Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 B 5 IÞROTTIR FATLAÐRA / ISLANDSMOT Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bræðurnir Elvar og Stefán Thorarensen og Sigurrós Karlsdóttir, öll frá íþróttafélaginu Akri á Akureyri, voru sigursæl á mótinu. Þau unnu meðal annars sveitakeppni 1. deildar í boccia og sína flokka í borðtennis. Þörf erá nýjum félögum Iþróttasamband Fatlaðra er gjarnan kallað „litla ÍSÍ“ því uppbygging- in er svipuð en markmið ÍF er að hjálpa fötluðum ein- Stefán staklingum til hafa Stefánsson möguleika á að skrifar stunda íþróttir og hafa yfirumsjón með íþróttagreinum þeirra. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir er annar tveggja íþrótta- og útbreiðslu- fulltrúa hjá sambandinu. „Við höldum fundi og könnum hug til stofnunar íþróttafélaga fyrir fatlaða en á síð- asta ári voru stofnuð fjögur félög á landsbyggðinni; Gróska á Sauðár- króki, Þjótur á Akranesi, Kveldúlfur í Borgarnesi og nú síðast Fjörðurinn í Hafnafirði. Það er mikið af fötluðum krökkum í Hafnarfirði sem ekki stunduðu neinar íþróttir og þörfin var greinilega fyrir hendi. Þegar íþrótta- félagið Nes á Suðurnesjum var stofn- að mættu fjórtán fötluð börn á stofn- fundinn, fyrir utan foreldra. Annars mætti koma til mun meiri stuðning- ur, til dæmis frá heilbryggðisstéttun- um og kennurum." Anna G. Sigurðardóttir, sem nú er formaður Ness, var árið 1991 val- in til að þátttöku á norrænt barna- og unglingamót en það fréttist fyrir tilviljun af Önnu og hún ákvað eftir dálitla umhugsun að taka þátt. Mótið markaði tímamót í lífí hennar og seg- ir Anna sjálf að hún sjái sig nú í nýju ljósi, sjálfstæðari og öruggari - sé eitthvað- eins og hún segir sjálf. Morgunblaðið/J6n Svavarsson Asparstelpurnar sem röðuðu sér í efstu sætin í flestum greinum sínum í sundinu. Þær eru talið frá vinstri: Bára B. Erlingsdóttir, Sigrún Huld Hrafns- dóttir og Guðrún Ólafsdóttir. Akursmenn bestir í boccia FATLAÐIR héldu íslandsmót sitt í Hafnarfirði um helgina og voru keppendur rúmlega 300 frá 21 félagi. Keppt var í boccia, borðtennis, lyftingum og bogfimi í Kaplakrika ítil- efni af stofnun Fjarðarins, nýs íþróttafélags fyrir fatlaða í Hafnarfirði, og synt var í Sundhöll Hafnarfjarðar. Mest var spennan í boccia þar sem keppendur vora um 188. Keppnin var mest á milli íþróttafélags fatl- aðra' ReykJavík °g Stefánsson Iþróttafélagsins skrifar Akurs frá Akureyri en þeir norðanmenn hirtu gull og silfur í einstaklings- keppni 1. deildar og gull í sveita- keppni 1. deildar. Sveit Akurs skipa Sigurrós Karlsdóttir og bræðurnir Elvar og Stefán Thorar- ensen og þau létu sér boccia ekki nægja, þar sem Stefán vann gull í einstaklingskeppninni og Elvar silfur, heldur vann Elvar einnig einliða- og opna flokkinn í borð- tennis og Stefán vann einliðaleik þroskaheftra en saman unnu þeir bræður tvíliðaleikinn í borðtennis. Sigurrós vann einnig einliðaleik og opin flokk í borðtennis. Gullkálfarnir frá Olympíu- leikunum í Barcelona settu fá met að þessu sinni. „Keppnin var svo sem ágæt og ég átti alveg eins von á afrekum en okkar sterkustu sundmenn taka því nú rólega áður en keyrt verður upp fyrir Norður- landamótið sem fram fer í Svíþjóð í apríl,“ sagði Erlingur Jóhannes- son sundþjálfari. „Hinsvegar kom fram töluvert af nýju fólki utan af landi og er það vel.“ Þrátt fyr- ir að „taka því rólega“ unnu Ólaf- ur Eiríksson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir öll sín sund og Krist- ín R. Hákonardóttir flest sín. Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, bætti ís- landsmetin í lOOm skriðsundi og 50m baksundi í sínum flokki en vann að auki í borðtennis einliða- leik sitjandfog náði 2. sæti í tvílið- aliða- og opnum flokki. Afreksbikar var veittur til stiga- hæsta einstaklings í hverri sund- grein. í flokki blindra/sjónskertra hlaut Birkir R. Gunnarsson, ÍFR, bikar fyrir lOOm bringusund, í flokki heyrnaskertra Jón Bjarki Ásgeirsson, ÍFH, fyrir lOOm skrið- sund, í flokki þroskaheftra Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, fyrir lOOm bringusund og Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, í flokki hreyfihaml- aðra fyrir lOOm skriðsund. ■ Úrsllt / B10 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kampakátir sigurvegarar í bogfimi. Talið frá vinstri: Leifur Karlsson, Jón M. Árnason og Oskar Konráðsson, allir úr ÍFR. Moi*gunblaðið/Jón Svavarsson Sigurvegarar í lyftingum í flokki hreyfihamlaðra. Frá vinstri: Reynir Kristófersson, ÍFR, þriðja sæti, Þorsteinn Sölva- son, ÍFR, fyrsta sæti og Jón Stefánsson, Akri, öðru sæti. rJ f l f j/ÍBW k«r 'eiK Sterkur tvrkir þitt félug'- »,„ki Leitaðu upplýsinga hjá íþróttafélaginu þínu. Umsóknir liggja þarframmi ogínæsta banka, sparisjóði og afgreiðslu Kreditkorts hf., Ármúla 28. KREDITKORT HF„ ÁRMÚLA 28, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 91 -685499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.