Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 1
adidas Sporthús Reykjavíkur selur Adidas HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ Japanir bjódast til að halda HM '95 Stjórn IHF vantrúuð á að fslend- ingar geti haldið keppnina JAPANIR hafa boðist til að halda heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1995, árið sem keppnin verður, eða á að vera á íslandi. Japanir eru með fimm manna sendinefnd hér í Svíþjóð sem er að kynna sér hvernig staðið er að málum því þeir hyggj- ast halda HM '97. Sá orðrómur gengur fjöllunum hærra meðal forráðamanna í handknattleiknum að íslendingar geti alls ekki haldið HM '95 svo vel sé. Þennan orðróm heyrðu Japanir og buð- Skúli Sveinsson skrifar frá Stokkhólmi ust því til að halda keppnina. wnM ákon Gunnarsson, nýráðinn ® ■ framkvæmdastjóri HM- defndarinnar á íslandi, sagði í sam- tali við Morgunblað- ið að rétt væri að Japanir hefðu óformlega boðist til að halda HM ’95, „en ég veit óskaplega lítið um það ennþá. Við munum ræða við þá í vikunni og eins þarf að athuga þessi mál öll betur,“ sagði Hákon. „Ég átti fund með Erwin Lanch, forseta IHF, í morgun og eftir þann fund er alveg ljóst hvernig tekjuskipting- in verður af HM á íslandi og IHF mun ekki taka þátt í uppihaldi þeirra viðbótarþjóða sem verða vegna þess að 24 þjóðir munu taka þátt í stað 16 eins og venja er.“ Stjórnarmenn IHF vantrúaðir „Þeir hjá IHF eru mjög uggandi vegna aðstæðna heima og mér sýn- ist að það verði verulega á brattann að sækja hjá okkur varðandi þessa keppni. Stjórnarmenn IHF virðast mjög vantrúaðir á að við getum gert þetta eins og mönnum ber. Við erum hins vegar ákveðnir í að halda keppnina og gera það vel. Það þarf að gera breytingar á Laug- ardalshöllinni fyrst ekki var byggð ný höll, sem ég hefði talið best því slíkt hús hefði nýst okkur á ýmsum sviðurn," sagði Hákon. „IHF hefur samþykkt tillögur okkar um breytingar á Höllinni en vilja fá þær staðfestar þannig að þeir hafi byggingaráætlunina í höndunum. Það er ákveðið að þjóð- irnar verði 24 og það þýðir aukinn kostnað fyrir okkur og einnig er rennt dálítið blinnt í sjóinn með fyrirkomulagið því menn vita ekki hvernig það gengur," sagði Hákon. Vonbrigðíí Globen Morgunblaðið/RAX ÞESSI mynd segir allt sem segja þarf um leik Islendinga gegn Þjóðverjum í Globen-íþróttahöllinni í Stokkhólmi í gær. Þeir eru ekki upplitsdjarfir mennirnir sem sitja á varamannabekk íslands, eftir að ungt lið Þjóðveija hafði rassskellt íslendinga, 16:23. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður hans og Sigurður Sveinsson. ■ Allt um HM-keppnina, B2,B3,B6,B7,B10,B12. KNATTSPYRNA Mun aldrei starfa sem þjálfari í Þýskalandi - segirÁsgeir Sigurvinsson í blaðaviðtali við Waiblingen í Stuttgart Asgeir Sigurvinsson, þjálfari Framliðsins í knattspymu, sagði í viðtali við blaðið Waibling- en í Stuttgart und- ir fyrirsögninni; Framtíð Asgeirs Siguivinssonai’?, að hann myndi aldrei taka að sér starf sem þjálf- ari í Þýskalandi. „Ég myndi ekki gera fjölskyldu minni það,“ sagði Frá Jóni Halldórí Garðarssyni ÍÞýskalandi Ásgeir Sigurvinsson. I greininni er sagt að síðasti leikstjómandinn, sem Stuttgart hefur átt, sé á förum til íslands til að reyna fyrir sér sem þjálfari 1. deildarliðs Fram. Ásgeir hefur starfað sem „yfinijósnari“ lijá Stuttgart og var hann í Vínarborg um helgina, til að fylgjast með tveimur leikmönnum. - Olaf Marschall, sóknarmanni hjá Adm- ira Wacker og Peter Schötter, sóknarmanni hjá Rapid Vín. „Það hefur verið gaman f þessu starfi, en ég sé enga framtíð í því,“ sagði Asgeir, sem hefur enn ekki ákveðið sig hvað hann ætlar sér í framtfðinni, en Ásgeir gerði tveggja ára samning við Fram. „Ég hlakka til að þjálfa Fi-amliðið. Það er lið sem hefur á að skipa góðri blöndu af ungum og reynd- um leikmönnum. Ég vona að við náum að tryggja okkur Evrópu- sæti og það væri gaman ef Fram myndi leika gegn Stuttgart í Evr- ópukeppninni,“ sagði Ásgeir. Sagt er f greininni að Asgeir hafi ekki enn ákveðið hvað hann geri í fram- tíðinni. „Ég mun setjast niður með fjölskyldunni seinna á árinu og ræða framtíðina. Ég hef verið að heiman í tuttugu ár,“ sagði Ásgeir. HANDKNATTLEIKUR: SIGURÐUR SVEINSSON RAUF 600 MARKA MURINN / B6

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (16.03.1993)
https://timarit.is/issue/125429

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (16.03.1993)

Aðgerðir: