Spássían - 2012, Page 33

Spássían - 2012, Page 33
33 LEIGUMORÐINGINN Leikfélag Akureyrar Höfundur: Aki Kaurismaki Leikstjórn og leikgerð: Egill Heiðar Anton Pálsson Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir Leikmynd, lýsing og hreyfimyndir: Egill Ingibergsson Búningar: Helga Mjöll Oddsdóttir Tónlist: Georg Kári Hilmarsson LEIKENDUR Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Hannes Óli Ágústsson og Helga Mjöll Oddsdóttir. HLJÓMSVEIT Davíð Jónsson, Eva Margrét Árnadóttir, Guðmundur Sigurpálsson, Linda Björk Guðmundsdóttir og Valberg Kristjánsson. ÞAÐ GLADDI MIG þegar ég var að glugga í leikskrá Leigumorðingjans í hléinu að Aki Kaurismaki hafi sótt sér fyrirmynd og innblástur í hinar snjöllu og geðþekku Ealing-kómedíur. Þessar bresku gamanmyndir sem kenndar eru við Ealing-kvikmyndaverið og voru framleiddar á árabilinu 1947 til 1957 byggjast gjarnan á skýrri og einfaldri sögu með sterkum „króki“ sem heldur athyglinni við efnið, rassinum á sætisbrúninni og fær þig til að gleyma að borða poppið. Þeir verða nú ekkert mikið sterkari, krókarnir, en í Leigumorðingjanum: Þegar Henri Boulanger missir vinnuna afræður hann að stytta sér aldur. Þegar það gengur ekki sem skyldi ræður hann leigumorðingja til verksins. Þegar hann verður svo ástfanginn og eignast lífsvilja að nýju þarf hann að afpanta þjónustuna, en það reynist ekki alveg einfalt mál. Til að koma þessu safaríka efni til okkar velur Egill Heiðar Anton Pálsson, eins og búast mátti við, að sprengja rammann. Við byrjum með leikurunum sjálfum á síðustu stundu að hefja vinnu við að segja okkur söguna. Við erum í bókstaflegri merkingu sett í hlutverk leikhúsgesta – erum stödd gestkomandi á vinnustað hópsins og honum ber að hinn þrítennti kalkúnn örlaganna Eftir Þorgeir Tryggvason MYNDIR: Leikfélag Akureyrar YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.