Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 B 9 faém FOLX ■ MARK Bosnich, markvörður Aston Villa, var áður varamark- vörður Manchester United og lék þtjá leiki með ljðinu. Villa keypti Ástralann, sem er FráBob 21 árs’ á síðasta Hennessy tímabili, en ári áður ÍEnglandi hætti hann að leika með United þegar atvinnuleyfi hans rann út. ■ JOHN Buckley hjá Rother- ham og Gary Poole hjá Plymouth skullu saman í leik félaganna á laugardag með þeim afleiðingum að Buckley rotaðist og var talið að hann hefði höfuðkúpubrotnað. ■ TONY Cottee hefur gert átta mörk í 12 leikjum Everton frá ára- mótum. ■ IAN Wright gerði 26. mark sitt á tímabilinu fyrir Arsenal í 2:0 sigri gegn Coventry, en fór síðan meiddur af velli á 64. mínútu. ■ DAVID Rocastle gerði fyrsta mark sitt fyrir Leeds og það nægði til sigurs gegn Manchester City. ■ LES Ferdinand skoraði fyrir QPR, 15 mark hans á tímabilinu, en fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik og Wimbledon vann 2:1. ■ TONY Roberts, markvörður QPR, fékk heilahristing skömmu áður og lék ekki meira. ■ ALLY McCoist gerði 46. mark sitt á tímabilinu, þegar Rangers vann Hibernian 3:0. Rangers hef- ur leikið 43 leiki í röð án taps. ■ ROY Keane lenti í útistöðum við stúlku á bar á Jersey í síðustu viku og lék ekki með Nottingham Forest á laugardag. Brian Clough sektaði pilt og gerði honum að greiða vikulaun, um hálfa milljón. ÞÝSKALAND Óvænt úrslití úrvals- deildinni Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Bayern Munchen er aðeins með tveggja stiga forystu á toppnum, en Frankfurt skaust í ann- að sætið. Dynamo Dresden, sem er í neðri hlutanum, náði óvænt markalausu jafntefli gegn Bayern. Gestimir sóttu stíft, en Rene Muller var hetja heimamanna og varði vel hvað eftir annað. Andreas Wagenhaus fékk að sjá rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik, en Bayern tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. „Við börðumst hetjulega," sagði Klaus Sammer, þjálfari Dresden og faðir Matthíasar landsliðsmanns. „Við þurftum á þessu stigi að halda. Brottvísunin var rétt, en við getum fyrirgefið Wagenhaus, því eftir það tókum við okkur saman í andlitinu." Christoph Daum, þjálfari Stutt- gart, var einnig ánægður með stig- ið, en Stuttgart gerði 1:1 jafntefli í Karlsruhe. „Við höfum ekki staðið undir væntingum fyrr en nú, en eft- ir góða frammistöðu í seinni hálfleik höfum við eitthvað til að byggja á.“ Werder Bremen færðist í 3. sætið eftir 2:0 tap gegn botnliði Bochum, en Eintracht Frankfurt stóð undir nafni og vann Wattenscheid 4:1. Norðmaðurinn Jörn Andersen lék sinn fyrsta leik með Frankfurt og skoraði tvö mörk. ■ Úrslit / B10 KNATTSPYRNA / ENGLAND Stórmeistarajafntefli Retuer Hughes gerði mikilvægt mark Mark Hughes skoraði með skalla gegn Aston Villa; jafnaði aðeins fáeinum mínútum eftir að Steve Staunton hafði náð forystunni. SPANN Barcelona á breiðu brautinni BARCELONA stendur vel að vígi í spænsku deildinni eftir 3:0 sigur gegn Deportivo á laugardag. Gestimir byijuðu með miklum látum á Camp Nou, komust hvað eftir annað inn fyrir vörn heimamanna og sköpuðu sér mörg marktækifæri, en varnarmönnum Barcelona tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu, Zubizarreta var frábær í markinu og leikmenn Deportivo ónákvæmir í skotum sín- um. Mark virtist liggja í loftinu, en gegn gangi leiksins var það Barce- lona sem braut ísinn um miðjan fyrri hálfleik og við það var allur vindur úr gestunum. Leikurinn snerist heimamönnum í vil og eftir- leikurinn var auðveldur. Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, var ánægður. „Við vorum sannfær- andi. Þeir eru góðir, hættulegir, en við nýttum færin.“ Real Madrid virtist öruggt með sigur gegn Logrones eftir að hafa skorað á 88. mínútu, en gestirnir voru á öðru máli og jöfnuðu áður en flautað var til leiksloka. Agustin Abadia jafnaði, en hann gerði einn- ig fyrra mark Logrones. Real Madrid sótti stöðugt, en sóknarleikurinn var ómarkviss og Logrones varðist vel. 55.000 áhorf- endur setti hljóða um miðjan seinni hálfleik, þegar Abadia skoraði úr vítaspyrnu og gleðin yfir marki Esnaider tveimur mín. fyrir leikslok var skammvinn. STAÐAN á toppnum í Englandi er óbreytt eftir leiki helgarinn- ar. Efstu liðin, Manchester Un- ited og Aston Villa gerðu 1:1 jafntefli á Old Trafford, en í neðri hlutanum tapaði Notting- ham Forest dýrmætum stigum, þrátt fyrir mjög góðan leik hjá Þorvaldi Örlygssyni. Bæði liðin á Old Trafford sóttu stíft til sigurs, en jafnræði var með þeim og aðeins fjórar mínútur á milli markanna. Aston Villa, sem hef- Frá Bob ur sigrað United í Hennessy deild og bikar á / Englandi heimavelli í vetur, en aðeins einu sinni haft betur á Old Trafford í 38 ár, náði forystunni gegn gangi leiksins á 53. mínútu, þegar Steve Staunton skoraði með góðu skoti fyrir utan teig, glæsilegt mark. Mark Hughes jafnaði skömmu síðar með skalla eftir undirbúning Frakkans Eric Cantona. Mark Bosnich, markvörður Villa, var í aðalhlutverki og bjargaði meist- aralega hvað eftir annað, en Lee Sharpe fékk besta marktækifæri Villa á 10. mínútu — skaut yfir af 10 m færi. Norwich er aðeins tveimur stigum á eftir efstu liðunum eftir 1:0 sigur gegn botnliði Oldham. Markið kom á 13. mínútu, Dave Phillips skaut, en Nick Heniy, sem reyndi að bjarga, skallaði í eigið mark. Nottingham Forest átti aldrei möguleika á Goodison Park og tap- aði 3:0 gegn Everton. Stuart Pearce og Neil Webb léku ekki með gestun- um vegna meiðsla og Roy Keane og Robert Rosario voru í banni. Ian Rush tryggði Liverpool öll stigin í Middlesbrough, þegar hann skoraði, 2:1, níu mínútum fyrir leiks- lok. Ipswich, sem hafði leikið fjóra leiki í röð án þess að skora, gerði þijú mörk gegn Southampton, en heimamenn gerðu einu betur og sigr- uðu. Matthew Le Tissier innsiglaði sigurinn mínútu fyrir leikslok — sjötti heimasigurinn í röð. Sheffield á Wembley Sheffield Wednesday tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar á Wembl- ey með því að vinna Blackburn 2:1 á sunnudag { undanúrslitum, en Sheffield vann fyrri leikinn 4:2. Svíinn Patrick Andersson skor- aði fyrir Rovers á 35. mín., en David Hirst gerði vonir gestanna að engu á 68. mínútu, þegar hann skallaði í markið eftir sendingu Chris Waddle. Fimm mínútum síð- ar lögðu félagamir upp seinnáT' markið — Mark Bright var einn gegn einum og Bobby Mimms varði, en hélt ekki boltanum og Bright nýtti seinna tækifærið. HM 19ARA OG YNGRI Brasilía og England í úrslit? BRASILÍA leikur gegn Ástralíu og England mætir Ghana í und- anúrslitum HM U-19 ára landsliða í knattspyrnu. Þessar þjóðir sigruðu í átta liða úrslitum um helgina og sem fyrr er gert ráð fyrir að Brasilía og England leiki til úrslita. Brasilía vann Bandaríkin 3:0 og gerði vonir Bandaríkjamanna um að leika í fyrsta sinn í undanúr- slitum að engu. Brasilíumenn fóru á kostum og sköpuðu sér mörg mark- tækifæri, en brutu ekki ísinn fyrr en á 32. mínútu og eftirleikurinn var auðveldur. Julio Leal, þjálfari Brasilíu, sagði að undanúrslitin í Melbourne yrðu erfið. „Ástralía er með sterkt lið, sem fær góðan stuðning, svo við verðum að bæta okkur á öllum sviðum.“ Ástralía vann Uruguay 2:1 í bráðabana, en sigurmarkið kom, þegar 10 mínútur voru liðnar af framlengingu og þar með var flautað til leiksloka. Þessi regla er til reynslu í keppninni og á að koma í veg fyr- ir að lið spili uppá að úrslitin ráðist í vítakeppni. England vann Mexíkó í vlta- keppni, 4:3, en ekkert var skorað fram að henni. David Burnside, þjálfari Englands, sagðist kenna í brjósti um Mexíkanana. „Það er ófært að tapa á þennan hátt í átta liða úrslitum.“ Barnsley Watson, markvörður, tryggði liði sínu farseð- ilinn til Sydney með frábærri mar- kvörslu, sem réði úrslitum. Ghana vann Rússland 3:0 og voru öll mörkin gerð á 10 mínútum í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var daufur, en fjör færðist í leikin eftir hlé, þó fyrsta markið kæmi ekki fyrr en á 72. mínútu. Leikirnir í undanúrslitum verða á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.