Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 12
ípfámR
ptoraittiltfaMfe
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
MURINIM!
Morgunblaðið/RAX
LEIKMENN Þýskalands mynda hálfgerðan „BERLÍNARMÚR" fyrir framan Héðin Gilsson þegar fyrri hálfleikurinn var úti og staðan 10:5. Héðin náði að
koma knettinum í gegnum múrinn, en Andreas Thiel, markvörðurinn gamalkunni, sá við honum og varði.
JUDO
Bjami 09
Sigurður
ápall
BJARNI Friðriksson sigraði í
þriðja sinn í -95 kg flokki á
opna skoska meistaramót-
inu í júdó sem fram fór i'
Edinborg um helgina. Sig-
urður Bergmann komst einn-
ig á verðlaunapall fimmta
árið í röð — hafnaði í þriðja
sæti í+95 kg flokki.
Bjarni vann alla andstæðinga
sína, sem voru frá Bret-
landi, nokkuð auðveldlega —
annað hvort armlás eða fasta-
taki. Bjarni sigraði einnig á þessu
móti árið 1990 og 1991. Vern-
harð Þorleifsson varð í 5. sæti í
sama flokki og Bjarni og vann
Cross, meistarann frá því í fyrra,
óvænt í fyrstu umferð. Þórir
Rúnarsson keppti einnig í þess-
um flokki og tapaði fyrstu glímu,
fékk uppreisn og tapaði aftur.
Sigurður Bergmann vann
bronsverðlaun í +95 kg flokki
þar sem 12 keppendur tóku þátt.
Þetta er fimmta árið í röð sem
Sigurður kemst á verðlaunapall
á þessu móti. Hann sigraði 1990
og hefur unnið bronsverðlaún hin
fjögur árin.
Freyr Gauti Sigmundsson og
Karl Halldórsson, sem kepptu
báðir í -78 kg flokki, unnu eina
glímu og urðu síðan úr leik og
höfnuðu í 13. - 16. sæti af 36
keppendum.
Eiríkur Kristinsson keppti í
-71 kg flokki og tapaði fyrstu
glímu og fékk ekki uppseinar-
glímu.
Sámar þetta alveg rosalega
- segir fyrirliðinn Geir Sveinsson eftir skellinn gegn Þjóðverjum
„ÉG skil þetta ekki. Þaö er ekk-
ert sem kemur okkur á óvart.
Þeir eru ekki að gera neitt sem
við vissum ekki um eftir að
hafa skoðað þá vel á mynd-
bandi, bæði í fyrrakvöld og svo
aftur í gær og í dag,“ sagði
Geir Sveinsson fyrirliði ís-
lenska liðsins niðurlútur eftir
tapið gétjn Þjóðverjum.
Menn koma ekki „mótiveraðir"
til leiks og ekki tilbúnir í
átökin sem þarf til að sigur vinnist.
Þeir komast í 6:0
Skúli Unnar sem er náttúrlega
Sveinsson hrikalegt högg og
skrifar það er mjög erfitt að
frá Svíþjóð vinna það upp. Síðan
kemur smá möguleiki í síðari hálf-
leik þegar við minnkuðum muninn
í tvö mörk en þá koma brottvísanir
sem ég tel alveg út í hött. Það hefur
einkennt þetta mót hversu dómgæsl-
an er slök, á báða bóga og alla kanta.
Á meðan handknattleiknum fer fram
eru dómararnir staðnaðir eða þeim
fer aftur. Þeir virðast alltaf vera að
bæta fyrri afglöp sín fram og til
baka og það er synd að sjá hvað
þeir eru slakir.
Ég er samt ekki að afsaka að við
töpuðum leiknum því 6:0 byrjunin
er eingöngu okkur sjálfum að kenna.
Við fengum á okkur ódýr mörk eftir
að við höfðum klúðrað sókninni.
Þegar sóknin er svona stutt og illa
gerð eins og hjá okkur er eins og
enginn sé tilbúinn til að hlaupa til
baka.
Jú það er rétt hjá þér að við fáum
of mörg mörk á okkur með langskot-
um og þess vegna lagði ég nú til
að við myndum skipta yfir í 3-2-1
vörn. Það skánaði heilmikið við það
og okkur tókst að halda jafnvægi
framan af en þegar staðan er 15:12
auka þeir við eftir að við misstum
menn útaf. Við það þurftum við að
fara að leika beittari sókn en við
gerum það bara einfaldlga mjög illa
og skjótum illa á markvörðinn.
Menn fóru ekki eftir því sem fyr-
ir þá var lagt og talað var um fyrir
leikinn. Maður horfði hvað eftir ann-
að á okkur gera mistök sem áttu
aldrei að þurfa að koma fyrir,“ sagði
Geir.
„Ég sá Rússana leika gegn Ung-
vetjum á undan okkar leik og ég
verða að ségja eins og er að mér
leist ekkert allt of vel á þá. Það sem
er verst við þetta er að við skyldum
tapa með sjö mörkum gegn Þjóðveij-
um. Það hefði ef til vill verið í lagi
að leika illa og tapa með tveimur
mörkum, en við lékum mjög illa og
töpum með sjö. Með þessu erum við
stöðugt að gera okkur erfitt fyrir
og það er ekki spuming að leikurinn
gegn Rússum verður gífurlega erfið-
ur. Ég er ekkert búinn að tala við
strákana en manni sárnar það alveg
rosalega að tapa svona. Maður gerir
sér miklar vonir hérna og ætlar að
gera góða hluti en einhvern veginn
virðist ekki hafa verið áhugi fyrir
því í þessum leik. Við vissum að
þetta var lykilleikur og það bara fór
allt til ...,“ sagði Geir.
■ ISLAND vann sinn stærsta sig-
ur í HM, er Bandaríkjamenn voru
lagðir að velli, 34:19. Stærsti sigur-
inn áður, var gegn Dönum, 26:16,
í HM í Sviss 1986.
■ ÍSLAND náði ekki að leggja
Þýskaland að velli - og þar með
náðist ekki að vinna þijá leiki í röð
í fyrsta skipti í HM._
■ SÍÐAST þegar ísland lék gegn
táningaliðinu frá Þýskalandi -
fyrir Ólympíuleikana sl. sumar,
vannst sigur, 29:22, á móti í Þýska-
landi, en léikurinn gegn þeim eldri
tapaðist, 17:21.
■ ÞJÓÐVERJAR tóku þá
ákvörðun eftir ÓL í Barcelona, að
byggja upp ungt lið fyrir ÓL í Atl-
anta 1996.
■ ALLIR leikmenn íslenska
landsliðsins hafa fengið að leika í
Svíþjóð. Það hefur ekki gerst síðan
1974 í A-Þýskalandi, að allir leik-
menn liðsins fengu tækifæri til að
spreyta sig.
É GEIR Sveinsson, fyrirliði
landsliðsins, mun leika sinn 250.
landsleik gegn Rússum í kvöld.
■ ÞAÐ voru ekki margir áhorf-
endur sem sáu leikina í 1. riðli í l
Halmstad í gær. Rétt um 100
Frakkar fögnuðu sigri sinna
manna á Tékkum, 26:18.
Sefvel
ínótt
Eg er svo ánægður að ég veit
ekki hvar ég á að byija,“
sagði Armin Emrich þjálfari
Þjóðveija eftir sætan sigur á ís-
lendingum.
„Við fórum vel yfir allt sem
við ætluðum að gera, bæði í vörn
og sókn og strákarnir héldu sig
við áætlunina. Ég við þakka þeim
öllum fyrir og óska þeim til ham-
ingju. Þrátt fyrir að leikið væri
eftir áætluninni höfðu leikmenn
mínir nægilega mikið sjálftraust
til að gera hluti uppá eigin spýt-
ur ef þannig bar við.
Ég held að við séum á réttri
leið og þýskur handbolti mun í
náinni framtíð verða í efstu hæð-
um eins og honum ber. Ég sef
örugglega vel í nótt,“ sagði hann.