónræna skynjun. Ekki var allt sem sýndist í sköpun hans þannig að listaverkin gáfu ákveðna hluti í skyn án þess þó að sýna þá.  Dansverkið It is not a metaphor var lítið verk sem lét ekki mikið yfir sér en skildi eftir löngun til að kafa dýpra í listrænan veruleika þess. Eitthvað við það vakti áhuga á að sjá það aftur og aftur á nýjum forsendum í hvert skipti en þetta eitthvað vakti líka upp þanka um það hvort hægt væri að þróa verkið áfram svo að það yrði dýpra á sinn marglaga hátt. HEIMILDIR Banes, Sally, Writing Dancing in the Age of Postmodernism, Hanover, Wesleyan University Press, 1994. „Dada“, Encyclopædia Britannica, 2012, sótt 18. október 2012 af http://www. britannica.com/EBchecked/ topic/149499/Dada. Stafford, Andrew, „Making Sense of Marcel Duchamp“, 2008, sótt 18. október 2012 af http://www. understandingduchamp.com. „Vaudeville“, Encyclopædia Britannica, 2012, sótt 17. október 2012 af http://www. britannica.com/EBchecked/ topic/624129/vaudeville. MYND: Íslenski dansflokkurinn YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.